Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Óbrúað bil á milli tekna og gjalda í verðlagsgrundvelli
Fréttir 15. september 2025

Óbrúað bil á milli tekna og gjalda í verðlagsgrundvelli

Höfundur: Þröstur Helgason

Bil er á milli tekna og gjalda mjólkurframleiðslunnar í nýjum verðlagsgrundvelli. Fulltrúar bænda í verðlagsnefnd búvöru hafa ítrekað vakið athygli á þessum mun og vilja leita leiða hvernig sé hægt að loka þessu bili.

Formaður nefndarinnar, Tryggvi Þór Herbertsson, og atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Frikriksson, komust hins vegar að þeirri niðurstöðu í lok ágúst að það sé ekki hlutverk verðlagsnefndar að vinna með bilið í verðlagsgrundvellinum. Nefndin eigi eingöngu að fjalla um breytingar sem grunnurinn mælir á milli tímabila.

Munurinn sem um ræðir á milli tekna og gjalda í mjólkurframleiðslu er sem stendur 113,6 krónur á hvern lítra. Þegar nýr verðlagsgrundvöllur var samþykktur í lok október 2024 var framleiðslukostnaður á bak við hvern framleiddan mjólkurlítra 306 krónur í þeim mánuði. Á sama tíma voru samanlagðar tekjur frá afurðastöð og ríkisstuðningur um 198,4 kr./ltr. Munar þarna á um 107,6 kr./ltr. Þegar júnígrunnurinn var uppreiknaður í ágúst sl. hafði framleiðslukostnaðurinn aukist í 316,9 kr./ltr., á sama tíma eru tekjurnar metnar 203,03 kr./ltr. sem gerir 113,6 kr./ltr. mun á tekjum og framleiðslukostnaði.

Fulltrúar bænda hafa ítrekað tekið málið upp innan verðlagsnefndar en það hefur ekki skilað árangri: „Já, það er rétt,“ segir Rafn Bergsson, formaður nautgripabænda, „að fulltrúar bænda í verðlagsnefnd hafa ítrekað óskað eftir umræðu innan verðlagsnefndar um það hvernig brúa megi það bil sem er á framleiðslukostnaði mjólkur samkvæmt nýjum verðlagsgrunni og tekna bænda. Í maí síðastliðnum var ákveðið í verðlagsnefnd að formaður nefndarinnar myndi funda með ráðherra og ræða hvernig verðlagsnefnd ætti að vinna málið áfram. Eins og fram kemur í fundargerð verðlagsnefndar var niðurstaða formanns og ráðherra að það væri ekki hlutverk verðlagsnefndar að taka á þessu bili heldur ætti nefndin eingöngu að taka afstöðu til kostnaðarbreytinga milli tímabila. Þessu erum við fulltrúar bænda í verðlagsnefnd ósammála og teljum það skýrt að verðlagsnefnd eigi að ákveða lágmarksverð til bænda út frá kostnaðarmati. Einnig furðum við okkur á þessari nálgun þar sem kom fram á fundi í ráðuneytinu síðasta vetur þar sem við ræddum þennan mun á kostnaði og tekjum að þetta væri hlutverk verðlagsnefndar.“ 

Skylt efni: mjólkurframleiðsla

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.