Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Lágmarksverð til kúabænda hækkar um 5,5 prósent
Mynd / smh
Fréttir 2. júní 2020

Lágmarksverð til kúabænda hækkar um 5,5 prósent

Höfundur: smh

Verðlagsnefnd búvara hefur ákveðið að hækka lágmarksverð fyrir mjólk kúabænda sem er í fyrsta flokki. Ákvörðunin gildir frá og með 1. júní 2020. Verðið hækkar um 5,5 prósent, úr 92,74 krónur á lítrann í 97,84 krónur. Nefndin hækkar líka heildsöluverð á tilteknum mjólkurafurðum, en þær hækka um 4,28 prósent.

Verðlagsnefnd búvara starfar samkvæmt ákvæðum búvörulaga og ákveður afurðaverð til búvöruframeiðenda og verð búvara í heildsölu. Síðustu ár hafa verðákvarðanir nefndarinnar eingöngu varðað mjólkurframleiðsluna í landinu. Heildsöluverð á mjólk og á eftirtöldum mjólkurvörum; rjóma, undanrennu, skyr og osti (40% og 30% fituinnihald) hækkar um 4,28 prósent, en sérstök hækkun er á smjöri, eða 12 prósent.  

Kostnaðarhækkanir

Í tilkynningu nefndarinnar kemur fram að verðhækkunin sé til komin vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu og vinnslu mjólkur. Síðasta verðbreyting átti sér stað 1. janúar 2020. „Við síðustu verðlagningu var gengið skemur en þróun verðlagsgrundvallar kúabús og gjaldaliða hjá afurðastöðvum gaf tilefni til. Verðhækkun 1. júní 2020 byggist á uppsafnaðri hækkun frá verðlagningu 1. september 2018, að frádreginni verðhækkun 1. janúar 2020.

Frá verðlagningu 1. september 2018 hafa gjaldaliðir í verðlagsgrundvelli kúabús hækkað um 5,5% að frádreginni 2,5% verðhækkun í janúar 2020. Fyrir sama tímabil er reiknuð hækkun vinnslu- og dreifingarkostnaðar afurðastöðva 3,85%, að frádreginni 2,5% verðhækkun í janúar 2020,“ segir í tilkynningu frá verðlagsnefndinni.

Tvennskonar forsendur verðlags

Forsendur fyrir verðlagsákvörðunarinnar hverju sinni eru annars vegar verðlagsgrundvöllur kúabús og hins vegar samantekt kostnaðar við vinnslu og dreifingu mjólkur. Hagstofa Íslands aflar gagna fyrir verðlagsnefnd um framleiðslukostnað búvara, tekjur annarra stétta og verð og verðbreytingar á einstökum kostnaðarliðum verðlagsgrundvallar.

Nefndin er skipuð sjö fulltrúum og er formaður hennar, Friðrik Már Baldursson, tilnefndur af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...