Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Innlegg var 1,6 prósent umfram greiðslumark
Fréttir 12. janúar 2024

Innlegg var 1,6 prósent umfram greiðslumark

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Heildarinnlegg mjólkur á árinu 2023 voru 151.419.108 lítrar sem er rúmlega 1,6 prósent umfram heildargreiðslumark ársins sem var 149.000.000 lítrar.

Magnið er þó nálægt því að vera það sama og heildargreiðslumark þessa árs, sem er 151.500.000 lítrar.

Samkvæmt upplýsingum frá Jóhannesi Hr. Símonarsyni, framkvæmdastjóra Auðhumlu, voru um 55 prósent mjólkurframleiðenda búnir að fullnýta sitt greiðslumark í desember og farnir að leggja inn mjólk sem umframmjólk.

Jóhannes segir að um 25 prósent mjólkurframleiðenda hafi lagt inn 91–100 prósent af sínu greiðslumarki á síðasta ári og um 10 prósent mjólkurframleiðenda lagt inn 81–90 prósent. Um 10 prósent mjólkurframleiðenda hafi þar með lagt inn minna en 80 prósent af því greiðslumarki sem þeir fengu úthlutað á árinu 2023.

Það greiðslumark sem bændur fengu úthlutað á árinu en lögðu ekki inn í afurðastöð fer til útjöfnunar hjá þeim mjólkurframleiðendum sem framleiddu umframmjólk. Jóhannes segir að sá útreikningur fari fram samkvæmt ákvæði reglugerðar um stuðning í nautgriparækt þar sem segir í 11. grein:

„Greiðslur vegna framleiðslu umfram greiðslumark skulu vera
með þeim hætti að greiðslur vegna ónotaðs greiðslumarks gangi hlutfallslega til annarra greiðslumarkshafa. Skal fyrst greitt fyrir fyrsta prósentustig sem greiðslumarkshafi framleiðir umfram eigið greiðslumark og síðan annað prósentustig og svo áfram eftir því sem ónotað greiðslumark gefur tilefni til.“

Útreikningar vegna lokauppgjörs við mjólkurframleiðendur vegna mjólkurframleiðslu ársins 2023 fara fram annars vegar hjá matvælaráðuneytinu vegna stuðningsgreiðslna og hins vegar hjá mjólkurafurðastöðvunum.

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...