Sexföld stækkun útiræktunar grænmetis
Garðyrkjubændurnir Auðunn Árnason og María C. Wang á Böðmóðsstöðum í Bláskógabyggð eru stórhuga nú í byrjun sumars. Á aðeins tveimur árum hafa þau aukið umfang sitt sexfalt í útiræktun grænmetis. Þá stefna þau á að endurreisa ylræktina á bænum og ætla að byggja tvö þúsund fermetra gróðurhús næsta sumar.