Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Heildarsala á mjólkurafurðum hefur aldrei verið meiri
Fréttir 23. mars 2017

Heildarsala á mjólkurafurðum hefur aldrei verið meiri

Aðalfundur Samtaka afurða­stöðva í mjólkuriðnaði (SAM) vegna 31. starfsárs félagsins var haldinn 9. mars síðastliðinn. Þar kom fram að metsala var á mjólkurafurðum á síðasta ári.
 
 SAM safnar og vinnur tölur um framleiðslu, sölu og birgðir mjólkurafurða á Íslandi. Upplýsingarnar skila tölfræði sem nýtt er til að fylgjast með innanlandsmarkaði mjólkurafurða, auk þess sem upplýsingar eru veittar til aðildarfélaga, Hagstofu Íslands, tölfræðistofnunar Evrópu­sambandsins (Eurostat) og alþjóðlegu mjólkursamtakanna IDF (International Dairy Federation). Skýrslurnar eru einnig grunnur að útreikningi á mánaðarlegum verðtilfærslum, sem reiknaðar eru milli aðildarfélaga SAM á grundvelli heimildarákvæðis í búvörulögum. 
 
 
Í skýrslu Rögnvaldar Ólafssonar, fráfarandi formanns stjórnar SAM, kom fram að mjólkurframleiðsla jókst á árinu 2016 og var 150,3 milljónir lítra hjá aðildarfélögum SAM en árið 2015 nam framleiðslan 146 milljónum lítra. Var innvegin mjólk á síðasta ári rúmlega 46 milljónum lítrum meiri en á árinu 2000. 
Meðalinnvigtun frá hverjum framleiðanda 2016 var 252.219 lítrar og jókst um 22.605 lítra á árinu, eða 9,8%. 
 
Síðustu tvö ár hefur meðal­innvigtun hvers framleiðanda aukist um 46.813 lítra á ári. Hlutfallsleg aukning frá árinu 2014 nemur 23%.
 
Greiðslumark aukið um 8 milljónir lítra
 
Greiðslumark verðlagsársins 2016 var 136 milljónir lítra. Hjá aðildarfélögum SAM var tekið á móti 150.322.481 lítra og mjólk umfram greiðslumark var 14.399.222 lítrar.  
 
Greiðslumark verðlagsársins 2017 hefur verið ákveðið samkvæmt tillögu SAM 144 milljónir lítra.  
 
75% fækkun kúabúa frá 1980
 
Í ársskýrslu SAM kemur fram að alls voru starfandi 596 kúabú á landinu á árinu 2016 og hafði þá fækkað um 40 frá árinu áður. Það er meiri fækkun en samanlagt síðustu þrjú ár þar á undan. Frá 1980 hefur mjólkurframleiðendum (kúabúum) fækkað um 75%.
 
Mesta sala mjólkurafurða frá upphafi mælinga SAM
 
Heildarsala mjólkurafurða, hvort sem litið er á fitu eða próteingrunni, hefur ekki mælst meiri frá því að SAM hóf að reikna sölu mjólkurafurða á fitu og próteingrunni árið 1993. Milli 2015–2016 varð 1,7% aukning í sölu mjólkurvara. 
 
Sala á nýmjólk eykst en léttmjólkursalan minnkar
 
Sala á mjólk og sýrðum vörum  dróst þó saman um 160 tonn, eða 0,4%, árið 2016. Þar hafði mest áhrif samdráttur í sölu á léttmjólk eða um -457.000 lítra. 
 
Sala nýmjólkur jókst aftur á móti fjórða árið í röð eftir samdrátt í áratugi þar á undan. Þá jókst sala á skyri um 16,8%, á smjöri um 4,2%, á ostum um 3,2% og á mjólkurdufti um 33,1%. 
 
Heildarsala á drykkjarmjólk (nýmjólk, léttmjólk, undanrennu og fjörmjólk) var 26,7 milljónir lítra árið 2016 og minnkaði um nær 1,1 milljón lítra frá árinu 2015. Sala á drykkjarmjólk hefur minnkað um 5 milljónir lítra frá árinu 2010, eða 15,8% samtals.
Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...