Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Heildarsala á mjólkurafurðum hefur aldrei verið meiri
Fréttir 23. mars 2017

Heildarsala á mjólkurafurðum hefur aldrei verið meiri

Aðalfundur Samtaka afurða­stöðva í mjólkuriðnaði (SAM) vegna 31. starfsárs félagsins var haldinn 9. mars síðastliðinn. Þar kom fram að metsala var á mjólkurafurðum á síðasta ári.
 
 SAM safnar og vinnur tölur um framleiðslu, sölu og birgðir mjólkurafurða á Íslandi. Upplýsingarnar skila tölfræði sem nýtt er til að fylgjast með innanlandsmarkaði mjólkurafurða, auk þess sem upplýsingar eru veittar til aðildarfélaga, Hagstofu Íslands, tölfræðistofnunar Evrópu­sambandsins (Eurostat) og alþjóðlegu mjólkursamtakanna IDF (International Dairy Federation). Skýrslurnar eru einnig grunnur að útreikningi á mánaðarlegum verðtilfærslum, sem reiknaðar eru milli aðildarfélaga SAM á grundvelli heimildarákvæðis í búvörulögum. 
 
 
Í skýrslu Rögnvaldar Ólafssonar, fráfarandi formanns stjórnar SAM, kom fram að mjólkurframleiðsla jókst á árinu 2016 og var 150,3 milljónir lítra hjá aðildarfélögum SAM en árið 2015 nam framleiðslan 146 milljónum lítra. Var innvegin mjólk á síðasta ári rúmlega 46 milljónum lítrum meiri en á árinu 2000. 
Meðalinnvigtun frá hverjum framleiðanda 2016 var 252.219 lítrar og jókst um 22.605 lítra á árinu, eða 9,8%. 
 
Síðustu tvö ár hefur meðal­innvigtun hvers framleiðanda aukist um 46.813 lítra á ári. Hlutfallsleg aukning frá árinu 2014 nemur 23%.
 
Greiðslumark aukið um 8 milljónir lítra
 
Greiðslumark verðlagsársins 2016 var 136 milljónir lítra. Hjá aðildarfélögum SAM var tekið á móti 150.322.481 lítra og mjólk umfram greiðslumark var 14.399.222 lítrar.  
 
Greiðslumark verðlagsársins 2017 hefur verið ákveðið samkvæmt tillögu SAM 144 milljónir lítra.  
 
75% fækkun kúabúa frá 1980
 
Í ársskýrslu SAM kemur fram að alls voru starfandi 596 kúabú á landinu á árinu 2016 og hafði þá fækkað um 40 frá árinu áður. Það er meiri fækkun en samanlagt síðustu þrjú ár þar á undan. Frá 1980 hefur mjólkurframleiðendum (kúabúum) fækkað um 75%.
 
Mesta sala mjólkurafurða frá upphafi mælinga SAM
 
Heildarsala mjólkurafurða, hvort sem litið er á fitu eða próteingrunni, hefur ekki mælst meiri frá því að SAM hóf að reikna sölu mjólkurafurða á fitu og próteingrunni árið 1993. Milli 2015–2016 varð 1,7% aukning í sölu mjólkurvara. 
 
Sala á nýmjólk eykst en léttmjólkursalan minnkar
 
Sala á mjólk og sýrðum vörum  dróst þó saman um 160 tonn, eða 0,4%, árið 2016. Þar hafði mest áhrif samdráttur í sölu á léttmjólk eða um -457.000 lítra. 
 
Sala nýmjólkur jókst aftur á móti fjórða árið í röð eftir samdrátt í áratugi þar á undan. Þá jókst sala á skyri um 16,8%, á smjöri um 4,2%, á ostum um 3,2% og á mjólkurdufti um 33,1%. 
 
Heildarsala á drykkjarmjólk (nýmjólk, léttmjólk, undanrennu og fjörmjólk) var 26,7 milljónir lítra árið 2016 og minnkaði um nær 1,1 milljón lítra frá árinu 2015. Sala á drykkjarmjólk hefur minnkað um 5 milljónir lítra frá árinu 2010, eða 15,8% samtals.
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...