Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Metár í framleiðslu og sölu á mjólk
Fréttir 23. janúar 2025

Metár í framleiðslu og sölu á mjólk

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í nýjum gögnum Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) sést að aldrei hefur meiri mjólk verið framleidd og seld á Íslandi en á síðasta ári.

Að sögn Bjarna Ragnars Brynjólfssonar hjá SAM liggja fyrir lokatölur þar sem fram kemur að innvigtun hjá aðildarfélögum SAM árið 2024 hafi verið samtals rúmlega 153,6 milljónir lítra, sem sé nýtt met.

Næstmest framleitt 2018

Greiðslumark mjólkur á árinu 2024 var 151,5 milljónir lítra. Met var einnig í sölu á innlendum mjólkurvörum frá aðildarfélögunum.

Aðildarfélög SAM eru Auðhumla og Kaupfélag Skagfirðinga (KS). Auðhumla á 80 prósent og KS 20 prósent í Mjólkursamsölunni (MS), sem er langstærsta mjólkurvinnslufyrirtækið á Íslandi og er með starfsstöðvar á fimm stöðum á landinu.

Aðrar mjólkurvinnslustöðvar sem kaupa hrámjólk af Auðhumlu eru Biobú, sem vinnur úr lífrænt vottaðri mjólk, og Arna í Bolungarvík.

Það ár sem kemst næst síðasta ári í framleiðslumagni er 2018, þegar ríflega 152,4 milljónir lítra voru lagðir inn. Þá var greiðslumark talsvert minna og því talsvert meira af umframmjólk framleitt það árið.

Söluaukning á fitu- og próteingrunni

Tvö mikilvægustu efnin í mjólk eru fita, sem er um 4,2 prósent, og prótein, um 3,4 prósent. Mjög misjafnt er hversu mikið þarf af fitu og próteini í mjólkurvörur og því gjarnan talað um að sala á mjólkurvörum sé á annaðhvort fitu- eða próteingrunni. Þá er vísað til þess hversu mikið þarf af fitu eða próteini í framleiðsluna. Framleiðsla á undanrennu er til að mynda að mestu leyti á próteingrunni en smjör er til dæmis framleitt á fitugrunni.

Á síðasta ári nam sala mjólkurvara frá aðildarfélögum SAM á innanlandsmarkaði rúmlega 150 milljónum lítra á fitugrunni en rúmlega 132,5 milljónum lítra á próteingrunni. Útflutningur mjólkurvara á fitugrunni var rúmlega þrjár milljónir lítra en rúmlega 21 milljón lítra á próteingrunni.

Mikil aukning á útflutningi á fitugrunni

Útflutningurinn á fitugrunni jókst um tæplega 185 prósent frá fyrra ári vegna aukinnar framleiðslu á mjólk umfram greiðslumark árin 2022 til 2023 og vegur útflutningur á smjöri þyngst. Útflutningurinn á próteingrunni dróst hins vegar saman um 0,2 prósent.

Fyrir utan Mjólkursamsöluna hefur Arna einnig flutt mjólkurvörur út.

Fjölmennum eigendahópum fjölgar
Fréttir 26. mars 2025

Fjölmennum eigendahópum fjölgar

Undanfarin ár hefur orðið veruleg fjölgun jarða í fjölmennri sameign. Sé miðað v...

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver
Fréttir 26. mars 2025

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver

Í byrjun mars var rekstrarfélag stofnað utan um starfsemi á lífgas- og áburðarve...

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...