Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Úthlutun nýliðunarstyrkja í mjólkurframleiðslu
Fréttir 29. desember 2016

Úthlutun nýliðunarstyrkja í mjólkurframleiðslu

Höfundur: smh

Búnaðarstofa Matvælastofnunar hefur úthlutað nýliðunarstyrkjum til tólf aðila í mjólkurframleiðslu fyrir árið 2016, en 27 og hálf milljón var til úthlutunar. 

Samkvæmt tilkynningu Matvælastofnunar bárust 16 umsóknir, ein umsókn var dregin til baka og þrjár uppfylltu ekki tilskilin skilyrði.

Úthlutað er eftir reiknireglum um úthlutun framlaga samkvæmt samningi um starfsskilyrði mjólkurframleiðslu frá 2004 og verður 90 prósent samþykkts framlags greitt fyrir áramót og lokagreiðsla greidd í janúar 2017 þegar fjöldi árskúa ársins 2016 liggur fyrir.

Með nýjum búvörusamningum breytast nýliðunarstyrkir í landbúnaði og verða almennir fyrir allar búgreinar, en ekki sérstakir nýliðunarstyrkir í mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt eins og var í fyrri búvörusamningi. Reglugerð um almennan stuðning í landbúnaði, sem verður gefin út fyrir áramót, tilgreinir með hvaða hætti verður staðið að úthlutun samkvæmt nýjum reglum.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...