Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Mikil fækkun mjólkurbúa á heimsvísu
Fréttir 14. nóvember 2016

Mikil fækkun mjólkurbúa á heimsvísu

Höfundur: ehg - Bondebladet
Ný skýrsla frá Mjólkurrannsóknar­tengslanetinu, IFCN, sýnir að fækkun mjólkurbúa í heiminum muni verða umtalsverð til ársins 2025, en í Afríku mun slíkum búum fjölga. 
 
Tengslanetið samanstendur af vísindamönnum innan mjólkurfræða í yfir 90 löndum sem sjá fyrir sér meiri mjólk, fleiri dýr og aukin viðskipti með mjólkurvörur yfir landamæri. 
 
Samkvæmt sérfræðingunum í tengslanetinu mun fjöldi mjólkurbúa í heiminum minnka um 17,5 milljónir fram til ársins 2025 og verða þá 103 milljónir mjólkurbúa í heiminum eftir. Samt sem áður mun þessi þróun ekki ná til alls heimsins því áætlað er að 11 prósenta aukning verði á mjólkurbúum í Afríku á þessu tímabili. Þar að auki verða aukin viðskipti með mjólkurvörur en næstu níu árin munu viðskiptin aukast um 51 prósent og mjólkurframleiðsla mun færast til samkeppnishæfari svæða að mati sérfræðinga IFCN.
 
Þannig sjá sérfræðingarnir fyrir sér að Kína, Afríka og Pakistan muni auka innflutning á mjólkurvörum á meðan lönd innan Evrópusambandsins, Nýja-Sjáland, Hvíta-Rússland og Argentína muni auka útflutning slíkra vara. 
 
Sérfræðingarnir hafa reiknað það út að mjólkurþörf á heimsvísu muni aukast um 25 prósent fram til ársins 2025 en það þýðir að aukningin ein og sér er 8,5 sinnum stærri en öll mjólkurframleiðsla er í dag á Nýja-Sjálandi. Þetta verði afleiðingar af auknum fólksfjölda í heiminum og að mjólkurneysla á hvern íbúa muni aukast í framtíðinni. Þannig verður einum milljarði fleira af fólki árið 2025 sem verða mjólkurneytendur að einhverju marki. Meiri neysla þýðir þó ekki fleiri bú heldur þvert á móti færri mjólkurbú sem hvert og eitt eykur framleiðslu hjá sér. Mjólkurframleiðsla á hverju búi muni aukast um að meðaltali 47 prósent og mjólkurkúm muni fjölga úr 370 milljónum gripa í 405 milljónir. Helmingur af framleiðsluaukningunni er reiknaður með að verði í Suður-Asíu en einnig verður aukning í Evrópu. 
Afkomutjón blasir við
Fréttir 10. október 2024

Afkomutjón blasir við

Forsendur ylræktar bresta augljóslega ef ekki er tryggt aðgengi að grunnþáttum f...

Lömbin léttari en í fyrra
Fréttir 10. október 2024

Lömbin léttari en í fyrra

Sigurður Bjarni Rafnsson, sláturhússtjóri Kaupfélags Skagfirðinga (KS), segir sl...

Uppskerubrestur á kartöflum
Fréttir 10. október 2024

Uppskerubrestur á kartöflum

Kartöflubændur við Eyjafjörð hafa lent í skakkaföllum út af hreti í byrjun sumar...

Kæra hótanir
Fréttir 8. október 2024

Kæra hótanir

Tveir einstaklingar hafa verið kærðir til lögreglu fyrir hótanir í garð eftirlit...

Mikill áhugi á íbúðum
Fréttir 7. október 2024

Mikill áhugi á íbúðum

Þrettán umsóknir um sex íbúðir á Kirkjubæjarklaustri bárust íbúðarfélagi Brákar.

Þrjár efstu frá sama bæ
Fréttir 7. október 2024

Þrjár efstu frá sama bæ

Fjórtán hryssur hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi í ár. Þrjár efstu hryssurna...

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...