Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þau Heiðdís Björk Gunnarsdóttir, Sólveig María Svana Haraldsdóttir og Hallur Örn Guðjónsson standa sig með prýði á sviðinu.
Þau Heiðdís Björk Gunnarsdóttir, Sólveig María Svana Haraldsdóttir og Hallur Örn Guðjónsson standa sig með prýði á sviðinu.
Menning 25. nóvember 2024

Fjórtándi jólasveinninn

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Liðsmenn Freyvangsleikhúss Akureyrar frumsýndu barnaverkið Fjórtándi jólasveinninn þann 23. nóvember.

Þetta jólaævintýri er frumsamið eftir Ásgeir Ólafsson Lie og fjallar um hina hefðbundnu jólasveinafjölskyldu, Grýlu, Leppalúða og jólaköttinn, en einnig um lítinn ólátabelg sem áhorfendur fá að kynnast betur. Litli jólasveinninn Ólátabelgur kom óvænt í heiminn og hefur því ekki hlutverk eins og aðrir innan fjölskyldunnar.

Það er ekki skemmtilegt að vera öðruvísi en allir í kringum sig og því þarf Ólátabelgur að hafa fyrir því að finna sinn tilgang í lífinu ef svo má segja.

Leikstjórn er í höndum Jóhönnu S. Ingólfsdóttur, sem leikstýrir nú í þriðja sinn aðventuverki hjá Freyvangsleikhúsinu, tónlist er eftir Eirík Bóasson og textar eftir Helga Þórsson.

Á sviðinu eru 19 leikarar í heildina á öllum aldri, frá 10–74 ára auk hljómsveitarinnar og má nærri geta að líf og fjör verður á sviðinu. Þetta er jólaævintýri sem enginn má missa af en frumsýning var laugardaginn 23. nóvember kl. 13. Frekari sýningar verða svo í Freyvangi laugardaga og sunnudaga kl.13. Nánari upplýsingar á tix.is, á Facebook-síðu Freyvangsleikhússins og í síma 857-5598.

Skylt efni: freyvangsleikhús

Listaverk úr íslensku byggi
Líf og starf 29. janúar 2026

Listaverk úr íslensku byggi

Listamaðurinn og hönnuðurinn Hanna Dís Whitehead undirbýr sýningu í HAKK gallery...

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...