Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ekki hægt að falla frá úthlutun tollkvótanna
Mynd / smh
Fréttir 22. maí 2020

Ekki hægt að falla frá úthlutun tollkvótanna

Höfundur: Ritstjórn

Bændasamtökum Íslands (BÍ) hefur borist neikvætt svar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna erindis þar sem farið er fram á tímabundið frávik frá úthlutun tollkvóta sem kveðið er á í samningi við ESB um viðskipti með landbúnaðarafurðir.

Samtökin fóru fram á að fallið yrði frá útboði á tollkvótum i maí fyrir tímabilið júlí til desember 2020 á þeim forsendum að gjörbreytt staða væri uppi á Íslandi vegna áhrifa af COVID-19 faraldrinum. Mikil fækkun ferðamanna hefði áhrif á neyslu matvæla hér á landi en stækkun tollkvótanna með samningi árið 2015 hefði ekki síst verið réttlætt með vaxandi fjölda ferðamanna sem innlend framleiðsla gæti ekki annað. Kvótarnir sem um ræðir og verða boðnir út eru 1426 tonn af kjöti og 245 tonn af osti. Þeir gilda fyrir seinni hluta ársins 2020.

Í svari ráðherra kemur fram að ekki sé heimilt að falla frá úthlutun á tollkvótum í maí fyrir tímabili júlí til desember 2020. Ríkisstjórnin hafi hins vegar ákveðið að ráðast í úttekt á samningnum og í framhaldi af því verður tekin ákvörðun um hvort óskað verði eftir viðræðum við ESB um endurskoðun tollasamningsins.

BÍ telja að forsendurnar séu að engu orðnar núna fyrir úthlutuninni: „BÍ bentu ráðherra á að úthlutun tollkvóta með óbreyttum hætti, þegar eftirspurn er verulega minni en áður, myndi grafa undan innlendri framleiðslu og mögulega veikja stoðir hennar verulega. Íslenskt atvinnulíf þyrfti ekki á því að halda í þeirri djúpu efnahagslægð sem landið er nú í,“ segir í tilkynningu á vef samtakanna.

Óþarfi að flytja inn erlendar búvörur

Haft er eftir Gunnari Þorgeirssyni, formanni BÍ að forsendur fyrir tollasamningnum séu brostnar og þess vegna hafi samtökin farið fram á aðgerðir ríkisvaldsins.

„Að okkar mati er landslagið gjörbreytt eftir að kórónuveirufaraldurinn reið yfir. Ferðamenn munu ekki halda uppi aukinni neyslu á landbúnaðarvörum og nú er mikilvægt að styðja innlenda matvælaframleiðslu. Það er einfaldlega óþarfi að flytja inn erlendar búvörur við þessar aðstæður þegar innlendir framleiðendur geta annað markaðnum. Við höfum líka bent á að verð á aðföngum hefur hækkað umtalsvert, m.a. vegna gengisbreytinga. Það þarf á tímum sem þessum að standa vörð um íslenska framleiðslu og því telja Bændasamtökin óhjákvæmilegt að bregðast skjótt við. Við erum óánægð með að ríkisvaldið leggi ekki í þá vegferð að hætta við tollaútboð en fögnum þeirri viðleitni sem kemur fram í svarbréfi ráðherra að gera eigi úttekt á þeim hagsmunum sem felast í tollasamningnum. Í okkar huga er hann innlendri framleiðslu í óhag,“ er haft eftir Gunnari. Hann bætir við að hann vonist til að samningurinn um viðskipti með landbúnaðarvörur tekinn til endurskoðunar sem allra fyrst. 

Bréf BÍ til sjávarúvegs- og landbúnaðarráðherra - 30. apríl

Svarbréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra - 19. maí

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...