Fækkun framleiðenda
Fréttir 1. október 2024

Fækkun framleiðenda

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Mjólkurframleiðendum hefur fækkað um 66 á fimm árum. Greiðslumarkseign hefur minnkað hlutfallslega eða staðið í stað í flestum landshlutum.

Í ársbyrjun 2019 voru handhafar greiðslumarks 567 talsins, samkvæmt upplýsingum frá matvælaráðuneytinu. Í ársbyrjun 2024 voru mjólkurframleiðendur 501 talsins. Samdrátturinn er um 11,6 prósent. Framleiðendum fækkar mest á Vesturlandi, eða um sautján býli. Handhafar greiðslumarks eru þrettán færri í Rangárvallasýslu og hefur fækkað um sjö í Skaftafellssýslu og Árnessýslu. Engin fækkun er í Gullbringu- og Kjósarsýslu, þar eru framleiðendurnir sjö talsins.

Á sama tíma hefur framleiðsla á mjólk aukist og greiðslumarkið hækkað úr 145 milljón lítrum í 151,5 milljón lítra. Á milli áranna fimm hefur mjólkurkvótinn færst lítillega á milli landshluta.

Árið 2019 var 20,3% greiðslumarksins á býlum í Árnessýslu, 19,72% í Eyjafirði, 14,4% í Rangárvallasýslu, 11,9% á Vesturlandi, 11,1% í Skagafirði en önnur landsvæði með minna. Nú í ársbyrjun er Árnessýsla enn handhafi stærsta hlutfallsins, 20,45%, býli í Eyjafirði eiga 19,3% og í Rangárvallasýslu er hlutfallið 13,9%.

Býli í Skagafirði hafa aukið greiðslumarkseign sína meira en í öðrum landshlutum, eða um rúmlega 2,6 milljón lítra, og framleiða nú ríflega 18,7 milljón lítra sem telst vera 12,4% af landsframleiðslunni.

Á svæði Húnaþings og Stranda hefur einnig orðið aukning um tæplega eitt prósent en í öðrum landshlutum stendur hlutfallsleg framleiðsla nær í stað eða breytist um minna en hálft prósent.

Mest aukning í svínakjöti
Fréttir 11. október 2024

Mest aukning í svínakjöti

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um þrjú...

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu
Fréttir 11. október 2024

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu

Bændasamtök Íslands hafa lagt umsögn sína um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum inn ...

Vambir liðnar undir lok
Fréttir 11. október 2024

Vambir liðnar undir lok

Ekki fást lengur vambir með slátri frá SS. Neytendur sakna þeirra.

Beint: Dagur landbúnaðar á Suðurlandi
Fréttir 11. október 2024

Beint: Dagur landbúnaðar á Suðurlandi

Bændasamtök Íslands og Samtök fyrirtækja í landbúnaði standa fyrir málþingi á Hó...

Stýrihópur greiðir úr misfellum
Fréttir 11. október 2024

Stýrihópur greiðir úr misfellum

Fyrir liggur að matvælaeftirlit hér á landi er óskilvirkt og nýr stýrihópur hefu...

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf
Fréttir 10. október 2024

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf

Mikill gangur hefur verið í arfgerðargreiningum í sauðfé frá áramótum.

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum
Fréttir 10. október 2024

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum

Tvær nýlegar hópsýkingar hafa orðið í Noregi sem raktar voru til hamborgarakjöts...

Afkomutjón blasir við
Fréttir 10. október 2024

Afkomutjón blasir við

Forsendur ylræktar bresta augljóslega ef ekki er tryggt aðgengi að grunnþáttum f...