Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Mikil fækkun mjólkurbúa á heimsvísu
Fréttir 14. nóvember 2016

Mikil fækkun mjólkurbúa á heimsvísu

Höfundur: ehg - Bondebladet
Ný skýrsla frá Mjólkurrannsóknar­tengslanetinu, IFCN, sýnir að fækkun mjólkurbúa í heiminum muni verða umtalsverð til ársins 2025, en í Afríku mun slíkum búum fjölga. 
 
Tengslanetið samanstendur af vísindamönnum innan mjólkurfræða í yfir 90 löndum sem sjá fyrir sér meiri mjólk, fleiri dýr og aukin viðskipti með mjólkurvörur yfir landamæri. 
 
Samkvæmt sérfræðingunum í tengslanetinu mun fjöldi mjólkurbúa í heiminum minnka um 17,5 milljónir fram til ársins 2025 og verða þá 103 milljónir mjólkurbúa í heiminum eftir. Samt sem áður mun þessi þróun ekki ná til alls heimsins því áætlað er að 11 prósenta aukning verði á mjólkurbúum í Afríku á þessu tímabili. Þar að auki verða aukin viðskipti með mjólkurvörur en næstu níu árin munu viðskiptin aukast um 51 prósent og mjólkurframleiðsla mun færast til samkeppnishæfari svæða að mati sérfræðinga IFCN.
 
Þannig sjá sérfræðingarnir fyrir sér að Kína, Afríka og Pakistan muni auka innflutning á mjólkurvörum á meðan lönd innan Evrópusambandsins, Nýja-Sjáland, Hvíta-Rússland og Argentína muni auka útflutning slíkra vara. 
 
Sérfræðingarnir hafa reiknað það út að mjólkurþörf á heimsvísu muni aukast um 25 prósent fram til ársins 2025 en það þýðir að aukningin ein og sér er 8,5 sinnum stærri en öll mjólkurframleiðsla er í dag á Nýja-Sjálandi. Þetta verði afleiðingar af auknum fólksfjölda í heiminum og að mjólkurneysla á hvern íbúa muni aukast í framtíðinni. Þannig verður einum milljarði fleira af fólki árið 2025 sem verða mjólkurneytendur að einhverju marki. Meiri neysla þýðir þó ekki fleiri bú heldur þvert á móti færri mjólkurbú sem hvert og eitt eykur framleiðslu hjá sér. Mjólkurframleiðsla á hverju búi muni aukast um að meðaltali 47 prósent og mjólkurkúm muni fjölga úr 370 milljónum gripa í 405 milljónir. Helmingur af framleiðsluaukningunni er reiknaður með að verði í Suður-Asíu en einnig verður aukning í Evrópu. 
Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...