Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Ræktunarefni í staðinn fyrir sphagnum.
Ræktunarefni í staðinn fyrir sphagnum.
Mynd / Colourbox, ZHAW
Á faglegum nótum 19. maí 2023

Hvað á að nota í staðinn fyrir sphagnum í garðyrkju?

Höfundur: Christina Stadler, deild Ræktunar og fæðu hjá LbhÍ.

Vorið 2023 sótti höfundur garðyrkjuráðstefnu í Þýskalandi. Ein aðaláherslan var á erindi og veggspjöld sem fjölluðu um hvaða ræktunarefni væri hægt að nota í staðin fyrir sphagnum.

Sphagnum er innfluttur torfmosi (barna- mosi, hvítmosi) og ýmist kallaður mómosamold, svarðmold eða torf. Í áratugi hefur sphagnum sannað sig sem ræktunarefni í garðyrkju því það hefur marga eðlis- og efnafræðilega eiginleika sem eru hagstæðir fyrir vöxt plantna. Því hefur sphagnum verið aðalræktunarefni í framleiðslu á grænmeti, berjum, skrautblómum og trjám. Hins vegar, þegar sphagnum brotnar niður, losnar koltvísýringur sem annars myndi haldast bundinn í jarðvegi til lengri tíma litið. Því þarf nútíma vararæktunarefni að láta sér nægja minna sphagnum.

Stjórnvöld Þýskalands hafa lagt mikið fjármagn í að finna ræktunarefni sem væri hægt að nota í staðinn fyrir sphagnum. Stefnt er að því að leggja sphagnum alfarið niður fyrir áhugamálaræktendur árið 2026. Í atvinnuskyni í garðyrkju á að skipta sphagnum að mestu út fyrir lok áratugarins (2030). Til að ná þessu markmiði verða rannsóknar- og þróunarverkefni víðs vegar um Þýskaland ásamt sýniverkefnum styrkt, þar sem garðyrkjustöðvar verða studdar til að skipta yfir í ræktunarefni með minna sphagnum. Jafnframt verður veitt einstaklingsbundin aðstoð meðan á umbreytingum stendur.

Því vinna margar rannsóknarstofnanir í Þýskalandi af miklum þunga að þessu. Niðurstöður rannsóknaverkefnanna sem kynntar voru á garðyrkjuráðstefnunni verður fjallað um hér fyrir neðan, þar sem þessi viðfangsefni snerta einnig ræktun hérlendis.

Almennt má segja að mikilvægustu ræktunarefni í staðinn fyrir sphagnum eru viðartrefjar, molta, mold úr trjábörkum og efni sem fellur til úr kókosiðnaði. Að auki henta leifar frá hör, strá frá miscanthus, hrísgrjónahýði, hampi og pálmatrefjum, kol, leifar úr kaffivinnslu eða sauðfjárull sem ræktunarefni auk annarra ræktunarefna.

Sphagnum. Mynd/ZHAW

En ef áætlunin er að skipta sphagnum út, þarf líka að aðlaga ræktunaraðferðir (vökvun, áburðargjöf, verndun plantna) miðað við notkun vararæktunarefna.
Ræktun með minna sphagnum krefst hærri framleiðslukostnaðar samanborið viðð notkun hefðbundins ræktunarefnis með sphagnum vegna hærri kostnaðar fyrir ræktunarefni, annarri þörf fyrir vökvun, áburðargjöf og verndun plantna. Að auki má reikna með hærra hlutfalli af ónothæfum plöntum. Það má segja að minni sphagnum-notkun sem ræktunarefni hefur áhrif á plönturnar og eru áhrifinn tegundarsértæk.

Það þýðir að mismunandi ræktunarefni geta verið nauðsynleg fyrir mismunandi tegundir af plöntum. Það er ekki til einstakt vararæktunarefni sem hefur reynst vel, heldur blöndur af mismunandi ræktunarefnum fyrir mismunandi kringumstæður til að tryggja jákvæða eiginleika eins og t.d. pH og næringarinnihald.

Þess vegna er í framhaldi einungis talað um ræktunarefni með minna sphagnum og ekki gefið upp hversu mikið magn af hverju efni er notað í blöndurnar.

Teknar eru saman niðurstöður úr tilraunum sem voru kynntar á ráðstefnunni við ræktun með minna sphagnum samanborið við hefðbundin ræktunarefni (við hefðbundið magn af sphagnum): 

  • Grænmeti og kryddjurtir: Þegar basil var ræktað með minna sphagnum minnkaði spírunarhlutfall úr 98% í 96%. Ræktunartími var um einni viku lengur miðað við hefðbundin ræktunarefni. Þörf var á tíðari vökvun.
    Meiri áburðargjöf og meira eftirlit var nauðsynlegt. Ræktunarefni með minna sphagnum kostaði meira. Salat og basil voru með 50% minni blaðmassa og plönturnar voru minni samanborið við plönturnar sem fengu ræktunarefni með hefðbundið sphagnummagn.
  • Berjaræktun: Jarðarber voru með sama uppskerumagn eins og með hefðbundin ræktunarefni.
  • Skrautplöntur: Pétúnia var með 50% minni blaðmassa þegar minna sphagnum-magn var notað samanborið við plönturnar sem fengu ræktunarefni með hefðbundið sphagnum-magn. Plönturnar voru einnig minni.
  • Trjárækt: Vöxtur og gæði hjá rósinni ‘Gärtnerfreude‘ og Weigela ‘Bristol Ruby‘ var minni í tveim af fimm ræktunarefnum með minna sphagnum, á meðan í þrem ræktunarefnum var vöxturinn nokkuð sambærilegur og við hefðbundin ræktunarefni. Hjá gullrunna var enginn munur þegar minna sphagnum var notað. Framleiðsla á Thúja oc. ‘Smaragd‘ var aðeins með litla lækkun í framlegð, á meðan framlegð við framleiðslu á Hypericum ‘Hidcote‘ var mikið minni með minnkandi notkun á sphagnum. Ónýtar plöntur voru að aukast frá 5% og 10% til 20% og 30% þegar minna sphagnum var notað.

Það er því hægt að draga þá ályktun að fleiri vísindarannsóknir eru nauðsynlegar til að skilja áhrif af minni sphagnum-notkun í ræktunarefni á mikilvægi plantna. Niðurstöðurnar eru hvati til að hugsa um hvaða vararæktunarefni fyrir sphagnum væri hægt að flytja inn til landsins sem mun uppfylla kröfur hjá íslenskum garðyrkjubændum.

Þar sem ræktunarefni með minna sphagnum mun leiða af sér hærri framleiðslukostnað, þarf jafnvel að velta fyrir sér hvort íslenskt hráefni (t.d. íslenskri mómold, afurð úr íslenskum skógi) bjóði upp á grundvöll fyrir hentugt ræktunarefni eða mismunandi ræktunarefni fyrir mismunandi ræktunarástæður.

Því er ljóst að það gæti verið spennandi og mikilvægt nýsköpunar- og tilraunarverkefni til nokkurra ára með það markmið að þróa íslenska mold.

Skylt efni: Garðyrkja | sphagnum

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...