Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Munur er á nætur- og dagmjólk
Fréttir 25. janúar 2016

Munur er á nætur- og dagmjólk

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rannsóknir benda til að munur sé á mjólkinni sem kýr mjólka á nóttinni og á daginn. Tilraunir á músum gefa til kynna á næturmjólkin geti haft róandi áhrif.

Efnagreining á mjólk kúa sem mjólkaðar eru að nóttu sýna hærra innihald efna eins og trytopan og melatóníns sem bæði eru sögð róandi og svæfandi.

Næturmjólk virkar róandi á mýs

Vísindamenn við Sahmyook-háskóla í Suður-Kóreu birtu nýlega niðurstöður rannsókna þar sem músum var gefið vatn með mjólkurduft sem annars vegar var unnið úr mjólk kúa sem mjólkaðar voru í dagsbirtu og hins vegar á næturnar.

Mælingar sýndu að nætur­mjólkurduftið innihélt 24% meira af thytopan og 10 sinnum meira af melatónín en dagmjólkurduft. Mýsnar sem fengu næturmjólkina sýndu ýmis einkenni þess að vera afslappaðri og jafnvel hegðun sem þekkist hjá músum sem gefið hefur verið róandi lyf eins og diazepan sem margir lesendur blaðsins þekkja örugglega.

Rannsóknirnar eru ekki alveg nýjar af nálinni því árið 2010 gerði þýska fyrirtækið Milchkristalle GmbH tilraunir með mjólk úr kúm sem voru mjólkaðar milli klukkan tvö og fjögur eftir miðnætti og fékk í framhaldinu einkaleyfi á framleiðslunni í Þýskalandi. Í þýsku rannsóknarniðurstöðunum segir að til þess að mælanlegur munur sé á efnainnhaldi dag- og næturmjólkur þurfi kýrnar að lifa við greinilegan mun á degi og nóttu.

Volg mjólk sögð róandi

Þrátt fyrir að formlegar tilraunir á næturmjólk hafi ekki enn verið gerðar á mönnum hafa margir örugglega heyrt sögur eða þekkja á sjálfum sér að volg mjólk fyrir svefninn er róandi.
Framleiðsla á róandi næturmjólk og er eftirvill eitthvað sem íslenskir mjólkurframleiðendur ættu að skoða og virkja þannig skammdegið greininni til hagsbóta.

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna
Fréttir 25. janúar 2022

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna

Fjögur félagasamtök verða styrkt til verkefna sem lúta að hreinsun strandlengju ...

Riða greindist í skimunarsýni
Fréttir 25. janúar 2022

Riða greindist í skimunarsýni

Matvælastofnun barst fyrir skömmu tilkynning frá Tilraunastöð HÍ að Keldum um að...

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022
Fréttir 24. janúar 2022

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022

John Deere 7R 350 AutoPowr er dráttarvél ársins 2022 í opnum flokki að mati evró...

KFC fékk mest úthlutað
Fréttir 24. janúar 2022

KFC fékk mest úthlutað

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur birt niðurstöðu úthlutunar á tollkvó...

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna
Fréttir 24. janúar 2022

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna

Kostnaður við að setja upp nýjar neyðarstöðvar í Vaðlaheiða­r­göng­um nemur 10 t...

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...