Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Mikil fækkun mjólkurbúa á heimsvísu
Fréttir 14. nóvember 2016

Mikil fækkun mjólkurbúa á heimsvísu

Höfundur: ehg - Bondebladet
Ný skýrsla frá Mjólkurrannsóknar­tengslanetinu, IFCN, sýnir að fækkun mjólkurbúa í heiminum muni verða umtalsverð til ársins 2025, en í Afríku mun slíkum búum fjölga. 
 
Tengslanetið samanstendur af vísindamönnum innan mjólkurfræða í yfir 90 löndum sem sjá fyrir sér meiri mjólk, fleiri dýr og aukin viðskipti með mjólkurvörur yfir landamæri. 
 
Samkvæmt sérfræðingunum í tengslanetinu mun fjöldi mjólkurbúa í heiminum minnka um 17,5 milljónir fram til ársins 2025 og verða þá 103 milljónir mjólkurbúa í heiminum eftir. Samt sem áður mun þessi þróun ekki ná til alls heimsins því áætlað er að 11 prósenta aukning verði á mjólkurbúum í Afríku á þessu tímabili. Þar að auki verða aukin viðskipti með mjólkurvörur en næstu níu árin munu viðskiptin aukast um 51 prósent og mjólkurframleiðsla mun færast til samkeppnishæfari svæða að mati sérfræðinga IFCN.
 
Þannig sjá sérfræðingarnir fyrir sér að Kína, Afríka og Pakistan muni auka innflutning á mjólkurvörum á meðan lönd innan Evrópusambandsins, Nýja-Sjáland, Hvíta-Rússland og Argentína muni auka útflutning slíkra vara. 
 
Sérfræðingarnir hafa reiknað það út að mjólkurþörf á heimsvísu muni aukast um 25 prósent fram til ársins 2025 en það þýðir að aukningin ein og sér er 8,5 sinnum stærri en öll mjólkurframleiðsla er í dag á Nýja-Sjálandi. Þetta verði afleiðingar af auknum fólksfjölda í heiminum og að mjólkurneysla á hvern íbúa muni aukast í framtíðinni. Þannig verður einum milljarði fleira af fólki árið 2025 sem verða mjólkurneytendur að einhverju marki. Meiri neysla þýðir þó ekki fleiri bú heldur þvert á móti færri mjólkurbú sem hvert og eitt eykur framleiðslu hjá sér. Mjólkurframleiðsla á hverju búi muni aukast um að meðaltali 47 prósent og mjólkurkúm muni fjölga úr 370 milljónum gripa í 405 milljónir. Helmingur af framleiðsluaukningunni er reiknaður með að verði í Suður-Asíu en einnig verður aukning í Evrópu. 
Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...