Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Frá Flateyjarbúinu á Mýrum. Kýrin Svana í Flatey var nythæsta kýrin á síðasta ári, en samkvæmt nýjum tölum skýrsluhalds RML er hún í þriðja sæti yfir síðustu tólf mánuði. Aría, líka frá Flateyjarbúin, trónir núna á toppnum.
Frá Flateyjarbúinu á Mýrum. Kýrin Svana í Flatey var nythæsta kýrin á síðasta ári, en samkvæmt nýjum tölum skýrsluhalds RML er hún í þriðja sæti yfir síðustu tólf mánuði. Aría, líka frá Flateyjarbúin, trónir núna á toppnum.
Fréttir 15. apríl 2020

Kýrin Aría í Flatey nythæst síðustu 12 mánuði

Höfundur: Ritstjórn

Á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins hafa verið birtar niðurstöður úr skýrsluhaldi nautgriparæktarinnar fyrir marsmánuð. Þar er að auki birt yfirlit yfir skýrsluhaldið á síðustu 12 mánuðum. Meðalnytin á því tímabili var mest á Hurðarbaksbúinu, á Hurðarbaki í Flóa, þar sem meðalárskýrin mjólkaði 9.066 kg.

Nythæstakýrin síðustu 12 mánuði var Aría 895 (f. 767) í Flatey á Mýrum, sem mjólkaði 14.265 kg. Næstnythæst er Skutla 1300 (f. Skalli 11023) í Gunnbjarnarholti 2 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, sem mjólkaði 13.641 kg. Þriðja í röðinni er Svana 753 (f. Gráni 608) með 13.306 kg.

Skýrslur sem bárust til úrvinnslu komu frá 518 búum og var reiknuð meðalnyt frá þessum búum 6.460 kg þeirra 24.790 árskúa sem lágu til grundvallar. Meðalfjöldi árskúa á búunum 518 var 47,9.

Svana 753.

Nánari upplýsingar um skýrsluhaldið má finna í gegnum tengilinn hér:

Niðurstöður skýrsluhalds RML

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...