Aðalinngangurinn við Hagatorg þar sem áður var móttaka á hótelið. Í gegnum gat í loftinu sést upp í Súlnasal. Myndir og texti / ál
Súlnasalur á annarri hæð. Þar verður bókasafn með aðstöðu fyrir nemendur til að læra. Í framkvæmdunum kom í ljós að undir sviðinu hafði upphaflega verið stórt gat í gólfinu. Ákveðið var að leyfa því að halda sér og er rýmið því mjög opið.
Kennslustofa á þriðju hæð þar sem ritstjórnarskrifstofur Bændablaðsins voru áður.
Kennslustofa á þriðju hæð þar sem áður var móttaka Bændasamtaka Íslands.
Inngangurinn að Grillinu á efstu hæð.
Á fjórðu hæð voru hótelherbergi innréttuð sem skrifstofur fyrir tvo eða fleiri starfsmenn.
Kennslustofa á annarri hæð í norðurálmunni. Myndir og texti / ál
Eldhúsið á jarðhæð þar sem áður var veitingastaður hefur fengið að halda sér að mestu óbreytt. Þar verður veitinga- og kaffisala fyrir stúdenta.
Í kjallaranum er allt orðið bjartara og vistlegra eftir að grafið var niður til að hleypa inn birtu og skapa rými utandyra sem hægt er að nýta í kennslu.
Grillið á efstu hæðinni. Rífa þurfti niður alla veggi, en til stendur að endurskapa rýmið í sama stíl og áður. Engin áform eru uppi um veitingasölu, heldur mun rýmið nýtast sem salur fyrir kennslu og viðburði