Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Lágmarksverð til kúabænda hækkar um 5,5 prósent
Mynd / smh
Fréttir 2. júní 2020

Lágmarksverð til kúabænda hækkar um 5,5 prósent

Höfundur: smh

Verðlagsnefnd búvara hefur ákveðið að hækka lágmarksverð fyrir mjólk kúabænda sem er í fyrsta flokki. Ákvörðunin gildir frá og með 1. júní 2020. Verðið hækkar um 5,5 prósent, úr 92,74 krónur á lítrann í 97,84 krónur. Nefndin hækkar líka heildsöluverð á tilteknum mjólkurafurðum, en þær hækka um 4,28 prósent.

Verðlagsnefnd búvara starfar samkvæmt ákvæðum búvörulaga og ákveður afurðaverð til búvöruframeiðenda og verð búvara í heildsölu. Síðustu ár hafa verðákvarðanir nefndarinnar eingöngu varðað mjólkurframleiðsluna í landinu. Heildsöluverð á mjólk og á eftirtöldum mjólkurvörum; rjóma, undanrennu, skyr og osti (40% og 30% fituinnihald) hækkar um 4,28 prósent, en sérstök hækkun er á smjöri, eða 12 prósent.  

Kostnaðarhækkanir

Í tilkynningu nefndarinnar kemur fram að verðhækkunin sé til komin vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu og vinnslu mjólkur. Síðasta verðbreyting átti sér stað 1. janúar 2020. „Við síðustu verðlagningu var gengið skemur en þróun verðlagsgrundvallar kúabús og gjaldaliða hjá afurðastöðvum gaf tilefni til. Verðhækkun 1. júní 2020 byggist á uppsafnaðri hækkun frá verðlagningu 1. september 2018, að frádreginni verðhækkun 1. janúar 2020.

Frá verðlagningu 1. september 2018 hafa gjaldaliðir í verðlagsgrundvelli kúabús hækkað um 5,5% að frádreginni 2,5% verðhækkun í janúar 2020. Fyrir sama tímabil er reiknuð hækkun vinnslu- og dreifingarkostnaðar afurðastöðva 3,85%, að frádreginni 2,5% verðhækkun í janúar 2020,“ segir í tilkynningu frá verðlagsnefndinni.

Tvennskonar forsendur verðlags

Forsendur fyrir verðlagsákvörðunarinnar hverju sinni eru annars vegar verðlagsgrundvöllur kúabús og hins vegar samantekt kostnaðar við vinnslu og dreifingu mjólkur. Hagstofa Íslands aflar gagna fyrir verðlagsnefnd um framleiðslukostnað búvara, tekjur annarra stétta og verð og verðbreytingar á einstökum kostnaðarliðum verðlagsgrundvallar.

Nefndin er skipuð sjö fulltrúum og er formaður hennar, Friðrik Már Baldursson, tilnefndur af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...