Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Fækkun framleiðenda
Fréttir 1. október 2024

Fækkun framleiðenda

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Mjólkurframleiðendum hefur fækkað um 66 á fimm árum. Greiðslumarkseign hefur minnkað hlutfallslega eða staðið í stað í flestum landshlutum.

Í ársbyrjun 2019 voru handhafar greiðslumarks 567 talsins, samkvæmt upplýsingum frá matvælaráðuneytinu. Í ársbyrjun 2024 voru mjólkurframleiðendur 501 talsins. Samdrátturinn er um 11,6 prósent. Framleiðendum fækkar mest á Vesturlandi, eða um sautján býli. Handhafar greiðslumarks eru þrettán færri í Rangárvallasýslu og hefur fækkað um sjö í Skaftafellssýslu og Árnessýslu. Engin fækkun er í Gullbringu- og Kjósarsýslu, þar eru framleiðendurnir sjö talsins.

Á sama tíma hefur framleiðsla á mjólk aukist og greiðslumarkið hækkað úr 145 milljón lítrum í 151,5 milljón lítra. Á milli áranna fimm hefur mjólkurkvótinn færst lítillega á milli landshluta.

Árið 2019 var 20,3% greiðslumarksins á býlum í Árnessýslu, 19,72% í Eyjafirði, 14,4% í Rangárvallasýslu, 11,9% á Vesturlandi, 11,1% í Skagafirði en önnur landsvæði með minna. Nú í ársbyrjun er Árnessýsla enn handhafi stærsta hlutfallsins, 20,45%, býli í Eyjafirði eiga 19,3% og í Rangárvallasýslu er hlutfallið 13,9%.

Býli í Skagafirði hafa aukið greiðslumarkseign sína meira en í öðrum landshlutum, eða um rúmlega 2,6 milljón lítra, og framleiða nú ríflega 18,7 milljón lítra sem telst vera 12,4% af landsframleiðslunni.

Á svæði Húnaþings og Stranda hefur einnig orðið aukning um tæplega eitt prósent en í öðrum landshlutum stendur hlutfallsleg framleiðsla nær í stað eða breytist um minna en hálft prósent.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...