Íslensk mjólkurframleiðsla 101
Á dögunum var kosið til Alþingis að nýju og hefur töluverð endurnýjun þingmanna orðið. Við í hagsmunagæslu bænda fáum margar spurningar um starfsumhverfi mjólkurframleiðslunnar frá frambjóðendum, enda getur það virst ansi óárennilegt fyrir leikmann að setja sig inn í kerfið þar sem ólíkir angar þess tvinnast saman í eina heild.