Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Metframleiðsla á mjólk
Fréttir 21. janúar 2016

Metframleiðsla á mjólk

Höfundur: Vilmundur Hansen

Innvigtun á mjólk nam 146 milljónum lítra á síðasta ári sem er mesta mjólk sem vigtuð hefur verið inn frá upphafi. Framleiðslan 2015 var 12,5 milljón lítrum meiri en árið 2014.


Í frétt á heimasíðu Landssambands kúabænda segir að fyrstu sex mánuði ársins 2015 hafi aukning innvigtunar verið tiltölulega hófleg. Aukning á innvigtun einstakra vikna var 4 til 6% að jafnaði. Í viku 27 urðu síðan vatnaskil, er aukning vikuinnvigtunar varð 12% og hélst sú aukning á bilinu 12 til 14% svo að segja út árið 2015. Heildarniðurstaðan varð 9,4% aukning innvigtunar 2015 frá árinu áður.

Þegar litið er til þróunar í fjölda burða undanfarin ár sést að framan af ári fjölgaði burðum um 3 til 8% miðað við sömu mánuði árið á undan. Hlutfallslega varð mesta aukningin þegar kom fram á sumar. Skráðir burðir í júní og júlí voru 14 til 15% fleiri en árið á undan.

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.