Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Fækkun framleiðenda
Fréttir 1. október 2024

Fækkun framleiðenda

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Mjólkurframleiðendum hefur fækkað um 66 á fimm árum. Greiðslumarkseign hefur minnkað hlutfallslega eða staðið í stað í flestum landshlutum.

Í ársbyrjun 2019 voru handhafar greiðslumarks 567 talsins, samkvæmt upplýsingum frá matvælaráðuneytinu. Í ársbyrjun 2024 voru mjólkurframleiðendur 501 talsins. Samdrátturinn er um 11,6 prósent. Framleiðendum fækkar mest á Vesturlandi, eða um sautján býli. Handhafar greiðslumarks eru þrettán færri í Rangárvallasýslu og hefur fækkað um sjö í Skaftafellssýslu og Árnessýslu. Engin fækkun er í Gullbringu- og Kjósarsýslu, þar eru framleiðendurnir sjö talsins.

Á sama tíma hefur framleiðsla á mjólk aukist og greiðslumarkið hækkað úr 145 milljón lítrum í 151,5 milljón lítra. Á milli áranna fimm hefur mjólkurkvótinn færst lítillega á milli landshluta.

Árið 2019 var 20,3% greiðslumarksins á býlum í Árnessýslu, 19,72% í Eyjafirði, 14,4% í Rangárvallasýslu, 11,9% á Vesturlandi, 11,1% í Skagafirði en önnur landsvæði með minna. Nú í ársbyrjun er Árnessýsla enn handhafi stærsta hlutfallsins, 20,45%, býli í Eyjafirði eiga 19,3% og í Rangárvallasýslu er hlutfallið 13,9%.

Býli í Skagafirði hafa aukið greiðslumarkseign sína meira en í öðrum landshlutum, eða um rúmlega 2,6 milljón lítra, og framleiða nú ríflega 18,7 milljón lítra sem telst vera 12,4% af landsframleiðslunni.

Á svæði Húnaþings og Stranda hefur einnig orðið aukning um tæplega eitt prósent en í öðrum landshlutum stendur hlutfallsleg framleiðsla nær í stað eða breytist um minna en hálft prósent.

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...