Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Metframleiðsla á mjólk
Fréttir 21. janúar 2016

Metframleiðsla á mjólk

Höfundur: Vilmundur Hansen

Innvigtun á mjólk nam 146 milljónum lítra á síðasta ári sem er mesta mjólk sem vigtuð hefur verið inn frá upphafi. Framleiðslan 2015 var 12,5 milljón lítrum meiri en árið 2014.


Í frétt á heimasíðu Landssambands kúabænda segir að fyrstu sex mánuði ársins 2015 hafi aukning innvigtunar verið tiltölulega hófleg. Aukning á innvigtun einstakra vikna var 4 til 6% að jafnaði. Í viku 27 urðu síðan vatnaskil, er aukning vikuinnvigtunar varð 12% og hélst sú aukning á bilinu 12 til 14% svo að segja út árið 2015. Heildarniðurstaðan varð 9,4% aukning innvigtunar 2015 frá árinu áður.

Þegar litið er til þróunar í fjölda burða undanfarin ár sést að framan af ári fjölgaði burðum um 3 til 8% miðað við sömu mánuði árið á undan. Hlutfallslega varð mesta aukningin þegar kom fram á sumar. Skráðir burðir í júní og júlí voru 14 til 15% fleiri en árið á undan.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...