Þau Heiðdís Björk Gunnarsdóttir, Sólveig María Svana Haraldsdóttir og Hallur Örn Guðjónsson standa sig með prýði á sviðinu.
Þau Heiðdís Björk Gunnarsdóttir, Sólveig María Svana Haraldsdóttir og Hallur Örn Guðjónsson standa sig með prýði á sviðinu.
Menning 25. nóvember 2024

Fjórtándi jólasveinninn

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Liðsmenn Freyvangsleikhúss Akureyrar frumsýndu barnaverkið Fjórtándi jólasveinninn þann 23. nóvember.

Þetta jólaævintýri er frumsamið eftir Ásgeir Ólafsson Lie og fjallar um hina hefðbundnu jólasveinafjölskyldu, Grýlu, Leppalúða og jólaköttinn, en einnig um lítinn ólátabelg sem áhorfendur fá að kynnast betur. Litli jólasveinninn Ólátabelgur kom óvænt í heiminn og hefur því ekki hlutverk eins og aðrir innan fjölskyldunnar.

Það er ekki skemmtilegt að vera öðruvísi en allir í kringum sig og því þarf Ólátabelgur að hafa fyrir því að finna sinn tilgang í lífinu ef svo má segja.

Leikstjórn er í höndum Jóhönnu S. Ingólfsdóttur, sem leikstýrir nú í þriðja sinn aðventuverki hjá Freyvangsleikhúsinu, tónlist er eftir Eirík Bóasson og textar eftir Helga Þórsson.

Á sviðinu eru 19 leikarar í heildina á öllum aldri, frá 10–74 ára auk hljómsveitarinnar og má nærri geta að líf og fjör verður á sviðinu. Þetta er jólaævintýri sem enginn má missa af en frumsýning var laugardaginn 23. nóvember kl. 13. Frekari sýningar verða svo í Freyvangi laugardaga og sunnudaga kl.13. Nánari upplýsingar á tix.is, á Facebook-síðu Freyvangsleikhússins og í síma 857-5598.

Skylt efni: freyvangsleikhús

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni
Líf og starf 3. desember 2024

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni

Stefán Jónsson briddsspilari hefur reynst Bridgesambandi Íslands hvalreki með áh...

Augnlitir í sauðfé
Líf og starf 3. desember 2024

Augnlitir í sauðfé

Sjöunda útgáfa Hvammshlíðar­dagatals hefur litið dagsins ljós.

Norðurljós í nóvember
Líf og starf 2. desember 2024

Norðurljós í nóvember

Tími tunglsins og norðurljósanna hefur nú gengið í garð, en óvenjubjart hefur ve...

Vefnaður úr kasmír
Líf og starf 2. desember 2024

Vefnaður úr kasmír

Hlýlegir treflar, sjöl og peysur úr kasmír er eitthvað sem okkur flestum þykir ó...

Kjötbókin 30 ára
Líf og starf 2. desember 2024

Kjötbókin 30 ára

Kjötbókin er 30 ára á þessu ári. Hún kom fyrst út í prentaðri útgáfu árið 1994 o...

Skákþrautir á netinu
Líf og starf 2. desember 2024

Skákþrautir á netinu

Gríðarlegur fjöldi skákþrauta standa skákáhugafólki til boða til að æfa sig á á ...

Sveitabúðin Una
Líf og starf 28. nóvember 2024

Sveitabúðin Una

Hjónin Rebekka Katrínardóttir og Magnús Haraldsson hafa rekið sveitabúðina Unu n...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 25. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn gæti átt von á þrálátum veikindum. Hann ætti að gæta vel að sjálfum ...