Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Vignir Jónsson, gulrótabóndi í Auðsholti, fær milljón í styrk til að lengja framleiðslutímabilið með hitalögnum.
Vignir Jónsson, gulrótabóndi í Auðsholti, fær milljón í styrk til að lengja framleiðslutímabilið með hitalögnum.
Mynd / smh
Fréttir 3. febrúar 2021

Stutt við nýjar ræktunaraðferðir í grænmetisframleiðslu

Höfundur: smh

Kristán Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, úthlutaði í dag átta styrkjum til verkefna sem eiga að styðja við nýjar ræktunaraðferðir í grænmetisframleiðslu. Samtals nemur styrkupphæðin 15 milljónum króna og meðal verkefna sem fengu úthlutað eru lóðréttur landbúnaður með vatnsræktun, færanleg gróðurgöng og ræktun ávaxta og grænmetis í þéttbýli á hóteli á Akureyri.

„Styrkirnir eru liður í aðgerðum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins til að bregðast við COVID-19 heimsfaraldri á íslenskt samfélag,” segir í tilkynningu úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. „Lögð er áhersla á að styðja umhverfisvænar aðferðir sem eru til þess fallnar að styrkja grænmetisframleiðslu hér á landi. Með styrkjunum er stutt við nýsköpun og framþróun í garðyrkju. Hámarksstuðningur til hvers verkefnis fyrir sig eru þrjár milljónir króna.”

„Þessi úthlutun er liður í aðgerðum til að bregðast við áhrifum COVID-19 til skemmri og lengri tíma. Skapa öfluga viðspyrnu með því að hvetja til aukinnar verðmætasköpunar til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag. Þessi frábæru verkefni eru öll til þess fallin enda afrakstur þeirrar miklu grósku sem á sér stað í íslenskri garðyrkju,” er haft eftir Kristjáni Þór.

Styrkhafar eru:

  • Böðmóðsstaðir – LED lýsing til rauðs salats     3. m.kr.
    Garðyrkjustöðin Brúará stefnir að því að nýta LED lýsingu með áherslu á að rækta rautt salat.

  • Jarðaberjaland – UV róbót til lýsingar     3. m.kr.
    Styrkur til að kaupa róbót sem nota má í lýsingar hjá jarðaberjaræktun, sem gerir framleiðslu öruggari allt árið og auki möguleika á aukinni framleiðslu.
  • Hárækt – nýjar ræktunaraðferðir, lóðréttur landbúnaður með vatnsræktun.       3. m.kr.
    Styrkur til uppbyggingar og þróunar á lóðréttum landbúnaði á Ísland í vatnsræktun.
  • Hótel Akureyri – Urban farming    2 m.kr.
    Styrkur til að rækta ávexti og grænmeti og fræða samfélagið og gesti um umhverfisvæna matvælaframleiðslu og möguleika innandyra ræktunar.
  • Reykjalundur – færanleg gróðurgöng  2 m.kr.
    Styrkur til uppsetningar á færanlegum gróðurgöngum, sem eru ódýr og endingargóð plastgróðurhús sem bjóða upp á lengra ræktunartímabil og sveigjanleika, auk fjölbreyttra möguleika lífrænnar útiræktunnar.
  • Auðsholt – lengdur uppskerutími gulróta með hitalögnum     1 m.kr.
    Styrkur veittur til að stuðla að lengra tímabili framleiðslu á gulrótum.
  • Skálpur slf. - Ræktun á Sandvíkurrófufræi      500þ.kr.
    Styrkur til að stuðla að og viðhalda sjálfbærni í íslenskri gulrófurækt ásamt því að gera ræktunina umhverfisvænni.
  • Lindigarðar ehf. - Umhverfisvæn lífræn rauðrófuræktun      500 þ.kr.
    Styrkur til framleiðslu á lífrænum rauðrófum á sem umhverfisvænastan hátt.
Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...