Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Egill Sigurðsson, stjórnarformaður Auðhumlu og kúabóndi á Berustöðum.
Egill Sigurðsson, stjórnarformaður Auðhumlu og kúabóndi á Berustöðum.
Fréttir 9. mars 2017

Fátt gott um frumvarpsdrögin að segja

Höfundur: Vilmundur Hansen

Egill Sigurðsson, stjórnarformaður Auðhumlu og kúabóndi á Berustöðum, segist fátt gott geta sagt um frumvarpsdrög Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur landbúnaðarráðherra til endurskoðunar á samkeppnisstöðu mjólkuriðnaðarins.

„Ráðherra var búinn að gefa út að til stæði að gera breytingar á samkeppnisstöðu mjólkuriðnaðarins. Ég átt því vona á einhverjum breytingum en mér datt ekki í hug að breytingarnar ættu að ganga eins langt og drögin gera ráð fyrir og að það yrði farið rólega í málið.

Ég sé ekki betur en að til standi að setja upp gerbreytt kerfi fyrir mjólkurframleiðslu í landinu með því að fella mjólkuriðnaðinn undir samkeppnislög.

Samkvæmt frumvarpsdrögunum mega afurðastöðvar í mjólkuriðnaði ekki lengur hafa samstarf um eitt eða neitt. Það eitt mun leiða til minni mjólkurframleiðslu í landinu. Eðli framleiðslunnar er að hún er ójöfn yfir árið og meðan hún er mikil safnast upp birgðir sem gengið er á þegar framleiðslan er minni. Til þessa hafa afurðastöðvar haft samstarf um þetta en slíkt verður bannað ef frumvarpið verður samþykkt óbreytt.“

Núverandi kerfi hefur skilað miklu

„Einnig munu koma fram ruðningsáhrif vegna banns á samstarfi afurðastöðva sem ekki hafa verið hugsuð til enda og mér sýnist samkvæmt frumvarpsdrögunum að ætlunin sé að ganga mjög hart fram gagnvart innlendri framleiðslu. Ég sé ekki annað en að útfæra eigi innflutning á tolllausum osti þannig að hann valdi sem mestum skaða fyrir kúabændur og þá væntanlegum ávinningi fyrir aðra.“

Egill segir að núverandi fyrirkomulag á mjólkurframleiðslu og unnið hafi verið eftir hér á landi hafi miklu skilað fyrir neytendur og bændur. „Slíkt sýna allar úttektir og rannsóknir að það fyrirkomulag sem lagt var upp með hefur skilað því sem það átti að skila.“

Samtök afurðastöðva ekki í endurskoðunarnefndinni

„Við munum að sjálfsögðu fara yfir frumvarpsdrögin og veita umsögn og reyna að gera ráðherra grein fyrir þeim afleiðingum sem vanhugsaðar breytingar geta haft á rekstrarskilyrðum mjólkurframleiðslunnar. Að vísu hefur núverandi landbúnaðarráðherra haft forgöngu um að aðilar frá Samtökum afurðastöðva séu útilokaðir frá því samtali en að fulltrúar innflutnings og verslunar hafi verið boðnir velkomnir að þeim viðræðum.“

Mest aukning í svínakjöti
Fréttir 11. október 2024

Mest aukning í svínakjöti

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um þrjú...

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu
Fréttir 11. október 2024

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu

Bændasamtök Íslands hafa lagt umsögn sína um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum inn ...

Vambir liðnar undir lok
Fréttir 11. október 2024

Vambir liðnar undir lok

Ekki fást lengur vambir með slátri frá SS. Neytendur sakna þeirra.

Beint: Dagur landbúnaðar á Suðurlandi
Fréttir 11. október 2024

Beint: Dagur landbúnaðar á Suðurlandi

Bændasamtök Íslands og Samtök fyrirtækja í landbúnaði standa fyrir málþingi á Hó...

Stýrihópur greiðir úr misfellum
Fréttir 11. október 2024

Stýrihópur greiðir úr misfellum

Fyrir liggur að matvælaeftirlit hér á landi er óskilvirkt og nýr stýrihópur hefu...

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf
Fréttir 10. október 2024

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf

Mikill gangur hefur verið í arfgerðargreiningum í sauðfé frá áramótum.

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum
Fréttir 10. október 2024

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum

Tvær nýlegar hópsýkingar hafa orðið í Noregi sem raktar voru til hamborgarakjöts...

Afkomutjón blasir við
Fréttir 10. október 2024

Afkomutjón blasir við

Forsendur ylræktar bresta augljóslega ef ekki er tryggt aðgengi að grunnþáttum f...

Lágmarkskröfurnar
11. október 2024

Lágmarkskröfurnar

Stýrihópur greiðir úr misfellum
11. október 2024

Stýrihópur greiðir úr misfellum

Vambir liðnar undir lok
11. október 2024

Vambir liðnar undir lok

Sauðfé passleg stærð
11. október 2024

Sauðfé passleg stærð

Mest aukning í svínakjöti
11. október 2024

Mest aukning í svínakjöti