Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Garðyrkjustöðin risavaxna í Dubai.
Garðyrkjustöðin risavaxna í Dubai.
Mynd / Crop One
Fréttir 14. september 2022

Framleiðir rúm 900 þúsund kíló af salati á ári

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Umfangsmesta lóðrétta ræktun (vertical farming) heims er stunduð í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, í húsnæði sem er rúmlega 330 þúsund fermetrar með ársframleiðslu á salati upp á rúm 900 þúsund kíló á ári.

Um þessa risavöxnu garðyrkjustöð var fjallað í vefmiðlinum Fast Company í sumar. Þar kemur fram að sé gengið inn í matvöruverslun í borginni séu allar líkur á að salat og grænmeti sem þar er í boði sé innflutt frá Evrópu, þar sem ræktarland og aðgengi að vatni til ræktunar sé þar afar takmarkað. Talið er að um 90 prósent af öllum matvælum í landinu séu innflutt, en nálægt tíu milljónir manna búa þar.

Mikil stærðarhagkvæmni
Sýnishorn af lóðréttri ræktun. Mynd / Wikimedia Commons

Garðyrkjustöðin heitir ECO 1 og er staðsett nálægt flugvellinum í Dubai. Ýmsar salattegundir eru ræktaðar í stöðinni, til að mynda klettasalat og spínat. Bygging stöðvarinnar var samstarfsverkefni Crop One, fyrirtækis sem sérhæfir sig í lóðréttri ræktun nálægt Boston í Bandaríkjunum, og fyrirtækisins Emirates Flight Catering, sem leggur flugfélaginu Emirates Airlines til matvæli og hráefni til matargerðar.

Mikil stærðarhagkvæmni er talin vera fólgin í rekstri á mjög stórum garðyrkjustöðvum með lóðrétta ræktun innandyra, þar sem sjálfvirk stýring er á öllum þáttum ræktunarinnar; meðal annars lýsingu, rakastigi og næringargjöf. Haft er eftir Craig Ratajczyk, forstjóra Crop One, í umfjöllun Fast Company að stöðin hafi reynst vera mjög arðvænleg.

Einstaklega umhverfisvænt

Stöðin er sögð mjög umhverfisvæn í mörgu tilliti, til dæmis nýtingin á vatni sem er talin vera afburðagóð – um 95 prósenta minni vatnsnotkun en í sambærilegri útiræktun. Þá er engin þörf á notkun á skordýraeitri né illgresiseyði því ræktunin fer fram í lokuðu ræktunarkerfi.

Sem stendur er stöðin knúin með hefðbundnum orkugjöfum, en stefnt er á að skipta yfir í sólarorku í framtíðinni.

Í Abu Dhabi, annarri borg í Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum, er stefnt að því að reisa aðra risastöð og hafa stjórnvöld þar fjárfest fyrir um 100 milljónir bandaríkjadala í verkefninu.

Þar er gert ráð fyrir að hluti fjármagnsins fari í að setja upp rannsóknarmiðstöð til þróunar á enn hagkvæmari leiðum til lóðréttrar ræktunar. Talið er að þessi tegund ræktunar muni ryðja sér mjög til rúms á heimsvísu á næstu árum.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...