Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Haraldur Magnússon í Belgsholti.
Haraldur Magnússon í Belgsholti.
Mynd / smh
Lesendarýni 31. janúar 2019

Ómaklega vegið að stjórnarformönnum

Höfundur: Haraldur Magnússon

Fyrrverandi stjórnarformaður, stjórnarmaður og framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, sem ég kalla þríhöfða hér eftir, vó ósmekklega að núverandi stjórnarformönnum MS og Auðhumlu, í  aðsendum pistli í síðasta Bændablaði og væna þá um framkvæmdaleysi eftir að þeir tóku við síðasta sumar. 

Staðreyndin er sú að fráfarandi stjórnarformaður ásamt meirihluta stjórnar var nánast búinn að keyra fyrirtækin í þrot með sinni einstrengingslegu afstöðu um greiðslu á umfram mjólk, sem hefur kostað MS og Auðhumlu um 1250 milljónir frá 2013. Halli á fyrstu 6 mánuðum síðasta árs var um 700 milljónir og fjárhagsstaðan í samræmi við það þannig að það var enginn möguleiki á að fara í nýbyggingu á þeirri duftverksmiðju sem þríhöfði vænir þau um að hafa ekki farið af stað með.

Viðsnúningur

Nýir stjórnarformenn héldu fundi síðastliðið haust til að kynna framleiðendum þessa erfiðu stöðu og rekstraráætlun út árið 2018 með aðhaldsaðgerðum og greiðslu fyrir umfram mjólk, það sem hún skilar á erlendum markaði. Sú niðurstaða sýndi viðsnúning, með verðbreytingu 1. september, þannig að niðurstaðan yrði 100 milljónir í plús. Það var vel gert og nauðsynlegt. Þar kom fram að staða MS gagnvart sínum viðskiptabanka var mjög erfið sem sést best á því að það fékkst ekki lán fyrir samkeppnissektinni nema KS mundi ábyrgjast það til jafns við Auðhumlu, það dugði ekki að það væri eftir eignarhlutum. Með stofnun Ísey er erlend starfsemi ekki að greiða niður innlenda starfsemi. 

Halli milli prótein- og fitusölu

Þríhöfði talar líka mikið um efnahallann á milli próteinsölu og fitusölu, sem er orðinn mikill, en í töflu sem ég læt fylgja með sýnir að hann hefur löngum verið til staðar og þá líka á hinn veginn. Þeir unnu að því við síðasta búvörusamning að leggja af framleiðslustýringu í lok samningstímans og að gefa framleiðsluna frjálsa og þá verður verðmyndunin trúlega að verða frjáls, og óheimilt að vera með verðtilfærslu á milli vörutegunda, sem myndi trúlega skaða fyrirtækin og okkur bændur. Það tókst að koma inn í samninginn að bændur fengju að kjósa um hvort framleiðslustýring yrði lögð af eða ekki. 

Með óheftri framleiðslu myndi framleiðslan trúlega vaxa það mikið að fyrirtækið réði ekki við að taka á móti allri þeirri mjólk, án verulegra fjárfestinga í vinnslubúnaði. Það fjármagn er ekki til og svo þyrfti að flytja út vörur á mjög lágu verði sem kæmi niður á verði til bænda. Það er talað um að kolefnisjafna landbúnaðinn, það er ekki liður í því, stóraukinn innflutningur á kjarnfóðri með því kolefnisspori, til að auka framleiðsluna og flytja svo vöruna út aftur sem trúlega borgar ekki kjarnfóðrið sem fer í þessa aukningu ásamt því kolefnisspori aftur. Það hefur verið talað um að smjörverðið standi ekki undir því afurðaverði sem fer í það, en það verður að tala um framlegðina af fituhlutanum öllum og þá held ég að það sé vel ásættanlegt. 

Óheft framleiðsla ekki til bóta

Ég skora á bændur að láta undanfarin ár kenna okkur að óheft framleiðsla getur aldrei verið til hagsbóta fyrir greinina í heild. Kjósum því framleiðslustýringu áfram og komum á eðlegri aðferð til að færa kvóta á milli manna. Ég set hér samantekt úr ársreikningum Auðhumlusamstæðunnar þar sem kemur fram að ætluð samanlögð rekstrarniðurstaða frá 2017 til 2018 er neikvæð um tæpar 104 milljónir ef söluhagnaður af osta og smjörsöluhúsinu er dregin frá, því um eignasölu er að ræða  og um einskiptis tekjur, en ef hallinn á umfram mjólkinni er dreginn frá hefði rekstrarniðurstaðan orðið 1146 milljónir í tekjafgang. Þá hefði verið hægt að byrja á duftverksmiðjunni. Set hér líka töflu sem ég tók af heimasíðu SAM um framleiðslu, sölu á próteini, fitu og mismun á fitu og próteinsölu ásamt mismun á framleiðslu og þeim efnaþætti sem meira selst af  frá 2005 til 2018. Þar kemur fram að árið 2013 voru framleidd 2,1 milljón lítra umfram fitusölu það ár, þannig að smjörskortur var bara birgðastýringarmistök.

 

Haraldur Magnússon,

bóndi, Belgsholti og fulltrúi í gömlu MS og síðar Auðhumlu.

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...

Kosningar
Lesendarýni 29. nóvember 2024

Kosningar

Kæru kjósendur. Það er ekkert mikilvægara en að nýta atkvæðisréttinn sem svo mik...

Tryggjum nýliðun og skattalega hvata
Lesendarýni 29. nóvember 2024

Tryggjum nýliðun og skattalega hvata

Það eru vissulega forréttindi að búa í sveit, ala upp börnin sín í faðmi náttúru...

Verum til vinstri – verndum náttúruna
Lesendarýni 28. nóvember 2024

Verum til vinstri – verndum náttúruna

Á meðan Vinstri hreyfingin – grænt framboð hefur staðið vörð um náttúruna og gæt...

Þú treystir ekki hverjum sem er fyrir búinu þínu
Lesendarýni 28. nóvember 2024

Þú treystir ekki hverjum sem er fyrir búinu þínu

Að vera bóndi getur verið félagslega einangrandi, sérstaklega ef aldrei er svigr...

Eignarhald bænda á jörðum tryggir hag þeirra best
Lesendarýni 27. nóvember 2024

Eignarhald bænda á jörðum tryggir hag þeirra best

Umræða um jarðir, jarðaviðskipti og kynslóðaskipti í landbúnaði er og á að vera ...

Landbúnaður í velsældarhagkerfi
Lesendarýni 27. nóvember 2024

Landbúnaður í velsældarhagkerfi

Landbúnaður í heiminum öllum stendur frammi fyrir umbyltingu vegna framfara í ræ...