Húsnæði Grunnskólans á Hólum, sem er nú verið að auglýsa til leigu, auk samfastrar íbúðar við skólann.
Húsnæði Grunnskólans á Hólum, sem er nú verið að auglýsa til leigu, auk samfastrar íbúðar við skólann.
Mynd / Aðsend
Fréttir 20. janúar 2026

Húsnæði grunnskólans til leigu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir nú til leigu Grunnskólann á Hólum í Hjaltadal, auk íbúðar við skólann.

Skólinn sjálfur er 409 fermetrar að stærð og íbúðin er 135 fermetrar. Boðið er upp á að leigja skólann sér og íbúðina sér sé þess óskað. Skólahald í skólanum lagðist af vorið 2024 og fluttist þá alfarið í grunnskólann á Hofsósi. „Frá því að skólahald grunnskólans á Hólum lagðist af hefur húsnæðið verið notað í ýmis tilfallandi verkefni, m.a. verið notað til aðstöðu vegna leikjanámskeiða, sem aðstöðurými vegna upptöku sjónvarpsþátta, nýtt af kvenfélaginu og svo framvegis. Í hluta byggingarinnar er starfsstöð leikskólans Tröllaborgar á Hólum. Skólahaldið var flutt á Hofsós í ljósi fækkunar nemenda á Hólum en erfitt er að veita fámennum nemendahópi sömu tækifæri og tryggja þeim þá greinabundnu menntun sem þeir eiga rétt á eins og í stærri einingum. Þá þarf jafnframt að líta til kennslufræðilegra sjónarmiða, skólaþróunar og þróunar á stoðþjónustu,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri.

En hafa margir sýnt leigunni áhuga? „Nei, það hafa ekki verið margar fyrirspurnir enn sem komið er en við erum bjartsýn á að einhverjir sjái tækifæri í húsnæðinu því hér er um að ræða gott húsnæði í fallegu umhverfi, sem getur nýst á margvíslegan hátt,“ segir Sigfús.

Skylt efni: Hólar

Húsnæði grunnskólans til leigu
Fréttir 20. janúar 2026

Húsnæði grunnskólans til leigu

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir nú til leigu Grunnskólann á Hólum í Hjaltad...

Stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 20. janúar 2026

Stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni

Stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni til ársins 2030 hefur verið gefin út.

Skýrari flokkun dýrasjúkdóma og enn betra eftirlit
Fréttir 20. janúar 2026

Skýrari flokkun dýrasjúkdóma og enn betra eftirlit

Atvinnuvegaráðuneytið hefur birt drög að reglugerð um flokkun tilkynningar- og s...

Verndun vatns og vistkerfa þess
Fréttir 20. janúar 2026

Verndun vatns og vistkerfa þess

Markmið nýs frumvarps um vatnamál, sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda, er einku...

Nýtt mælaborð BÍ tekið í notkun
Fréttir 20. janúar 2026

Nýtt mælaborð BÍ tekið í notkun

Nýtt mælaborð hefur verið tekið í notkun hjá Bændasamtökum Íslands (BÍ) sem á að...

Fuglar í vaxandi útrýmingarhættu
Fréttir 20. janúar 2026

Fuglar í vaxandi útrýmingarhættu

Nýr válisti íslenskra fugla leiðir í ljós að 43 tegundir eru á válista, þar af 3...

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...