Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Munur er á nætur- og dagmjólk
Fréttir 25. janúar 2016

Munur er á nætur- og dagmjólk

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rannsóknir benda til að munur sé á mjólkinni sem kýr mjólka á nóttinni og á daginn. Tilraunir á músum gefa til kynna á næturmjólkin geti haft róandi áhrif.

Efnagreining á mjólk kúa sem mjólkaðar eru að nóttu sýna hærra innihald efna eins og trytopan og melatóníns sem bæði eru sögð róandi og svæfandi.

Næturmjólk virkar róandi á mýs

Vísindamenn við Sahmyook-háskóla í Suður-Kóreu birtu nýlega niðurstöður rannsókna þar sem músum var gefið vatn með mjólkurduft sem annars vegar var unnið úr mjólk kúa sem mjólkaðar voru í dagsbirtu og hins vegar á næturnar.

Mælingar sýndu að nætur­mjólkurduftið innihélt 24% meira af thytopan og 10 sinnum meira af melatónín en dagmjólkurduft. Mýsnar sem fengu næturmjólkina sýndu ýmis einkenni þess að vera afslappaðri og jafnvel hegðun sem þekkist hjá músum sem gefið hefur verið róandi lyf eins og diazepan sem margir lesendur blaðsins þekkja örugglega.

Rannsóknirnar eru ekki alveg nýjar af nálinni því árið 2010 gerði þýska fyrirtækið Milchkristalle GmbH tilraunir með mjólk úr kúm sem voru mjólkaðar milli klukkan tvö og fjögur eftir miðnætti og fékk í framhaldinu einkaleyfi á framleiðslunni í Þýskalandi. Í þýsku rannsóknarniðurstöðunum segir að til þess að mælanlegur munur sé á efnainnhaldi dag- og næturmjólkur þurfi kýrnar að lifa við greinilegan mun á degi og nóttu.

Volg mjólk sögð róandi

Þrátt fyrir að formlegar tilraunir á næturmjólk hafi ekki enn verið gerðar á mönnum hafa margir örugglega heyrt sögur eða þekkja á sjálfum sér að volg mjólk fyrir svefninn er róandi.
Framleiðsla á róandi næturmjólk og er eftirvill eitthvað sem íslenskir mjólkurframleiðendur ættu að skoða og virkja þannig skammdegið greininni til hagsbóta.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...