Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Hækkun lágmarksverðs
Fréttir 16. janúar 2024

Hækkun lágmarksverðs

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Lágmarksverð fyrir 1. flokks mjólk til bænda hækkaði 1. janúar um 2,25 prósent. Heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara hækkar sömuleiðis um 1,60 prósent.

Rafn Bergsson. Mynd/ÁL

Það er verðlagsnefnd búvara sem tekur ákvörðun um slíkar verðbreytingar og í rökstuðningi hennar fyrir þessum hækkunum segir að verðhækkun til bænda sé komin til vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu mjólkur frá síðustu verðákvörðun sem byggði á verðlagi í september og tók gildi í október 2023. Gjaldaliðir hafi á þeim tíma hækkað um 2,25 prósent og því hækkar verð til bænda úr 129,76 krónum á lítrann í 132,68 krónur á lítrann.

Heildsöluverð á mjólk og mjólkurvörum hækkar þannig um það sem nemur kostnaðarhækkun vegna hráefniskaupa og hækkun vinnslu- og dreifingarkostnaðar.

Rafn Bergsson, formaður búgreinadeildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands, situr í verðlagsnefnd búvara og segir að vissulega muni um þessar hækkanir.

„Þær duga þó ekki til að koma á móts við þær gríðarlegu vaxtahækkanir sem hafa orðið undanfarið. Enda er fjármagnskostnaður verulega vanáætlaður í núverandi verðlagsgrunni.

Upphaflega átti vinnu við nýjan grunn að ljúka í desember en það hefur tafist og nú er áætlað að ljúka vinnunni í lok febrúar.“

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...