Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Innlegg var 1,6 prósent umfram greiðslumark
Fréttir 12. janúar 2024

Innlegg var 1,6 prósent umfram greiðslumark

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Heildarinnlegg mjólkur á árinu 2023 voru 151.419.108 lítrar sem er rúmlega 1,6 prósent umfram heildargreiðslumark ársins sem var 149.000.000 lítrar.

Magnið er þó nálægt því að vera það sama og heildargreiðslumark þessa árs, sem er 151.500.000 lítrar.

Samkvæmt upplýsingum frá Jóhannesi Hr. Símonarsyni, framkvæmdastjóra Auðhumlu, voru um 55 prósent mjólkurframleiðenda búnir að fullnýta sitt greiðslumark í desember og farnir að leggja inn mjólk sem umframmjólk.

Jóhannes segir að um 25 prósent mjólkurframleiðenda hafi lagt inn 91–100 prósent af sínu greiðslumarki á síðasta ári og um 10 prósent mjólkurframleiðenda lagt inn 81–90 prósent. Um 10 prósent mjólkurframleiðenda hafi þar með lagt inn minna en 80 prósent af því greiðslumarki sem þeir fengu úthlutað á árinu 2023.

Það greiðslumark sem bændur fengu úthlutað á árinu en lögðu ekki inn í afurðastöð fer til útjöfnunar hjá þeim mjólkurframleiðendum sem framleiddu umframmjólk. Jóhannes segir að sá útreikningur fari fram samkvæmt ákvæði reglugerðar um stuðning í nautgriparækt þar sem segir í 11. grein:

„Greiðslur vegna framleiðslu umfram greiðslumark skulu vera
með þeim hætti að greiðslur vegna ónotaðs greiðslumarks gangi hlutfallslega til annarra greiðslumarkshafa. Skal fyrst greitt fyrir fyrsta prósentustig sem greiðslumarkshafi framleiðir umfram eigið greiðslumark og síðan annað prósentustig og svo áfram eftir því sem ónotað greiðslumark gefur tilefni til.“

Útreikningar vegna lokauppgjörs við mjólkurframleiðendur vegna mjólkurframleiðslu ársins 2023 fara fram annars vegar hjá matvælaráðuneytinu vegna stuðningsgreiðslna og hins vegar hjá mjólkurafurðastöðvunum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...