Yljandi súpur
Matarkrókurinn 26. janúar 2026

Yljandi súpur

Höfundur: Hafliði Halldórsson

Nú er sannarlega tíminn fyrir notalega pottrétti og súpur sem ylja okkur inn að beini.

Matur sem er oftast ósköp einfalt að elda og bera fram, við höfum líka gott af því að minnka flækjustigið í eldhúsinu eftir hátíðarnar. Gramsið aðeins í kæliskápum og frystum. Kannski þarf ekkert að leita langt yfir skammt. Sums staðar má finna afganga af stórsteikum og öndvegis grænmeti sem má nýta í súpur og pottrétti. Svo eru margar súpur og pottréttir alls ekki síðri upphitaðar á degi tvö eða þrjú.

Nautagúllassúpa með tómötum og sætum kartöflum

500 g nautagúllas
2–3 msk. hveiti
matarolía
1 stór laukur, skorinn í teninga
1 sæt kartafla, skorin í teninga
1 sellerístöngull, skorinn
1 rauð paprika, fræhreinsuð og skorin í teninga
3 hvítlauksrif, kramin
2 msk. paprikuduft
1 msk. kúmenfræ, mulin
3 msk. tómatpúrra
1 lárviðarlauf
2 stilkar rósmarín
1 l nautasoð
salt og pipar
steinselja, söxuð
sýrður rjómi

Takið stóra skál og blandið hveiti og 1 tsk. af salti saman, sigtið kjötið og veltið síðan saman við þannig að allir bitarnir séu jafnt hjúpaðir.

Hitið stóra steikarpönnu og brúnið kjötið í olíunni, athugið að setja ekki of mikið á pönnuna í einu. Hér er betra að steikja í fleiri en einum skammti til að kjötið brúnist vel. Hitið samtímis stóran þykkbotna pott og svitið grænmetið í olíu á meðalhita í um 10 mínútur eða þar til grænmetið byrjar að mýkjast.

Bætið nautakjöti, papriku, kúmenfræjum, tómatpúrru, rósmarín og nautasoði við og lokið pottinum. Sjóðið við vægan hita í 90 mínútur. Smakkið til áður en súpan er borin fram með sýrðum rjóma og steinselju stráð yfir.

Núðlusúpa með lambakjötbollum, sveppum, sesam og sojasósu

Lambakjötbollur
400 g lambahakk
1 ½ tsk. fínt salt
1 laukur
1 egg
2 msk. hveiti
pipar

Byrjið á að skræla og saxa laukinn fínt, setjið hakk og salt í skál og hrærið vandlega saman í 2–3 mínútur. Þetta er auðveldast að gera með hrærivél, bætið svo við lauk, eggjum, hveiti og síðan pipar eftir smekk og hrærið vel saman.

Kælið í ísskáp í 30 mínútur. Setjið vatn og/eða kjötsoð í víðan pott og hitið að suðu, formið bollurnar í mælt eftir kúfaðri matskeið og setjið í pottinn.

Þegar allar bollurnar eru komnar í skuluð þið sjóða á hægum hita í 10 mínútur með lokið á. Færið bollurnar á fat og geymið, sigtið soðið til að nota í núðlusúpuna.

Núðlusúpa

1 laukur
2 hvítlauksrif
1 box sveppir
vornúðlur
3 msk. sesamfræ
1 msk. sesamolía
matarolía
sojasósa
kjötbollusoð
sítrónusafi

Sjóðið núðlur eftir leiðbeiningum og sigtið. Skerið því næst lauk, sveppi og hvítlauk og steikið í víðum potti í 1–2 mínútur, bætið sesamfræjum og sesamolíu við í lokin. Bætið kjötsoði ásamt kjötbollum við og sjóðið í 5 mínútur, smakkið til með sojasósu, sítrónusafa og svörtum pipar og setjið núðlurnar í pottinn, hitið að suðu og berið fram. Hlutföll og magn má leika sér með og kannski finnst eitthvað sem passar akkúrat í pottinn í tiltekt í kælinum. Til dæmis passa vorlaukur og blaðlaukur afskaplega vel með.

Yljandi súpur
Matarkrókurinn 26. janúar 2026

Yljandi súpur

Nú er sannarlega tíminn fyrir notalega pottrétti og súpur sem ylja okkur inn að ...

Poppuð pura er jólakraftaverk
Matarkrókurinn 23. desember 2025

Poppuð pura er jólakraftaverk

Flestar jólamatarhefðir okkar Íslendinga koma lóðbeint frá gömlu herraþjóðinni. ...

Bragð af jólum
Matarkrókurinn 22. desember 2025

Bragð af jólum

Þegar líður að jólum og við tökum ákvarðanir varðandi matinn sem við eldum og bj...

Svínaskanki að þýskum sið
Matarkrókurinn 16. desember 2025

Svínaskanki að þýskum sið

Mér er minnisstæð máltíð á veitingahúsi í Köln þar sem mér var úthlutað heilum s...

Bólstrað brauð
Matarkrókurinn 1. desember 2025

Bólstrað brauð

Brauðbakstur heima er ekki alltaf auðveldur. Flatbrauð er þó auðveldara en brauð...

Napolí, New York…Kópavogur
Matarkrókurinn 3. nóvember 2025

Napolí, New York…Kópavogur

Frá því að Íslendingar kynntust pítsum í fyrsta sinn fyrir alvöru, um og eftir m...

Sætur og súr
Matarkrókurinn 20. október 2025

Sætur og súr

Flest hráefni í mat sem hægt er að fá á sæmilegum kjörum þarf smá tíma og ást ti...

Haustsúpa
Matarkrókurinn 22. september 2025

Haustsúpa

Íslenska er til margra hluta nytsamleg. Sér í lagi ef þarf að finna mörg orð um ...