Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mjólkurframleiðsla hefur aukist en beingreiðslur ekki.
Mjólkurframleiðsla hefur aukist en beingreiðslur ekki.
Mynd / Úr safni
Fréttir 4. maí 2023

Ríkisstuðningur hefur lækkað um 51%

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Ef sami stuðningur hefði haldist á hvern framleiddan mjólkurlítra frá árinu 2004 til 2022, væru beingreiðslur 106 prósent hærri. Frá þessu er greint í ársskýrslu Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði.

Árið 2004 voru beingreiðslur 49 prósent af tekjum við framleiðslu á hvern lítra mjólkur. Árið 2022 hefur þetta hlutfall lækkað niður í 29 prósent. Í ársskýrslunni er bent á að þetta hlutfall sé lægra en í Bandaríkjunum, en árið 2016 var ríkisstuðningur 45 prósent af tekjum á hvern lítra mjólkur. Þessi mikla lækkun skýrist helst af því að bændur hafa svarað ákalli um aukna framleiðslu mjólkur undanfarin tuttugu ár á sama tíma og heildarmagn beingreiðslna hefur lækkað að raungildi.

Ef ríkisstuðningur hefði fylgt verðlagsþróun og framleiðslu- aukningu á þessu tímabili, hefði stuðningur við mjólkurframleiðslu árið 2022 verið 14,7 milljarðar króna, segir í ársskýrslu SAM.

Skylt efni: mjólkurframleiðsla

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...