Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mjólkurframleiðsla hefur aukist en beingreiðslur ekki.
Mjólkurframleiðsla hefur aukist en beingreiðslur ekki.
Mynd / Úr safni
Fréttir 4. maí 2023

Ríkisstuðningur hefur lækkað um 51%

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Ef sami stuðningur hefði haldist á hvern framleiddan mjólkurlítra frá árinu 2004 til 2022, væru beingreiðslur 106 prósent hærri. Frá þessu er greint í ársskýrslu Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði.

Árið 2004 voru beingreiðslur 49 prósent af tekjum við framleiðslu á hvern lítra mjólkur. Árið 2022 hefur þetta hlutfall lækkað niður í 29 prósent. Í ársskýrslunni er bent á að þetta hlutfall sé lægra en í Bandaríkjunum, en árið 2016 var ríkisstuðningur 45 prósent af tekjum á hvern lítra mjólkur. Þessi mikla lækkun skýrist helst af því að bændur hafa svarað ákalli um aukna framleiðslu mjólkur undanfarin tuttugu ár á sama tíma og heildarmagn beingreiðslna hefur lækkað að raungildi.

Ef ríkisstuðningur hefði fylgt verðlagsþróun og framleiðslu- aukningu á þessu tímabili, hefði stuðningur við mjólkurframleiðslu árið 2022 verið 14,7 milljarðar króna, segir í ársskýrslu SAM.

Skylt efni: mjólkurframleiðsla

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...

Ullarvika á Suðurlandi
Fréttir 10. júlí 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Ullarvika á Suðurlandi verður haldin í þriðja sinn dagana 29. september til 5. o...