Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Vignir Jónsson, gulrótabóndi í Auðsholti, fær milljón í styrk til að lengja framleiðslutímabilið með hitalögnum.
Vignir Jónsson, gulrótabóndi í Auðsholti, fær milljón í styrk til að lengja framleiðslutímabilið með hitalögnum.
Mynd / smh
Fréttir 3. febrúar 2021

Stutt við nýjar ræktunaraðferðir í grænmetisframleiðslu

Höfundur: smh

Kristán Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, úthlutaði í dag átta styrkjum til verkefna sem eiga að styðja við nýjar ræktunaraðferðir í grænmetisframleiðslu. Samtals nemur styrkupphæðin 15 milljónum króna og meðal verkefna sem fengu úthlutað eru lóðréttur landbúnaður með vatnsræktun, færanleg gróðurgöng og ræktun ávaxta og grænmetis í þéttbýli á hóteli á Akureyri.

„Styrkirnir eru liður í aðgerðum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins til að bregðast við COVID-19 heimsfaraldri á íslenskt samfélag,” segir í tilkynningu úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. „Lögð er áhersla á að styðja umhverfisvænar aðferðir sem eru til þess fallnar að styrkja grænmetisframleiðslu hér á landi. Með styrkjunum er stutt við nýsköpun og framþróun í garðyrkju. Hámarksstuðningur til hvers verkefnis fyrir sig eru þrjár milljónir króna.”

„Þessi úthlutun er liður í aðgerðum til að bregðast við áhrifum COVID-19 til skemmri og lengri tíma. Skapa öfluga viðspyrnu með því að hvetja til aukinnar verðmætasköpunar til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag. Þessi frábæru verkefni eru öll til þess fallin enda afrakstur þeirrar miklu grósku sem á sér stað í íslenskri garðyrkju,” er haft eftir Kristjáni Þór.

Styrkhafar eru:

  • Böðmóðsstaðir – LED lýsing til rauðs salats     3. m.kr.
    Garðyrkjustöðin Brúará stefnir að því að nýta LED lýsingu með áherslu á að rækta rautt salat.

  • Jarðaberjaland – UV róbót til lýsingar     3. m.kr.
    Styrkur til að kaupa róbót sem nota má í lýsingar hjá jarðaberjaræktun, sem gerir framleiðslu öruggari allt árið og auki möguleika á aukinni framleiðslu.
  • Hárækt – nýjar ræktunaraðferðir, lóðréttur landbúnaður með vatnsræktun.       3. m.kr.
    Styrkur til uppbyggingar og þróunar á lóðréttum landbúnaði á Ísland í vatnsræktun.
  • Hótel Akureyri – Urban farming    2 m.kr.
    Styrkur til að rækta ávexti og grænmeti og fræða samfélagið og gesti um umhverfisvæna matvælaframleiðslu og möguleika innandyra ræktunar.
  • Reykjalundur – færanleg gróðurgöng  2 m.kr.
    Styrkur til uppsetningar á færanlegum gróðurgöngum, sem eru ódýr og endingargóð plastgróðurhús sem bjóða upp á lengra ræktunartímabil og sveigjanleika, auk fjölbreyttra möguleika lífrænnar útiræktunnar.
  • Auðsholt – lengdur uppskerutími gulróta með hitalögnum     1 m.kr.
    Styrkur veittur til að stuðla að lengra tímabili framleiðslu á gulrótum.
  • Skálpur slf. - Ræktun á Sandvíkurrófufræi      500þ.kr.
    Styrkur til að stuðla að og viðhalda sjálfbærni í íslenskri gulrófurækt ásamt því að gera ræktunina umhverfisvænni.
  • Lindigarðar ehf. - Umhverfisvæn lífræn rauðrófuræktun      500 þ.kr.
    Styrkur til framleiðslu á lífrænum rauðrófum á sem umhverfisvænastan hátt.
Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...