Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Mikil fækkun mjólkurbúa á heimsvísu
Fréttir 14. nóvember 2016

Mikil fækkun mjólkurbúa á heimsvísu

Höfundur: ehg - Bondebladet
Ný skýrsla frá Mjólkurrannsóknar­tengslanetinu, IFCN, sýnir að fækkun mjólkurbúa í heiminum muni verða umtalsverð til ársins 2025, en í Afríku mun slíkum búum fjölga. 
 
Tengslanetið samanstendur af vísindamönnum innan mjólkurfræða í yfir 90 löndum sem sjá fyrir sér meiri mjólk, fleiri dýr og aukin viðskipti með mjólkurvörur yfir landamæri. 
 
Samkvæmt sérfræðingunum í tengslanetinu mun fjöldi mjólkurbúa í heiminum minnka um 17,5 milljónir fram til ársins 2025 og verða þá 103 milljónir mjólkurbúa í heiminum eftir. Samt sem áður mun þessi þróun ekki ná til alls heimsins því áætlað er að 11 prósenta aukning verði á mjólkurbúum í Afríku á þessu tímabili. Þar að auki verða aukin viðskipti með mjólkurvörur en næstu níu árin munu viðskiptin aukast um 51 prósent og mjólkurframleiðsla mun færast til samkeppnishæfari svæða að mati sérfræðinga IFCN.
 
Þannig sjá sérfræðingarnir fyrir sér að Kína, Afríka og Pakistan muni auka innflutning á mjólkurvörum á meðan lönd innan Evrópusambandsins, Nýja-Sjáland, Hvíta-Rússland og Argentína muni auka útflutning slíkra vara. 
 
Sérfræðingarnir hafa reiknað það út að mjólkurþörf á heimsvísu muni aukast um 25 prósent fram til ársins 2025 en það þýðir að aukningin ein og sér er 8,5 sinnum stærri en öll mjólkurframleiðsla er í dag á Nýja-Sjálandi. Þetta verði afleiðingar af auknum fólksfjölda í heiminum og að mjólkurneysla á hvern íbúa muni aukast í framtíðinni. Þannig verður einum milljarði fleira af fólki árið 2025 sem verða mjólkurneytendur að einhverju marki. Meiri neysla þýðir þó ekki fleiri bú heldur þvert á móti færri mjólkurbú sem hvert og eitt eykur framleiðslu hjá sér. Mjólkurframleiðsla á hverju búi muni aukast um að meðaltali 47 prósent og mjólkurkúm muni fjölga úr 370 milljónum gripa í 405 milljónir. Helmingur af framleiðsluaukningunni er reiknaður með að verði í Suður-Asíu en einnig verður aukning í Evrópu. 
Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...