Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Antoníus Sigurðsson.
Antoníus Sigurðsson.
Mynd / Aðsend
Menning 16. desember 2024

Djúpavogsskáldið loks komið á bók

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Fáir lifa ástar án er heiti nýrrar ljóðabókar eftir Antoníus Sigurðsson, sem Félag ljóðaunnenda á Austurlandi var að senda frá sér.

Antoníus Sigurðsson (1875–1944) var eitt þekktasta alþýðuskáld Austurlands á sinni tíð og hafði auknefnið Djúpavogsskáld.

Hann var fæddur og uppalinn á Berufjarðarströnd. Foreldrar hans voru Halldóra Gísladóttir og Sigurður Sigurðarson frá Krossgerði en hann ólst upp hjá hjónunum Kristínu Bessadóttur og Sigurði Ásmundssyni í Kelduskógum. Hann minntist fósturforeldranna og átthaganna með mikilli hlýju í ljóðum sínum.

Vísur hans gengu manna á meðal

Kona Antoníusar var Þórunn Erasmusdóttir úr Meðallandi og eignuðust þau dótturina Ragnhildi árið 1901. Þau hófu búskap á Djúpavogi árið 1906 og þar biðu störf verkamannsins Antoníusar. Einnig var hann mörg sumur kaupamaður í sveitum, m.a. í Löndum í Stöðvarfirði og á Berunesi í Berufirði. Hann var sjálfmenntaður og fékkst við barnakennslu í heimahúsum, auk þess að vera lengi meðhjálpari í Djúpavogskirkju.

Antoníus varð strax á unga aldri kunnur fyrir háttbundna ljóðagerð sína og fékk í viðurkenningarskyni auknefnið Djúpavogsskáld. Aðeins fá ljóða hans og lausavísna hafa birst á prenti en hann hélt kveðskapnum saman og fjöldi vísna hans flaug
manna á milli.

Búverk og trúariðkun toguðust á

Kristján Ingimarsson á Djúpavogi ritar lokaorð. „Ljóð Antoníusar bera það með sér að hann hefur verið tilfinninganæmur eins og skáld eru gjarnan, líf hans hefur ekki alltaf verið dans á rósum en náttúran, fjölskylda og vinir hafa veitt honum gleði og hamingju“, segir m.a. í lokaorðunum og fram kemur að ljóðin beri þess vitni að Antoníus hafi verið trúmaður. Finna megi togstreitu milli þess að sinna búverkum og iðka trúna.

Bókin er 135 síður í harðspjöldum og er 24. bókin í röðinni Austfirsk ljóðskáld. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi gefur, sem fyrr segir, út.

Skylt efni: bókaútgáfa

Eru neyðarbirgðir á þínu heimili?
Líf og starf 10. febrúar 2025

Eru neyðarbirgðir á þínu heimili?

Stjórnvöld hafa tilkynnt að gefnar verði út leiðbeiningar innan tíðar um hvaða n...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 10. febrúar 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn þarf að hafa eitt í huga ofar öllu og það er að vera skýr í hugsun. ...

Kraftur í nýnorrænni matargerð
Líf og starf 5. febrúar 2025

Kraftur í nýnorrænni matargerð

Blásið hefur verið nýju lífi í nýnorræna matargerðarhreyfingu í takt við nýja tí...

Heydreifikerfi
Líf og starf 5. febrúar 2025

Heydreifikerfi

Heydreifikerfi á bænum Hæli í Torfalækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Heydrei...

Skálholtsdómkirkja í sýndarveruleika
Líf og starf 4. febrúar 2025

Skálholtsdómkirkja í sýndarveruleika

Nú er hægt að ganga um Skálholtsdómkirkju í Bláskógabyggð í sýndarveruleika.

Lífrænn lífsstíll hjartans mál
Líf og starf 3. febrúar 2025

Lífrænn lífsstíll hjartans mál

Anna María Björnsdóttir, fulltrúi Lífræns Íslands, ásamt Tuma Bjarti Valdimarssy...

Gengur þú í smekkbuxum?
Líf og starf 3. febrúar 2025

Gengur þú í smekkbuxum?

Í heimi tískunnar er að jafnaði mest um vert að vera sem smekklegastur. Auðvitað...

Skrímsl á landsliðsæfingu
Líf og starf 31. janúar 2025

Skrímsl á landsliðsæfingu

„Hér er eitt skrímslaspil frá æfingamótinu.“ Þannig hóf Frímann Stefánsson, stór...