Bústörf yfir hávetur

Við Kálfafell í Skaftárhreppi hefur viðrað vel til ljósmyndatöku. Hér sést útigangur í vetrarblíðu. Mynd / Björn Helgi Snorrason
Lífræna músagildran að störfum í fjárhúsunum á Laufhóli í Skagafirði. Mynd / Eysteinn Steingrímsson
Í Austurárdal í Dalabyggð fundust fimm gimbrar og ein ær þann 28. desember. Þar lögðu fjórir smalar og tveir hundar á fjallið. Sauðféð, sem er frá Skörðum og Fellsenda, er nú komið í öruggt skjól. Mynd / Guðbrandur Þorkelsson
Hestarnir Úlfhéðinn og Fjölnir frá Stóru-Gröf ytri. Mynd tekin í Hátúni í Skagafirði í lok desember. Mynd / Helga Sjöfn Helgadóttir
Allir þurfa að fá að borða á gamlársdag. Hér fagnar hestastóðið á Kaldárbakka síðustu heygjöf ársins. Karen Björg segir sérstaklega skemmtilegt að sinna umhirðu dýra á hátíðisdögum. Mynd / Karen Björg Gestsdóttir
Gengið til fjóss á Litlu-Ásgeirsá í Víðidal að morgni dags milli jóla og nýárs. Mynd / Karen Guðmundsdóttir
Systkinin Signý Heiða Þormarsdóttir, 10 ára og Böðvar Júlían Þormarsson, 3 ára taka þátt í flestum bústörfum foreldra sinna á Norðurhjáleigu í Álftaveri. Hér hvíla þau sig við gjafir á jóladag. Mynd / Sæunn Káradóttir
Ný rúlla sótt í byrjun árs. Á Syðri-Hofdölum í Skagafirði. Mynd / Trausti Helgi Atlason
Við eftirleitir hjá bændunum á Snartarstöðum. Þar fundust nokkrar kindur sem höfðu ekki skilað sér um haustið. Jólatréð var sótt í leiðinni. Mynd / Guðrún María Björnsdóttir