Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Frá Flateyjarbúinu á Mýrum. Kýrin Svana í Flatey var nythæsta kýrin á síðasta ári, en samkvæmt nýjum tölum skýrsluhalds RML er hún í þriðja sæti yfir síðustu tólf mánuði. Aría, líka frá Flateyjarbúin, trónir núna á toppnum.
Frá Flateyjarbúinu á Mýrum. Kýrin Svana í Flatey var nythæsta kýrin á síðasta ári, en samkvæmt nýjum tölum skýrsluhalds RML er hún í þriðja sæti yfir síðustu tólf mánuði. Aría, líka frá Flateyjarbúin, trónir núna á toppnum.
Fréttir 15. apríl 2020

Kýrin Aría í Flatey nythæst síðustu 12 mánuði

Höfundur: Ritstjórn

Á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins hafa verið birtar niðurstöður úr skýrsluhaldi nautgriparæktarinnar fyrir marsmánuð. Þar er að auki birt yfirlit yfir skýrsluhaldið á síðustu 12 mánuðum. Meðalnytin á því tímabili var mest á Hurðarbaksbúinu, á Hurðarbaki í Flóa, þar sem meðalárskýrin mjólkaði 9.066 kg.

Nythæstakýrin síðustu 12 mánuði var Aría 895 (f. 767) í Flatey á Mýrum, sem mjólkaði 14.265 kg. Næstnythæst er Skutla 1300 (f. Skalli 11023) í Gunnbjarnarholti 2 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, sem mjólkaði 13.641 kg. Þriðja í röðinni er Svana 753 (f. Gráni 608) með 13.306 kg.

Skýrslur sem bárust til úrvinnslu komu frá 518 búum og var reiknuð meðalnyt frá þessum búum 6.460 kg þeirra 24.790 árskúa sem lágu til grundvallar. Meðalfjöldi árskúa á búunum 518 var 47,9.

Svana 753.

Nánari upplýsingar um skýrsluhaldið má finna í gegnum tengilinn hér:

Niðurstöður skýrsluhalds RML

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...