Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Efnainnihald mjólkur
Mynd / BBL
Lesendarýni 4. september 2018

Efnainnihald mjólkur

Höfundur: Einar Ásgeirsson fóðurfræðingur Fóðurblöndunni
Mjólkurframleiðsla hefur verið í sögulegu hámarki í ár. Spretta var mikil snemmsumars  í fyrra og heygæði voru mjög góð. Nú er svo komið að margir kúabændur eru komnir langt á veg með kvótann/greiðslumark. Því er enn mikilvægara að framleiða verðefnaríka mjólk frekar en mikið magn það sem eftir lifir af kvótaárinu.
 
Til að ná þeim markmiðum er mikilvægt að búa yfir hágæða gróffóðri í kýrnar ásamt því að notast við kjarnfóður sem passar vel með heyjum og er hannað til að auka verðefnainnihald mjólkur. Greitt er fyrir mjólkurfitu og mjólkurprótein til helminga og fitan því enn verðmætari en áður var. Sala á fitu hefur aukist á árinu á meðan sala á umreiknaðri mjólk á próteingrunni hefur dregist ögn saman.
 
Hægt er að bæta verðefnainnihald með kynbótum til framtíðar. Besta lausnin til skamms tíma er hins vegar bætt fóðrun gripanna. Auðveldast er að hafa áhrif á fituinnihald mjólkur með fóðrun. Kýr sem lenda í orkuskorti bæta sér upp tapið með niðurbroti á líkamsfitu, sem er mjög algengt snemma á mjaltaskeiðinu. Það er þó aðeins lausn til skamms tíma. Mjólkurfitan lækkar umtalsvert hjá mörgum kúm á fjórða til sjötta mánuði mjaltaskeiðs. Því þarf að huga vel að fóðrun gripanna allt frá geldstöðu til loka mjaltaskeiðs.
 
Kjarnfóðurblöndur sem auka verðefni í mjólk
 
Fóðurblandan býður upp á fituaukandi kjarnfóðurblöndur sem hafa verið mjög farsælar undanfarin ár. Þetta eru Feitur Róbot, Feitur KK og Feitur Extra, sem er ný fóðurtegund. Blöndurnar innihalda ríkulegt magn hágæða þurrfitu unna úr pálmaolíu, með háu hlutfalli mettaðra fitusýra. Þessar fitusýrur gerjast ekki í vömbinni og nýtast því beint til mjólkurfitumyndunar og heftir ekki örverjugerjun á tréni í vömbinni. Blöndurnar eru því mjög orkuríkar og hafa jákvæð áhrif á nyt og enn fremur verðefni. Hlutfall þessarar þurrfitu er hærra en þekkist hjá öðrum kjarnfóðurframleiðendum. Þurrfitan sem við notum í fóðrið okkar er unnin á sérstakan hátt og er vottuð af RSPO, samtökum um sjálfbæra framleiðslu pálmaolíu.
 
Bændur sem notast við Feitan Róbot sjá oft fituhlutfall vel yfir grundavallarmjólk líkt og ánægðir viðskiptavinir bera vitni um.
 
Sigríður Jónsdóttir, bóndi á Fossi í Hrunamannahreppi: 
„Við höfum verið mjög ánægð við verðefnin hjá okkur undanfarið. Við höfum notað Feitan róbot frá Fóðurblöndunni nú í tæp 4 ár með góðum árangri. Fitan hefur verið 4,6% að meðaltali í vetur. Fitan hefur farið hæst í 4,9%. Meðalnyt hefur verið um 7.400-7.700 kg af mjólk á árskú. Við fáum því gott verð fyrir okkar mjólk.“
 
Myndun mjólkurfitu
 
Mjólkurfitumyndun er mjög breytileg og stafar af samspili milli nýmyndunar og niðurbrots fitu í líkamanum. Mjólkurfita er ekki framleidd úr fitu sem fæst úr gróffóðri. Mjólkurfita er framleidd að stærstum hluta úr ediksýru og smjörsýru, sem verða til við örverugerjun á tréni í vömbinni. Hluti mjólkurfitu myndast úr forðafitu kýrinnar. Einnig er hægt að bæta við fituefnum í kjarnfóðrið eða heilfóðurblöndur.
 
Einnig hafa ýmis efni neikvæð áhrif á mjólkurfitu. Mikið framboð af própíonsýru, glúkósa og amínósýrum hvetur til myndun forðafitu og því minnkar því framboð á hráefnum til mjólkurfitumyndunar Fljótandi fita, sem inniheldur fjölómettaðar fitusýrur hefur neikvæð áhrif á trénisgerjun í vömbinni og því neikvæð áhrif á mjólkurfitu. Mjólkurfitan lækkar oft á beitartímabilinu þar sem nýgræðingur inniheldur hátt hlutfall fjölómettaðra fitusýra og þarf að huga vel að fóðurbætinum þegar að kýrnar eru á beit til að auka verðefnin.
 
Framvinda sumarsins
 
Fóðurblandan er í miklum samskiptum við bændur hvernig gengur og leitar stöðugt að nýjum tækifærum og sóknarfærum fyrir komandi framleiðsluvetur. Heyskapur sumarsins gefur tilefni til að endurmeta stöðuna.
 
Vegna óvenju mikillar vætutíðar hefur heyskapur verið seint á ferðinni og heyfengur næsta vetrar líklega undir meðallagi. Því er fóðurfræðingur fóðurblöndunnar í samvinnu við bændur og erlenda sérfræðinga að vinna að mögulegum lausnum svo að heilsufar gripa, framleiðsla og afkoma íslenskra kúabænda sé sem best á komandi vetri.
 
Til gamans má nefna að síðasta haust var slegið heimsmet, þar sem Holstein kýr mjólkaði 35.457 kg af mjólk með 4,1% fitu og 3,1% próteini. Kýrin gaf því af sér 1,4 tonn af fitu og 1,1 tonn af próteini á mjaltaskeiðinu. Þessi kýr er einmitt fóðruð á sömu hágæða þurrfitu og Fóðurblandan notar í sitt kjarnfóður. 
 
Einar Ásgeirsson, 
fóðurfræðingur
Fóðurblöndunni.
Nauðsyn þín er tekjulind okkar
Lesendarýni 26. janúar 2026

Nauðsyn þín er tekjulind okkar

Einhvers konar skattheimta er óhjákvæmilegur hluti samfélags. Skattar eru ekki v...

Fornleifar og skógrækt
Lesendarýni 26. janúar 2026

Fornleifar og skógrækt

Fornleifar kunna að þykja áhugaverðar, enda oft gaman að horfa til baka um farin...

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?
Lesendarýni 26. janúar 2026

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?

Við Íslendingar framleiðum margvíslegan úrgang, allt frá heimilis- og iðnaðarúrg...

Tími íslenskrar náttúru er núna
Lesendarýni 16. janúar 2026

Tími íslenskrar náttúru er núna

Atvinnustefna Íslands, vaxtarplan ríkisstjórnarinnar til ársins 2035 liggur fyri...

Íslenskari en ...
Lesendarýni 6. janúar 2026

Íslenskari en ...

Algeng er sú rökvilla að nútíminn mínus öld eða tvær sé einhvers konar hápunktur...

Við áramót
Lesendarýni 30. desember 2025

Við áramót

Árið 2025 var prýðisgott ár til lands og sjávar. Þess naut sannarlega við í blóð...

Vetrarbeit og válynd veður
Lesendarýni 22. desember 2025

Vetrarbeit og válynd veður

Er nokkuð jólalegra en maður, sauður og hundur á ferð í myrkri og kafaldsbyl á ö...

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar
Lesendarýni 22. desember 2025

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar

Þetta fyrsta ár mitt í embætti atvinnuvegaráðherra hefur verið allt í senn fjölb...