Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Enn eitt tækifærið
Leiðari 12. september 2025

Enn eitt tækifærið

Höfundur: Þröstur Helgason

Lífrænt vottað landbúnaðarland á Íslandi er nú talið vera um eitt prósent en árið 2020 var það um 3,5 prósent í Evrópusambandinu og í 15 löndum þess var hlutfallið hærra en tíu prósent. Samkvæmt aðgerðaáætlun sem gefin var út af matvælaráðuneytinu fyrir ári síðan er stefnt að eflingu lífrænnar ræktunar hér á landi þannig að hún nái tíu prósentum eftir fimmtán ár, 2040. Ástæðan fyrir því að þessi áætlun var gerð er sú að Ísland hefur dregist aftur úr nágrannalöndum sínum og öðrum Evrópulöndum hvað þetta varðar. Í Evrópusambandinu er stefnt að því að 25 prósent landbúnaðarlands verði komið með lífræna vottun eftir fimm ár, 2030.

Þetta kom fram í forvitnilegri fréttaskýringu í síðasta blaði sem innihélt meðal annars viðtal við Elínborgu Erlu Ásgeirsdóttur, nýjan formann VOR, félags framleiðenda í lífrænum búskap. Þar segir enn fremur að aðgerðir í þessari áætlun séu alls 22. Fáeinar þeirra séu komnar til framkvæmda en flestar séu í lausu lofti. Kallar Elínborg Erla eftir því að áætluninni verði fylgt eftir og sömuleiðis verði unnið eftir henni. Aðgerðir í áætluninni þurfi að koma til framkvæmda svo að þróun lífræns landbúnaðar þokist áfram hérlendis.

Elínborg leggur sömuleiðis áherslu á að sjálfbærni sé höfð að leiðarljósi þegar til framtíðar sé litið fyrir íslenskan landbúnað. Mikilvægt sé að stökkva ekki á skammtímalausnir sem auka framleiðni eða framleiðslu líðandi stundar og skerða um leið möguleika og tækifæri komandi kynslóða. „Lífræn ræktun og framleiðsla er raunverulegur kostur og lausn sem getur aðstoðað okkur við að tryggja framtíð íslensks landbúnaðar,“ segir Elínborg.

Og það má sannarlega taka undir það með Elínborgu að í raun sé það synd hvað Íslendingar séu miklir eftirbátar annarra þjóða hvað hlutfall lífræns vottaðs landbúnaðar varðar: „Við erum einna best í stakk búin til að nýta okkur þessar umhverfisvænu framleiðsluaðferðir. Þrátt fyrir að við glímum vissulega við hluti eins og ótryggt veðurfar og stutt sumur þá höfum við á móti forskot, til dæmis hvað meindýr varðar sem eru afar fá hér í stóra samhenginu. Við eigum fullt af hreinu vatni, hreina orku og mikið af góðum og næringarríkum jarðvegi. Tækifæri til nýsköpunar, fjölbreyttrar nýtingar og uppbyggingar ræktunarjarðvegs eru víða. Þá hafa ekki verið nefnd tækifærin sem eru víða hvað nýtingu lífrænna áburðarefna varðar og þeim fer í raun fjölgandi, til dæmis með auknu landeldi en einnig með vitundarvakningunni og auknum kröfum um meðferð lífræns úrgangs. Lífrænn landbúnaður vinnur í grunninn út frá hringrásarhugsun sem á að vera hægt að heimfæra á samfélagið allt, færir lausnir á sama tíma og til verða heilnæmar afurðir.“

Fleiri áhugaverð atriði væri hægt að tína til úr umræddri grein en öll sýna þau fram á að hér liggur enn eitt tækifærið í íslenskum landbúnaði sem ráð væri að nýta. Til þess þarf markvissa vinnu að umræddri áætlun, framfylgd aðgerðanna 22 og fjármagn til þess að koma þeim bændum sem hafa hug á að fá lífræna vottun yfir línuna. Þar þarf í sumum tilvikum ekki mikið til, svo sem í sauðfjárrækt. Lífræn búvöruframleiðsla er ekki bara spurning um aukið virði, jákvæðari og sterkari ímynd og aukna hollustu heldur einnig framtíð sjálfs ræktarlandsins.

Jarmað, hneggjað, baulað ...
Leiðari 4. desember 2025

Jarmað, hneggjað, baulað ...

Stofnanir og fyrirtæki á þessu landi virðast mörg hver vera orðin þreytt á því a...

Fæðuöryggi og landbúnaður
Leiðari 4. desember 2025

Fæðuöryggi og landbúnaður

Umræðan um fæðuöryggi er alltaf að taka á sig skýrari mynd. Atvinnuvegaráðherra ...

Jarmað, hneggjað, baulað ...
Leiðari 24. nóvember 2025

Jarmað, hneggjað, baulað ...

Tregðan til þess að seinka klukkunni hér á landi er sorglegt dæmi um íhaldssemi ...

Mikill vöxtur í landeldi
Leiðari 20. nóvember 2025

Mikill vöxtur í landeldi

Mikill vöxtur er fyrirsjáanlegur í íslensku landeldi á næstu árum, eins og fram ...

Vannýtt tækifæri
Leiðari 6. nóvember 2025

Vannýtt tækifæri

Hlutfall innlendrar búvöruframleiðslu á íslenskum matvörumarkaði hefur dregist s...

Jarmað, hneggjað, baulað ...
Leiðari 24. október 2025

Jarmað, hneggjað, baulað ...

Varla hefur farið fram hjá mörgum að mikill þrýstingur á auknar virkjanaframkvæm...

Út í óvissuna
Leiðari 23. október 2025

Út í óvissuna

Ljóst er að það markmið frumvarps atvinnuvegaráðherra um breytingar á búvörulögu...

Kraftapólitík og undanbrögð
Leiðari 14. október 2025

Kraftapólitík og undanbrögð

Búvörulög mynda grundvöllinn að starfsskilyrðum bænda í landinu ásamt búvörusamn...