Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Mjólkurframleiðsla hefur aukist en beingreiðslur ekki.
Mjólkurframleiðsla hefur aukist en beingreiðslur ekki.
Mynd / Úr safni
Fréttir 4. maí 2023

Ríkisstuðningur hefur lækkað um 51%

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Ef sami stuðningur hefði haldist á hvern framleiddan mjólkurlítra frá árinu 2004 til 2022, væru beingreiðslur 106 prósent hærri. Frá þessu er greint í ársskýrslu Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði.

Árið 2004 voru beingreiðslur 49 prósent af tekjum við framleiðslu á hvern lítra mjólkur. Árið 2022 hefur þetta hlutfall lækkað niður í 29 prósent. Í ársskýrslunni er bent á að þetta hlutfall sé lægra en í Bandaríkjunum, en árið 2016 var ríkisstuðningur 45 prósent af tekjum á hvern lítra mjólkur. Þessi mikla lækkun skýrist helst af því að bændur hafa svarað ákalli um aukna framleiðslu mjólkur undanfarin tuttugu ár á sama tíma og heildarmagn beingreiðslna hefur lækkað að raungildi.

Ef ríkisstuðningur hefði fylgt verðlagsþróun og framleiðslu- aukningu á þessu tímabili, hefði stuðningur við mjólkurframleiðslu árið 2022 verið 14,7 milljarðar króna, segir í ársskýrslu SAM.

Skylt efni: mjólkurframleiðsla

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð
Fréttir 11. desember 2023

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar (MA...

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli
Fréttir 11. desember 2023

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli

Norrænt ráð 25 ungmenna frá öllum Norðurlöndum sat nýlega fund með norrænum ráðh...

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...