Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Frá Flateyjarbúinu á Mýrum. Kýrin Svana í Flatey var nythæsta kýrin á síðasta ári, en samkvæmt nýjum tölum skýrsluhalds RML er hún í þriðja sæti yfir síðustu tólf mánuði. Aría, líka frá Flateyjarbúin, trónir núna á toppnum.
Frá Flateyjarbúinu á Mýrum. Kýrin Svana í Flatey var nythæsta kýrin á síðasta ári, en samkvæmt nýjum tölum skýrsluhalds RML er hún í þriðja sæti yfir síðustu tólf mánuði. Aría, líka frá Flateyjarbúin, trónir núna á toppnum.
Fréttir 15. apríl 2020

Kýrin Aría í Flatey nythæst síðustu 12 mánuði

Höfundur: Ritstjórn

Á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins hafa verið birtar niðurstöður úr skýrsluhaldi nautgriparæktarinnar fyrir marsmánuð. Þar er að auki birt yfirlit yfir skýrsluhaldið á síðustu 12 mánuðum. Meðalnytin á því tímabili var mest á Hurðarbaksbúinu, á Hurðarbaki í Flóa, þar sem meðalárskýrin mjólkaði 9.066 kg.

Nythæstakýrin síðustu 12 mánuði var Aría 895 (f. 767) í Flatey á Mýrum, sem mjólkaði 14.265 kg. Næstnythæst er Skutla 1300 (f. Skalli 11023) í Gunnbjarnarholti 2 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, sem mjólkaði 13.641 kg. Þriðja í röðinni er Svana 753 (f. Gráni 608) með 13.306 kg.

Skýrslur sem bárust til úrvinnslu komu frá 518 búum og var reiknuð meðalnyt frá þessum búum 6.460 kg þeirra 24.790 árskúa sem lágu til grundvallar. Meðalfjöldi árskúa á búunum 518 var 47,9.

Svana 753.

Nánari upplýsingar um skýrsluhaldið má finna í gegnum tengilinn hér:

Niðurstöður skýrsluhalds RML

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...