Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Lágmarksverð til kúabænda hækkar um 5,5 prósent
Mynd / smh
Fréttir 2. júní 2020

Lágmarksverð til kúabænda hækkar um 5,5 prósent

Höfundur: smh

Verðlagsnefnd búvara hefur ákveðið að hækka lágmarksverð fyrir mjólk kúabænda sem er í fyrsta flokki. Ákvörðunin gildir frá og með 1. júní 2020. Verðið hækkar um 5,5 prósent, úr 92,74 krónur á lítrann í 97,84 krónur. Nefndin hækkar líka heildsöluverð á tilteknum mjólkurafurðum, en þær hækka um 4,28 prósent.

Verðlagsnefnd búvara starfar samkvæmt ákvæðum búvörulaga og ákveður afurðaverð til búvöruframeiðenda og verð búvara í heildsölu. Síðustu ár hafa verðákvarðanir nefndarinnar eingöngu varðað mjólkurframleiðsluna í landinu. Heildsöluverð á mjólk og á eftirtöldum mjólkurvörum; rjóma, undanrennu, skyr og osti (40% og 30% fituinnihald) hækkar um 4,28 prósent, en sérstök hækkun er á smjöri, eða 12 prósent.  

Kostnaðarhækkanir

Í tilkynningu nefndarinnar kemur fram að verðhækkunin sé til komin vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu og vinnslu mjólkur. Síðasta verðbreyting átti sér stað 1. janúar 2020. „Við síðustu verðlagningu var gengið skemur en þróun verðlagsgrundvallar kúabús og gjaldaliða hjá afurðastöðvum gaf tilefni til. Verðhækkun 1. júní 2020 byggist á uppsafnaðri hækkun frá verðlagningu 1. september 2018, að frádreginni verðhækkun 1. janúar 2020.

Frá verðlagningu 1. september 2018 hafa gjaldaliðir í verðlagsgrundvelli kúabús hækkað um 5,5% að frádreginni 2,5% verðhækkun í janúar 2020. Fyrir sama tímabil er reiknuð hækkun vinnslu- og dreifingarkostnaðar afurðastöðva 3,85%, að frádreginni 2,5% verðhækkun í janúar 2020,“ segir í tilkynningu frá verðlagsnefndinni.

Tvennskonar forsendur verðlags

Forsendur fyrir verðlagsákvörðunarinnar hverju sinni eru annars vegar verðlagsgrundvöllur kúabús og hins vegar samantekt kostnaðar við vinnslu og dreifingu mjólkur. Hagstofa Íslands aflar gagna fyrir verðlagsnefnd um framleiðslukostnað búvara, tekjur annarra stétta og verð og verðbreytingar á einstökum kostnaðarliðum verðlagsgrundvallar.

Nefndin er skipuð sjö fulltrúum og er formaður hennar, Friðrik Már Baldursson, tilnefndur af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?
Fréttir 6. desember 2024

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?

Valgerður Friðriksdóttir stendur fyrir rafrænni könnun þar sem hún skoðar hefðir...

Lök kornuppskera á landinu
Fréttir 6. desember 2024

Lök kornuppskera á landinu

Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsve...

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Fuglaflensa á íslensku búi
Fréttir 5. desember 2024

Fuglaflensa á íslensku búi

Á þriðjudaginn greindist fuglaflensa af gerðinni H5N5 á kalkúnabúi Reykjabúsins ...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...