Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda og bóndi á Hranastöðum í Eyjafirði.
Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda og bóndi á Hranastöðum í Eyjafirði.
Fréttir 9. mars 2017

Sniðgengur samráðshóp og sérvelur verkefni til afgreiðslu strax

Höfundur: Vilmundur Hansen

Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda og bóndi á Hranastöðum í Eyjafirði, segir að sér lítist ekki á frumvarpsdrögin við fyrstu sýn og að ráðherra sé með þessu móti að taka fram fyrir hendur hópsins sem á að endurskoða búvörusamningana.

„Ráðherra er hér að taka framfyrir hendurnar á samráðshópnum sem var skipaður til að endurskoða búvörusamningana og tekur út og sérvelur málefni sem hún vill afgreiða strax, án samtalsins sem boðað var með skipan hópsins.“

Mikilvægt að viðhafa heiðarleika að sögn ráðherra

„Það fer líka fyrir brjóstið á mönnum að landbúnaðarráðherra sagði á fundi eyfirskra kúabænda fyrir hálfum mánuði að við skyldum ekki hafa áhyggjur af þessu og hún hefði sett málið á þingmálaskrá til að halda því lifandi en að málið myndi af öllum líkindum fara í gegnum samráðshópinn. Hún sagði einnig á sama fundi að það væri mikilvægt að viðhafa heiðarleika í samskiptum og að fullt samstarf skuli haft við hagsmunaaðila þegar kemur að breytingum á kerfinu.

Það næsta sem við heyrum er að búið sé að leggja drögin fram. Við heyrum það í fréttum líkt og aðrir landsmenn svo það var án samráðs við Landssamband kúabænda eða Bændasamtökin, sem ég tel tvímælalaust að séu hagsmunaaðilar í þessu máli.

Vægt til orða tekið segi ég því að það fari ekki alveg saman hljóð og mynd hjá Þorgerði Katrínu landbúnaðarráðherra í þessu máli.“

Verð á mjólkurvörum mun hækka

Arnar telur að verð muni hækka á algengum mjólkurafurðum eins og mjólk, smjöri og osti svo dæmi séu tekin.

„Í frumvarpsdrögunum er gert ráð fyrir að verðtilfærsla sé bönnuð og eins og þeir vita sem vilja kynna sér málið þá hefur verðtilfærsla tíðkast á milli afurðaflokka til að geta staðið við verð sem verðlagsnefnd mjólkurafurða hefur ákveðið.

Að mínu mati er samvinna í mjólkuriðnaði nauðsynleg til að halda verði niðri. Mér þykir einnig merkilegt til þess að hugsa að þegar grunnurinn að núverandi samvinnukerfi var samþykkt var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir einn af þingmönnunum sem greiddi götu tillögunnar um undanþágu mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum og að afurðastöðvum yrði gert kleift að sameinast,“ segir Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda.

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...