Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Svipuð mjólkurframleiðsla
Fréttir 28. nóvember 2024

Svipuð mjólkurframleiðsla

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Á fyrstu tíu mánuðum ársins hefur verið framleitt 85,6 prósent af heildargreiðslumarki landsins í mjólk. Hlutfallið er það sama og á sama tíma og í fyrra.

Heildargreiðslumark ársins 2024 er 151,5 milljón lítrar og hafa verið lagðar inn rétt tæplega 130 milljón lítrar. Þegar mjólkurframleiðsla áranna 2023 og 2024 eru borin saman er framleiðslan afar svipuð. Heldur meira var þó framleitt á fyrri hluta ársins 2024 en á fyrra ári en framleiðslan hefur verið undir fyrri framleiðslukúrfu síðustu þrjá mánuði samkvæmt upplýsingum frá Auðhumlu. Lægsta vikulega mjólkurinnlegg á árinu var í viku 42 þegar lögð var inn 2,65 millj. lítra en hefur aukist aftur í hverri viku síðan. Alla jafna er lægsta mjólkurinnlegg hvers árs í vikum 41–44.

Alls hafa 59 mjólkurframleiðendur á starfssvæði Auðhumlu klárað greiðslumark sitt og eru farnir að leggja inn umframmjólk. Þessir framleiðendur hafa lagt inn um 1,5 millj. lítra umfram greiðslumark sitt. Á sama tíma í fyrra höfðu 55 mjólkurframleiðendur lagt inn 1,6 millj. lítra umfram greiðslumark.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...