Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Lágmarksverð til kúabænda hækkar um 5,5 prósent
Mynd / smh
Fréttir 2. júní 2020

Lágmarksverð til kúabænda hækkar um 5,5 prósent

Höfundur: smh

Verðlagsnefnd búvara hefur ákveðið að hækka lágmarksverð fyrir mjólk kúabænda sem er í fyrsta flokki. Ákvörðunin gildir frá og með 1. júní 2020. Verðið hækkar um 5,5 prósent, úr 92,74 krónur á lítrann í 97,84 krónur. Nefndin hækkar líka heildsöluverð á tilteknum mjólkurafurðum, en þær hækka um 4,28 prósent.

Verðlagsnefnd búvara starfar samkvæmt ákvæðum búvörulaga og ákveður afurðaverð til búvöruframeiðenda og verð búvara í heildsölu. Síðustu ár hafa verðákvarðanir nefndarinnar eingöngu varðað mjólkurframleiðsluna í landinu. Heildsöluverð á mjólk og á eftirtöldum mjólkurvörum; rjóma, undanrennu, skyr og osti (40% og 30% fituinnihald) hækkar um 4,28 prósent, en sérstök hækkun er á smjöri, eða 12 prósent.  

Kostnaðarhækkanir

Í tilkynningu nefndarinnar kemur fram að verðhækkunin sé til komin vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu og vinnslu mjólkur. Síðasta verðbreyting átti sér stað 1. janúar 2020. „Við síðustu verðlagningu var gengið skemur en þróun verðlagsgrundvallar kúabús og gjaldaliða hjá afurðastöðvum gaf tilefni til. Verðhækkun 1. júní 2020 byggist á uppsafnaðri hækkun frá verðlagningu 1. september 2018, að frádreginni verðhækkun 1. janúar 2020.

Frá verðlagningu 1. september 2018 hafa gjaldaliðir í verðlagsgrundvelli kúabús hækkað um 5,5% að frádreginni 2,5% verðhækkun í janúar 2020. Fyrir sama tímabil er reiknuð hækkun vinnslu- og dreifingarkostnaðar afurðastöðva 3,85%, að frádreginni 2,5% verðhækkun í janúar 2020,“ segir í tilkynningu frá verðlagsnefndinni.

Tvennskonar forsendur verðlags

Forsendur fyrir verðlagsákvörðunarinnar hverju sinni eru annars vegar verðlagsgrundvöllur kúabús og hins vegar samantekt kostnaðar við vinnslu og dreifingu mjólkur. Hagstofa Íslands aflar gagna fyrir verðlagsnefnd um framleiðslukostnað búvara, tekjur annarra stétta og verð og verðbreytingar á einstökum kostnaðarliðum verðlagsgrundvallar.

Nefndin er skipuð sjö fulltrúum og er formaður hennar, Friðrik Már Baldursson, tilnefndur af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...