Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fyrirkomulag kvótamarkaðar fest í sessi
Mynd / TB
Á faglegum nótum 1. september 2020

Fyrirkomulag kvótamarkaðar fest í sessi

Höfundur: Arnar Árnason og Herdís Magna Gunnarsdóttir,
Í lok júlímánaðar staðfesti sjávarútvegs- og landbúnaðar­ráð­herra þá tillögu framkvæmdanefndar búvörusamninga að hámarks­verð á kvótamarkaði skyldi verða sem nemur þreföldu afurðastöðvaverði og að sú ákvörðun gildi út árið 2023. Gildir það fyrst á næsta kvótamarkaði sem verður 1. september næstkomandi og bændur eiga nú að vera búnir að skila inn tilboðum fyrir.
 
Lengi er von á einum
 
Forsvarsmenn bænda hafa róið að því, allt frá því að endurskoðun samnings um starfsskilyrði í nautgriparækt hófst árið 2019, að ná því í gegn að hámark skyldi sett á verð á greiðslumarki. Það náðist ekki í gegn í samningalotunni en sett var inn ákvæði um að ráðherra væri heimilt að setja hámarksverð á kvótamarkað „ef verðþróun á markaði verður óeðlileg að teknu tilliti til framboðs, eftirspurnar og aðstæðna að öðru leyti“. Mikill styr stóð um niðurstöðuna og fór af stað undirskriftarsöfnun sem 340 kúabændur skrifuðu undir þar sem skorað var á samninganefndir að setjast aftur að samningaborðinu. Úr varð að við bættist bókun þar sem framkvæmdanefnd búvörusamninga var gert að taka afstöðu til þess hvort setja skuli hámarksverð á greiðslumark á fyrsta markaðinn með hliðsjón af markaðsaðstæðum. Þá var einnig tekið fram að hámarksverð gæti aldrei orðið hærra en þrefalt lágmarksverð mjólkur til framleiðenda eins og það er á hverjum tíma.
 
Krafa bænda var sú að hámarksverð á kvótamarkaði væri sem nemur tvöföldu afurðastöðvaverði, í samræmi við ályktun af aðalfundi Landssambands kúabænda 2019.  Árið áður hafði aðalfundur LK einnig ályktað um að hámarksverð ætti að vera á viðskiptum með greiðslumark og er vilji greinarinnar því nokkuð skýr. Féllst ráðherra á tvöfalt afurðastöðvaverð á fyrsta markaði en sú ákvörðun gilti hinsvegar einungis fyrir þann markað. Bentum við ítrekað á mikilvægi þess að ákvörðun um hámarksverð gilti til lengri tíma en til eins markaðar í senn, enda myndi slíkt fyrirkomulag skapa mikla óvissu og gæti haft mikil áhrif á framboð og eftirspurn greiðslumarks á viðkomandi markaði. Svo fór sem fór og varð eftirspurn eftir greiðslumarki sautjánföld á við framboðið. Ljóst er að margir biðu með að selja greiðslumark til að sjá hvað yrði og raungerðist því sú staða sem við vöruðum við. Stöðugleikinn og vissan er því augljóslega lykilatriði.
 
Í kjölfar fyrsta markaðarins fóru fljótlega af stað umræður um framhaldið og lögðu forsvarsmenn bænda áherslu á að haldið yrði í það fyrirkomulag sem haft var þá. Ekki náðist samkomulag um það en niðurstaðan varð þó sú að það yrði hámarksverð en það næmi þreföldu afurðastöðvaverði og myndi þá gilda til lengri tíma, enda var lögð þung áhersla á mikilvægi þess til að eyða óvissu í greininni. 
 
 
Markaður besta fyrirkomulagið 
 
Hafa ber í huga að hámarksverð á kvótamarkaði er ekki fast verð. Reglan á markaðnum er áfram sú að sölutilboð sem eru hærri en jafnvægisverð og kauptilboð sem eru lægri falla út. 
 
Markaðurinn virkar því sem áður sem jafnvægisverðsmarkaður en með hámarksverði er komið í veg fyrir óeðlilega háa verðmyndun. Hátt verð á greiðslumarki hefur verið hvað helsta gagnrýnin á kvótakerfið en með jafnvægisverðsmarkaði með hámarksverði er búið að girða fyrir að sú staða komi upp að nýju. Mjólkurframleiðendur munu eftir sem áður gera tilboð um kaup og sölu eftir því sem þeir telja best fyrir sitt bú. 
 
Með viðskiptum í gegnum miðlægan markað gefst viðskiptaaðilum færi á að koma saman og tryggði upptaka þess fyrirkomulags bæði betra upplýsingaflæði og gegnsæi í verði, en fram að því hafði verðlag á kvóta verið talið of hátt og sveiflugjarnt. Verð á greiðslumarki frá því uppboðsmarkaður var tekinn upp árið 2010 og út árið 2013 var milli 360-370 krónur á lítra á núvirði, sem teldist ansi hátt í dag en var þó nokkuð lægra en tíðkaðist fyrir tíma tilboðsmarkaðarins. Eftirspurn eftir greiðslumarki dróst svo saman 2013-2014 og verðið lækkaði, en þá var meira selt af mjólk á innlendum markaði en nam greiðslumarki sem og að sama verð fékkst fyrir umframmjólk og mjólk sem framleidd var innan greiðslumarks. Fullt gjald fékkst fyrir umframmjólk þar til um mitt ár 2016 en síðan þá hefur verð fyrir hana rýrnað mjög, nú síðast með lækkun úr 29 krónum á lítrann í 20 krónur sem tók gildi 1. ágúst. 
 
Stöðugleiki tekur við af óróleika
 
Þegar ákvörðun um fyrirkomulag viðskipta með greiðslumark er tekin þarf að líta til margra þátta. Við hófum þá vinnu snemma og til að mynda vann Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri greinargerð sem birt var í lok árs 2018. Þegar litið er til verðþróunar á greiðslumarki frá upphafi markaðsfyrirkomulagsins, lækkunar á verði fyrir umframmjólk og þess þrýstings sem kominn er á viðskiptin töldum við því ásættanlegt að hámarksverð yrði sett sem þrefalt afurðastöðvaverð hvers tíma, enda um hámarksverð að ræða en ekki fast verð. Við stöndum keik á bakvið þá ákvörðun að viðskiptum sé best háttað í gegnum miðlægan markað með hámarksverði, líkt og aðalfundir LK síðastliðna tveggja ára hafa ályktað um. 
 
Með nýju fyrirkomulagi, og þá helst þeirri staðreynd að það mun gilda til lengri tíma, ætti bæði að komast skrið á viðskipti með greiðslumark og síðar jafnvægi á framboð og eftirspurn. 
 
Arnar Árnason, 
formaður Landssambands kúabænda
 
Herdís Magna Gunnarsdóttir,
varaformaður Landssambands kúabænda
„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...