Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Svipuð mjólkurframleiðsla
Fréttir 28. nóvember 2024

Svipuð mjólkurframleiðsla

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Á fyrstu tíu mánuðum ársins hefur verið framleitt 85,6 prósent af heildargreiðslumarki landsins í mjólk. Hlutfallið er það sama og á sama tíma og í fyrra.

Heildargreiðslumark ársins 2024 er 151,5 milljón lítrar og hafa verið lagðar inn rétt tæplega 130 milljón lítrar. Þegar mjólkurframleiðsla áranna 2023 og 2024 eru borin saman er framleiðslan afar svipuð. Heldur meira var þó framleitt á fyrri hluta ársins 2024 en á fyrra ári en framleiðslan hefur verið undir fyrri framleiðslukúrfu síðustu þrjá mánuði samkvæmt upplýsingum frá Auðhumlu. Lægsta vikulega mjólkurinnlegg á árinu var í viku 42 þegar lögð var inn 2,65 millj. lítra en hefur aukist aftur í hverri viku síðan. Alla jafna er lægsta mjólkurinnlegg hvers árs í vikum 41–44.

Alls hafa 59 mjólkurframleiðendur á starfssvæði Auðhumlu klárað greiðslumark sitt og eru farnir að leggja inn umframmjólk. Þessir framleiðendur hafa lagt inn um 1,5 millj. lítra umfram greiðslumark sitt. Á sama tíma í fyrra höfðu 55 mjólkurframleiðendur lagt inn 1,6 millj. lítra umfram greiðslumark.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...