Neoliner Origin er stærsta vindknúna flutningaskip heims í dag. Þótt það sé lítið í samanburði við risaskip sem flytja mestan hluta vöru um heiminn, telja ýmsir að vindknúin skip geti gegnt lykilhlutverki í minni flutningum og sem viðbót við græn orkuskipti.
Neoliner Origin er stærsta vindknúna flutningaskip heims í dag. Þótt það sé lítið í samanburði við risaskip sem flytja mestan hluta vöru um heiminn, telja ýmsir að vindknúin skip geti gegnt lykilhlutverki í minni flutningum og sem viðbót við græn orkuskipti.
Mynd / Neoliner
Utan úr heimi 11. desember 2025

Vindknúið flutningaskip

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Nýtt vindknúið fragtskip er nú í föstum ferðum milli Frakklands og Bandaríkjanna.

Franska fyrirtækið Neoline hefur tekið stórt skref í átt að sjálfbærni í sjóflutningum með tilkomu Neoliner Origin, fyrsta vindknúna flutningaskipsins sem fer í reglulegar ferðir yfir Atlantshafið. Skipið, sem er 136 m langt, 24,2 m breitt og ristir 5,2 m, hóf siglingar sl. sumar og er sagt losa allt að 80% minna af gróðurhúsalofttegundum en hefðbundin dísilknúin skip.

Neoliner Origin er hannað sem „ro-ro“ flutningaskip (hægt að ferma og afferma með ökutækjum) með þremur hleðslusvæðum og 12 metra breiðum rampi sem gerir kleift að flytja bæði hefðbundinn farm og stærri farm, allt að 9,8 metra háa og 200 tonna þunga hluti, án þess að nota krana. Burðargeta skipsins er um 5.000 tonn og farmrýmið er samtals 3.000 m².

Skipið notar vind sem megindrifkraft, með tveimur stífum Solidsail-seglum úr samsettum efnum (m.a. kolefni og trefjagleri) sem þola mikið álag og veita hámarks orkunýtingu. Heildarflatarmál seglanna er um 3.000 m², og auk þess er skipið búið dísilrafmagnskerfi til að tryggja stöðugan hraða og öryggi.

Flutningaskipið fer mánaðarlegar ferðir á milli Saint-Nazaire í Frakklandi og hafna í Bandaríkjunum og Kanada, þar á meðal Baltimore og Halifax. Með 11 hnúta meðalsiglingahraða tekur ferðin frá Frakklandi til Bandaríkjanna eða Kanada á bilinu 13 til 18 daga vestur og 10 til 15 daga til baka.

Samanburður á flutningaskipum.

Umhverfisvæn lausn

Markmið Neoliner er að endurvekja seglskipamenningu með nútímatækni og draga úr notkun jarðefnaeldsneytis í alþjóðlegum flutningum. Lausnin fellur að stefnu margra fyrirtækja um samfélagslega ábyrgð og kolefnissamdrátt. Fyrirtæki á borð við Renault Group, Beneteau, Hennessy, Clarins og Manitou hafa þegar tryggt sér pláss á skipinu og styðja verkefnið sem mikilvægt skref í átt að grænni framtíð.

Á fyrsta ferðalagi skipsins í sumar sem leið voru fluttar vörur á borð við 500.000 flöskur af Hennessy-koníaki, franskar brioche-brauðvörur og lyftarar og hybrid-bílar frá Renault. Þrátt fyrir að skipið sé í tilraunafasa og hafi mætt áskorunum, eins og bilaðri seglplötu í miðri ferð, tókst því að draga úr eldsneytisnotkun um helming miðað við hefðbundin skip.

Sextíu milljónir evra

Neoliner Origin kostaði um 60 milljónir evra í smíði og er stærsta vindknúna flutningaskip heims í dag. Þótt það sé lítið í samanburði við risaskip sem flytja mestan hluta vöru um heiminn, telja ýmsir að vindknúin skip geti gegnt lykilhlutverki í minni flutningum og sem viðbót við græn orkuskipti. Með þessu framtaki vonast Neoliner til að marka upphaf nýrrar aldar í umhverfisvænum sjóflutningum. Ef vel tekst til gæti vindorkuknúin sigling orðið raunhæfur kostur fyrir fyrirtæki sem vilja minnka kolefnisspor sitt – og jafnvel fyrir farþega sem leita að lágkolefnisvalkosti í langferðum.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...