Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þau Heiðdís Björk Gunnarsdóttir, Sólveig María Svana Haraldsdóttir og Hallur Örn Guðjónsson standa sig með prýði á sviðinu.
Þau Heiðdís Björk Gunnarsdóttir, Sólveig María Svana Haraldsdóttir og Hallur Örn Guðjónsson standa sig með prýði á sviðinu.
Menning 25. nóvember 2024

Fjórtándi jólasveinninn

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Liðsmenn Freyvangsleikhúss Akureyrar frumsýndu barnaverkið Fjórtándi jólasveinninn þann 23. nóvember.

Þetta jólaævintýri er frumsamið eftir Ásgeir Ólafsson Lie og fjallar um hina hefðbundnu jólasveinafjölskyldu, Grýlu, Leppalúða og jólaköttinn, en einnig um lítinn ólátabelg sem áhorfendur fá að kynnast betur. Litli jólasveinninn Ólátabelgur kom óvænt í heiminn og hefur því ekki hlutverk eins og aðrir innan fjölskyldunnar.

Það er ekki skemmtilegt að vera öðruvísi en allir í kringum sig og því þarf Ólátabelgur að hafa fyrir því að finna sinn tilgang í lífinu ef svo má segja.

Leikstjórn er í höndum Jóhönnu S. Ingólfsdóttur, sem leikstýrir nú í þriðja sinn aðventuverki hjá Freyvangsleikhúsinu, tónlist er eftir Eirík Bóasson og textar eftir Helga Þórsson.

Á sviðinu eru 19 leikarar í heildina á öllum aldri, frá 10–74 ára auk hljómsveitarinnar og má nærri geta að líf og fjör verður á sviðinu. Þetta er jólaævintýri sem enginn má missa af en frumsýning var laugardaginn 23. nóvember kl. 13. Frekari sýningar verða svo í Freyvangi laugardaga og sunnudaga kl.13. Nánari upplýsingar á tix.is, á Facebook-síðu Freyvangsleikhússins og í síma 857-5598.

Skylt efni: freyvangsleikhús

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...