Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Stöðugt lækkandi verð á mjólk
Fréttir 9. júní 2015

Stöðugt lækkandi verð á mjólk

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur skilað til landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra skýrslunni „Mjólkurframleiðsla á Íslandi - Staða og horfur”. Í skýrslunni reynt er að greina uppbyggingu mjólkurframleiðslu hér á landi og þróun hennar á síðustu árum.

Í skýrslunni kemur skýrt fram að opinberir styrkir til landbúnaðarframleiðslu hér á landi hafa lækkað sem hlutfall af landsframleiðslu á undanförnum árum. Þrátt fyrir þetta hefur náðst árangur í að ná niður verði á helstu mjólkurvörum og auka framleiðslu.

Raunverð lægra 2013 en 2003
Í skýrslunni segir að raunverð á nýmjólk, rjóma, skyri, jógúrt, smjöri og osti hafi verið lægra árið 2013 en 2003. Kemur fram að þó svo verð á mjólkurvörum fari hækkandi hafi hún ekki haldið í við þróun á vísitölu neysluverðs. Einnig að 70% matvara á þessu tímabili, 2003 til 2013, hækkaði meira en sú mjólkurafurð sem hækkaði mest. Aðeins 10% matvara hækkuðu minna í verði. Athygli vekur að þrátt fyrir þennan árangur er í skýrslunni gerðar tillögur að breytingum sem kollvarpa núverandi fyrirkomulagi mjólkurframleiðslu.

Meðalnyt aukist um 45%
Í skýrslu Hagfræðistofnunar segir: „Hagkvæmni hefur aukist mikið í rekstri íslenskra kúabúa undanfarin ár. Meðalnyt á hverja íslenska kú jókst um nálægt 45% frá 1994-2012, en áður hafði hún lítið aukist í áratugi.“ Þessi hagræðing í mjólkurframleiðslu hefur skilað sér í lægra verði til neytenda. Á móti kemur fram í skýrslunni að auka þurfi möguleika til nýliðun í greininni og auka skilvirkni greiðslna úr ríkissjóði þannig að þær skili sér betur til bænda. Þessi atriði þarf að taka til nánari skoðunar sem og ýmis önnur atriði skýrslunnar í komandi búvörusamningum.

Aukin skilvirkni skilar sér til neytenda
Bændasamtök Íslands og Landsamband kúabænda gagnrýna að skýrsluhöfundar gefi sér að eftirgjöf í tollum á landbúnaðarafurðum skili sér í lægra verði til neytenda. Nýleg dæmi þar sem hið opinbera hefur lækkað álögur á vöruflokkum sýna að það er ekki gefið að verð á þeim út úr búð lækki samsvarandi. Þvert á móti kemur fram í nýlegum verðlagskönnunum ASÍ að verð á þessum vöruflokkum hækkaði eða stóð í stað eftir að dregið var úr álagningu. Aukin skilvirkni í framleiðslu mjólkurafurða hefur aftur á móti skilað sér í lækkuðu verði til neytenda eins og skýrsla Hagfræðistofnunar rekur ágætlega.

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi
Fréttir 10. nóvember 2025

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi

Veðurstofan hefur vaktað ýmis efni í úrkomu og lofti á Stórhöfða í Vestmannaeyju...

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

Ísland verði í leiðandi hlutverki
Fréttir 10. nóvember 2025

Ísland verði í leiðandi hlutverki

Stefnumótunarvinna hefur verið sett í gang um framtíð jarðhitanýtingar á Íslandi...

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi
Fréttir 10. nóvember 2025

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi

Forsvarsmenn Ísteka ehf. hafa hug á að sækja um nýtt leyfi til blóðtöku úr fylfu...

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk
Fréttir 10. nóvember 2025

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk

Jóhann Páll Jóhannsson vill Kjalölduveitu og virkjanakosti í Héraðsvötnum, það e...

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...