Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Óbrúað bil á milli tekna og gjalda í verðlagsgrundvelli
Fréttir 15. september 2025

Óbrúað bil á milli tekna og gjalda í verðlagsgrundvelli

Höfundur: Þröstur Helgason

Bil er á milli tekna og gjalda mjólkurframleiðslunnar í nýjum verðlagsgrundvelli. Fulltrúar bænda í verðlagsnefnd búvöru hafa ítrekað vakið athygli á þessum mun og vilja leita leiða hvernig sé hægt að loka þessu bili.

Formaður nefndarinnar, Tryggvi Þór Herbertsson, og atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Frikriksson, komust hins vegar að þeirri niðurstöðu í lok ágúst að það sé ekki hlutverk verðlagsnefndar að vinna með bilið í verðlagsgrundvellinum. Nefndin eigi eingöngu að fjalla um breytingar sem grunnurinn mælir á milli tímabila.

Munurinn sem um ræðir á milli tekna og gjalda í mjólkurframleiðslu er sem stendur 113,6 krónur á hvern lítra. Þegar nýr verðlagsgrundvöllur var samþykktur í lok október 2024 var framleiðslukostnaður á bak við hvern framleiddan mjólkurlítra 306 krónur í þeim mánuði. Á sama tíma voru samanlagðar tekjur frá afurðastöð og ríkisstuðningur um 198,4 kr./ltr. Munar þarna á um 107,6 kr./ltr. Þegar júnígrunnurinn var uppreiknaður í ágúst sl. hafði framleiðslukostnaðurinn aukist í 316,9 kr./ltr., á sama tíma eru tekjurnar metnar 203,03 kr./ltr. sem gerir 113,6 kr./ltr. mun á tekjum og framleiðslukostnaði.

Fulltrúar bænda hafa ítrekað tekið málið upp innan verðlagsnefndar en það hefur ekki skilað árangri: „Já, það er rétt,“ segir Rafn Bergsson, formaður nautgripabænda, „að fulltrúar bænda í verðlagsnefnd hafa ítrekað óskað eftir umræðu innan verðlagsnefndar um það hvernig brúa megi það bil sem er á framleiðslukostnaði mjólkur samkvæmt nýjum verðlagsgrunni og tekna bænda. Í maí síðastliðnum var ákveðið í verðlagsnefnd að formaður nefndarinnar myndi funda með ráðherra og ræða hvernig verðlagsnefnd ætti að vinna málið áfram. Eins og fram kemur í fundargerð verðlagsnefndar var niðurstaða formanns og ráðherra að það væri ekki hlutverk verðlagsnefndar að taka á þessu bili heldur ætti nefndin eingöngu að taka afstöðu til kostnaðarbreytinga milli tímabila. Þessu erum við fulltrúar bænda í verðlagsnefnd ósammála og teljum það skýrt að verðlagsnefnd eigi að ákveða lágmarksverð til bænda út frá kostnaðarmati. Einnig furðum við okkur á þessari nálgun þar sem kom fram á fundi í ráðuneytinu síðasta vetur þar sem við ræddum þennan mun á kostnaði og tekjum að þetta væri hlutverk verðlagsnefndar.“ 

Skylt efni: mjólkurframleiðsla

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...