Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Uppskera í rótargrænmeti fer minnkandi.
Uppskera í rótargrænmeti fer minnkandi.
Á faglegum nótum 2. mars 2023

Stjórntæki fyrir framleiðendur

Höfundur: Ívar Ragnarsson

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins lauk nýverið við uppgjör á verkefninu „Rekstrargreining garðyrkju á Íslandi 2019-2021“ og fyrir liggur skýrsla sem birt hefur verið á heimasíðu RML þar sem fram koma þær helstu niðurstöður sem þegar hafa fengist úr verkefninu.

Upplýsingar og þekking á rekstrarafkomu í garðyrkju hefur lengi verið af skornum skammti og eitt af markmiðum þessa verkefnis var að ráða bót á því. Skýrsla Vífils Karlssonar, Landfræðilegt og efnahagslegt litróf garðyrkju á Íslandi, kom út árið 2019 og byggir á heildargögnum frá Hagstofu Íslands og þar er tekið saman hagrænt vægi greinarinnar. Skýrsla Vífils var ákveðin kveikja að þessu verkefni ásamt því að RML hefur um árabil unnið verkefni í afkomugreiningu hjá kúa- og sauðfjárbændum og er því verið að feta sig inn á sömu braut með garðyrkjubændum.

Uppskera í ylrækt eykst heldur í magni hjá þátttökubúum en minnkar ef mælt er í kílóum í fermetra.
Rekstur helstu greina garðyrkjunnar

Verkefnið, sem styrkt er af fagfé garðyrkjunnar, fólst í því að afla upplýsinga frá einstökum framleiðendum garðyrkjuafurða með það að markmiði að átta sig betur á rekstri helstu framleiðslugreina íslenskrar garðyrkju.

Leitast er við að sundurliða rekstrargögn garðyrkjubúa eftir framleiðslugreinum. Jafnframt fær hver þátttakandi greiningu á sínum rekstri og stöðu eins og kostur er ásamt samanburði við meðaltöl í greininni.

Ákveðið var að takmarka sig við rótargrænmeti (kartöflur, rófur, gulrætur) og ylrækt (tómata, agúrkur, papriku) í þessu skrefi en stefnan er að taka inn fleiri tegundir í framhaldinu þar sem ákveðið er að halda áfram með verkefnið.

Lögð var áhersla á að fá sem best bókhaldsgögn svo hægt væri að greina nánar einstaka rekstrarþætti. Þegar upp var staðið fengust 30 bú/framleiðendur til þátttöku í verkefninu, 5 á Norðurlandi og 25 á Suður- og Vesturlandi. Þessi bú eru mjög breytileg að samsetningu, en af þeim eru 13 bú nánast eingöngu í kartöflurækt.

Þessi mikli breytileiki sem er í litlu gagnasafni gerir það að verkum að tölfræðileg greining á því er erfið og vandmeðfarin en hins vegar eru þar ýmsar vísbendingar sem hægt var að rýna nánar.

Gögn og upplýsingar eru fengnar úr ársreikningum, landbúnaðarframtölum og öðrum bókhaldsgögnum í samvinnu við framleiðendur sem og úr Jörð.is, Afurð.is, Mælaborði landbúnaðarins og Fasteignaskrá.

Að sjálfsögðu ríkir alger trúnaður um bókhaldsgögn þátttakenda og eru þau vistuð í lokuðum gagnagrunni.

Fyrirvari um stærð gagnasafnsins

Með þeim fyrirvara að um frekar lítið gagnasafn er að ræða ásamt því að töluverður eðlismunur er á rekstri hvort um er að ræða ylrækt eða ræktun rótargrænmetis, eru samt ákveðnir þættir sem rétt er að nefna. -

  • Uppskera í rótargrænmeti fer minnkandi í heildarmagni sem og í kg/ha öll árin. Tjón vegna myglu hefur töluverð áhrif 2021.
  • Uppskera í ylrækt eykst heldur í magni hjá þátttökubúum en minnkar ef mælt er í kg/m2
  • Breytilegur kostnaður sem kr./kg hækkar en þó mun meira í rótargrænmetinu og munar þar mestu um aukningu í áburðarkostnaði og aðkeyptar þjónustu hjá kartöflubændum.
  • Fastur kostnaður hækkar einnig en þó er nokkur breytileiki milli greinanna. Launakostnaður eykst hjá báðum hópum á tímabilinu.
  • Framlegð hreinna afurðatekna (fyrir opinberar greiðslur) í kr./kg lækkar í rótargrænmetinu en hækkar í ylræktinni.
  • EBITDA sem hlutfall af heildarveltu stendur nánast í stað hjá kartöflubændum en lækkar töluvert í ylræktinni.
  • Afkoma versnar heldur í kartöfluræktinni en mikil hækkun á jarðræktarstyrk kemur í veg fyrir að lækkun sé enn meiri og má áætla að stuðningurinn stuðli að því að vöruverð hækkar ekki á tímabilinu. Afurðatekjur (án opinbera greiðslna) mældar í kr./kg eru nánast þær sömu 2021 og 2019.
  • Afkoma versnar töluvert í ylræktinni, allavega hjá þeim búum sem mynda það meðaltal sem unnið er með. Afurðatekjur mældar í kr./ kg hækka um 12% á þessu 3 ára tímabili sem dugir ekki til að vega á móti hækkun framleiðslukostnaðar. Mikilvægt er að fá rekstrartölur frá fleiri framleiðendum til að meta stöðuna enn betur.
  • Með þeim fyrirvara að unnið var með frekar lítið gagnasafn þá er niðurstaðan úr þessari greiningu sú að frekar hefur hallað undan fæti síðustu ár þó það eigi auðvitað alls ekki við um alla framleiðendur. Hagnaður í greininni virðist ekki vera sá sami og hann var þegar Vífill Karlsson gerði sína úttekt.
  • Opinberar greiðslur á hvaða formi sem þær eru hafa afgerandi áhrif í þá átt að halda afurðaverði í jafnvægi og gera greinina rekstrarhæfa.
Nauðsynlegt að fá fleiri framleiðendur inn í verkefnið

Mikilvægt er að vinna verkefni sem þetta og í raun þyrfti það að vera stöðugt í vinnslu. Það nýtist bæði sem stjórntæki fyrir framleiðendur sem og upplýsingabanki um stöðu greinarinnar.

Nauðsynlegt er að fylgjast vel með þróun í greininni vegna mikilvægi hennar í matvælaframleiðslu og matvælaöryggi þjóðarinnar sem og vegna markaðrar stefnu og aðgerðaráætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum.

Þó búin séu ekki fleiri sem mynda það gagnasafn sem unnið var með, er hægt að skoða þróun í rótargrænmetisrækt nokkuð vel. Ef gögn skila sér síðan frá fleirum í ylræktarhlutanum þá verður hægt að vinna nánar með þau, en erfiðara verður að setja fram samanburðargreiningu þar sem fáir aðilar eru í ræktun á hverri tegund. Heildarmyndina verður samt hægt að skoða og greina.

Ákveðið er að framhald verði á verkefninu og verður skoðað að útvíkka það og taka inn fleiri tegundir og gera þetta öflugra verkfæri fyrir framleiðendur og greinina.

Mikilvægt er að fá fleiri framleiðendur inn í verkefnið til þess að styrkja enn frekar gagnagrunninn svo hann gefi sem besta mynd af rekstri og stöðu garðyrkjunnar.

Þeim framleiðendum sem óska eftir að taka þátt er bent á að hafa samband við Ívar Ragnarsson ivar@rml.is, Sigurð Guðmundsson sg@rml.is og Helga Jóhannesson helgi@rml.is

Skylt efni: Garðyrkja

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...

Farsæll áhugaræktandi
15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Bænder
12. júlí 2024

Bænder

Skammur aðdragandi að sölunni
11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Magnað Landsmót 2024
12. júlí 2024

Magnað Landsmót 2024

Stjörnuspá vikunnar
15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar