Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Hækkun lágmarksverðs
Fréttir 16. janúar 2024

Hækkun lágmarksverðs

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Lágmarksverð fyrir 1. flokks mjólk til bænda hækkaði 1. janúar um 2,25 prósent. Heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara hækkar sömuleiðis um 1,60 prósent.

Rafn Bergsson. Mynd/ÁL

Það er verðlagsnefnd búvara sem tekur ákvörðun um slíkar verðbreytingar og í rökstuðningi hennar fyrir þessum hækkunum segir að verðhækkun til bænda sé komin til vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu mjólkur frá síðustu verðákvörðun sem byggði á verðlagi í september og tók gildi í október 2023. Gjaldaliðir hafi á þeim tíma hækkað um 2,25 prósent og því hækkar verð til bænda úr 129,76 krónum á lítrann í 132,68 krónur á lítrann.

Heildsöluverð á mjólk og mjólkurvörum hækkar þannig um það sem nemur kostnaðarhækkun vegna hráefniskaupa og hækkun vinnslu- og dreifingarkostnaðar.

Rafn Bergsson, formaður búgreinadeildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands, situr í verðlagsnefnd búvara og segir að vissulega muni um þessar hækkanir.

„Þær duga þó ekki til að koma á móts við þær gríðarlegu vaxtahækkanir sem hafa orðið undanfarið. Enda er fjármagnskostnaður verulega vanáætlaður í núverandi verðlagsgrunni.

Upphaflega átti vinnu við nýjan grunn að ljúka í desember en það hefur tafist og nú er áætlað að ljúka vinnunni í lok febrúar.“

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...