Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Bændur skiluðu 151,2 milljónum lítra mjólkur 2020
Mynd / smh
Fréttir 29. janúar 2021

Bændur skiluðu 151,2 milljónum lítra mjólkur 2020

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Samkvæmt yfirliti Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) nam heildarinnvigtun síðasta árs 151,2 milljónum lítra og hefur því dregist lítillega saman frá árinu 2019, eða um 0,4%.

Í sölu á einstökum vöruflokkum nam sala á mjólk og sýrðum vörum 38.049 tonnum. Þá voru seld á árinu 3.233 tonn af rjóma, 2.740 tonn af skyri, 2.328 tonn af viðbiti (smjöri og smjörva), 5.994 tonn af ostum og 1.144 tonn af dufti.

Samdráttur varð í sölu á mjólk og sýrðum vörum á árinu 2020 og nam hann 1,8% miðað við söluna á árinu 2019. Örlítil aukning var hins vegar í sölu á rjóma, eða 0,5%. Í öðrum afurðategundum var hlutfallslega mestur samdráttur í sölu á ostum, eða sem nam 3,1%. Þá nam samdráttur í sölu á viðbiti 2,6%, samdráttur í dufti nam 2,5% og samdráttur í skyrsölunni nam 0,9%.

Eflaust má rekja samdrátt í sölu á mjólk og mjólkurafurðum til ástandsins vegna COVID-19 faraldursins og hruns í fjölda ferðamanna. Hrun í ferðamannageiranum og mikill samdráttur á ýmsum sviðum þjóðfélagsins virðist samt hafa haft furðu lítil áhrif á mjólkuriðnaðinn. Bendir Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, reyndar á þessa staðreynd í grein á vefsíðu félagsins, naut.is. Þar segir m.a.:

„Samkvæmt nýjum stuðlum var sala ársins 2020 á fitugrunni 142,8 milljónir lítra sem er samdráttur um 1,5% frá árinu áður. Það verður að teljast ansi góður árangur þegar litið er til ástandsins á markaði vegna COVID-19. Sala mjólkur á próteingrunni endaði í 122,5 milljónum lítra, sem er heldur minna en hún var árið 2019 og munar þar um 3,8%. Þetta er þriðja árið í röð sem sala á próteingrunni lækkar, en er það í samræmi við mánaðarlegar tölur undanfarið og kemur því ekki á óvart.

Fyrstu þrjá mánuði ársins 2020 auk júnímánaðar var framleiðslan meiri en í sama mánuði árið áður. Hins vegar voru allir aðrir mánuðir ársins með minni framleiðslu en árið áður. Endaði árið sem fyrr segir í 0,4% minni framleiðslu en árið 2019.

Alls nam innvigtun mjólkur í desember 11,9 milljónum lítra, sem er 4,1% minni framleiðsla en í desember í fyrra.“

Margrét bendir einnig á helstu lykiltölur í mjólkurframleiðslu og -sölu á árabilinu frá 2005 til 2020. Þar kemur m.a. fram að mikill stöðugleiki hefur verið í innvigtun mjólkur undanfarin fimm ár. Þannig var innvegin mjólk 15,2 milljónir lítra árið 2016, 151,1 milljón árið 2017, 152,4 milljónir árið 2018, 151,8 milljónir árið 2019 og 151,2 milljónir lítra árið 2020.

Sérstök athygli er einnig vakin á því að umreiknaðar tölur fyrir sölu og birgðir á fitu- og próteingrunni eru í fyrsta sinn samkvæmt nýjum ríkisstuðlum sem gilda frá 1. október 2020 og voru samþykktir á fundi Framkvæmdanefndar búvörusamninga föstudaginn 13. nóvember 2020. 

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...