Verndun vatns og vistkerfa þess
Fréttir 20. janúar 2026

Verndun vatns og vistkerfa þess

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Markmið nýs frumvarps um vatnamál, sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda, er einkum að kveða á um að vernda vatn og vistkerfi þess, bæði yfirborðsvatn og grunnvatn til þess að vatn njóti heildstæðrar verndar.

Frumvarpið leggur til heildarendurskoðun laga um stjórn vatnamála til að skýra hlutverk, flokka vatn og bæta vöktun í samræmi við ESB-tilskipanir. Það miðar að vernd yfirborðs- og grunnvatns, að koma í veg fyrir hnignun vatnavistkerfa og bæta ástand þeirra. Lögin eiga jafnframt að tryggja sjálfbæra nýtingu vatns með langtímasjónarmiði, í samræmi við vatnatilskipun ESB.

Helstu breytingar lúta að skýrari málsmeðferðarreglum, skilgreindum heimildum stjórnvalda og styrkingu hlutverks Umhverfis- og orkustofnunar, sem mun bera ábyrgð á vatnáætlun, aðgerðaáætlun og vöktun. Vatnaráð fær einnig aukið hlutverk. Áhersla er lögð á víðtækt samráð við fagaðila, hagsmunaaðila og félagasamtök.

Frumvarpið á að uppfylla lágmarkskröfur vatnatilskipunarinnar án þess að ganga lengra. Breytingar ná til umhverfismarkmiða, endurskoðunar vatnaáætlana og innra eftirlits með framkvæmdum og mælingum.

Málið er í samráðsgátt stjórnvalda til 26. janúar. Engar umsagnir höfðu borist þegar blaðið fór í prentun.

Stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 20. janúar 2026

Stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni

Stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni til ársins 2030 hefur verið gefin út.

Skýrari flokkun dýrasjúkdóma og enn betra eftirlit
Fréttir 20. janúar 2026

Skýrari flokkun dýrasjúkdóma og enn betra eftirlit

Atvinnuvegaráðuneytið hefur birt drög að reglugerð um flokkun tilkynningar- og s...

Verndun vatns og vistkerfa þess
Fréttir 20. janúar 2026

Verndun vatns og vistkerfa þess

Markmið nýs frumvarps um vatnamál, sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda, er einku...

Nýtt mælaborð BÍ tekið í notkun
Fréttir 20. janúar 2026

Nýtt mælaborð BÍ tekið í notkun

Nýtt mælaborð hefur verið tekið í notkun hjá Bændasamtökum Íslands (BÍ) sem á að...

Fuglar í vaxandi útrýmingarhættu
Fréttir 20. janúar 2026

Fuglar í vaxandi útrýmingarhættu

Nýr válisti íslenskra fugla leiðir í ljós að 43 tegundir eru á válista, þar af 3...

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...