Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Lyftum lambakjötinu
Leiðari 29. ágúst 2025

Lyftum lambakjötinu

Höfundur: Þröstur Helgason, ritstjóri

„Það þarf aðgreiningu sem byggir á gæðaflokkun,“ segir Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri Icelandic Lamb, í nýjasta þætti Útvarps Bændablaðsins eins og lesa má í frétt hér framar í blaðinu. Gæðaflokkunin er til staðar í sláturhúsunum. Þar eru lambaskrokkarnir flokkaðir í fjörutíu flokka eftir gæðum. Aðgreiningin á milli góðu skrokkanna og þeirra sem eru lakari skilar sér hins vegar ekki alla leið í gegnum vinnsluna og út í búðirnar og á veitingastaðina. Neytendur geta sem sagt ekki valið sér lambakjöt úti í búð eftir gæðaflokkum. Veitingastaðagestir vita heldur ekki hvort þeir eru að borða fyrsta flokks kjöt. Svona hefur þetta verið svo lengi sem ég man. En þetta þarf augljóslega ekki að vera svona.

Hvað þarf til að slík gæðaflokkun á lambakjöti skili sér til neytenda? Eru það ekki hagsmunir allra sem að málinu koma að bjóða upp á hana? Hún myndi skila sér í hækkuðu afurðaverði til frumframleiðendanna, bændanna. Og þó að vinnslukostnaður myndi líklega hækka eitthvað þá er augljóslega hægt að selja bestu bitana á hærra verði. Vinnslurnar myndu því fá fyrir kostnaði og líklega meira en það. Neytendur myndu fagna valkostinum og glaðir greiða hærra verð fyrir meiri gæði. Að auki myndi framboð á vottuðu, upprunamerktu og sérpökkuðu hágæðakjöti tvímælalaust styrkja ímynd íslensks lambakjöts og sauðfjárbænda hér á landi.

Hafliði vitnar einnig í rýnikönnun sem leiðir í ljós að lambakjöt sé ekki á innkaupalista ungs fólks seinnipart dags í miðri viku í matvörumörkuðum: „Þau vilja eitthvað sem er hægt að elda hratt og örugglega, oft og tíðum er fólk ekki búið að ákveða sig þegar það kemur í búðina hvort fiskur verði fyrir valinu, kjúklingur eða jafnvel nautakjöt. En það eru alveg hverfandi líkur á að lambakjöt verði fyrir valinu. Ástæðan er sú að það stendur ekki til boða í þannig einingum að það henti til eldunar á skömmum tíma, í smærri einingum, án beins og með leiðbeiningum um eldunaraðferð.“

Hvað þarf til að vöruþróun á íslensku lambakjöti eigi sér stað og svari kröfum neytenda sem leita í búðir landsins seinnipartinn á virkum degi? Slík vöruþróun myndi augljóslega ekki bara gagnast íslenskum neytendum heldur einnig skila sér í hærra afurðaverði til bænda og vafalaust auka tekjur vinnslustöðva.

Hafliði segir hluti í þessum þætti sem hafa líklega blasað við flestum kjörbúðargestum í áraraðir. Jafnvel þótt maður myndi glaður vilja borða lambakjöt oft í viku, þá svarar vöruframboðið ekki þörfum manns. Hvernig stendur á því? Hvað stendur í vegi? Hvar er metnaðurinn fyrir þessari einkennisvöru íslenskrar matvælaframleiðslu?

Hér er augljóslega verk að vinna. Og líklega verður það ekki unnið nema í samstarfi frumframleiðenda, vinnslustöðva, kaupenda og neytenda. Það þarf sameiginlegt átak til þess að lyfta lambakjötinu á þann stall sem það á skilið að vera á

Jarmað, hneggjað, baulað ...
Leiðari 4. desember 2025

Jarmað, hneggjað, baulað ...

Stofnanir og fyrirtæki á þessu landi virðast mörg hver vera orðin þreytt á því a...

Fæðuöryggi og landbúnaður
Leiðari 4. desember 2025

Fæðuöryggi og landbúnaður

Umræðan um fæðuöryggi er alltaf að taka á sig skýrari mynd. Atvinnuvegaráðherra ...

Jarmað, hneggjað, baulað ...
Leiðari 24. nóvember 2025

Jarmað, hneggjað, baulað ...

Tregðan til þess að seinka klukkunni hér á landi er sorglegt dæmi um íhaldssemi ...

Mikill vöxtur í landeldi
Leiðari 20. nóvember 2025

Mikill vöxtur í landeldi

Mikill vöxtur er fyrirsjáanlegur í íslensku landeldi á næstu árum, eins og fram ...

Vannýtt tækifæri
Leiðari 6. nóvember 2025

Vannýtt tækifæri

Hlutfall innlendrar búvöruframleiðslu á íslenskum matvörumarkaði hefur dregist s...

Jarmað, hneggjað, baulað ...
Leiðari 24. október 2025

Jarmað, hneggjað, baulað ...

Varla hefur farið fram hjá mörgum að mikill þrýstingur á auknar virkjanaframkvæm...

Út í óvissuna
Leiðari 23. október 2025

Út í óvissuna

Ljóst er að það markmið frumvarps atvinnuvegaráðherra um breytingar á búvörulögu...

Kraftapólitík og undanbrögð
Leiðari 14. október 2025

Kraftapólitík og undanbrögð

Búvörulög mynda grundvöllinn að starfsskilyrðum bænda í landinu ásamt búvörusamn...