Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Í þessum garði er hellulögn, vegghleðsla, landmótun og gróðursetning.
Í þessum garði er hellulögn, vegghleðsla, landmótun og gróðursetning.
Mynd / GH
Á faglegum nótum 22. mars 2023

Mín framtíð í garðyrkjunni

Höfundur: Guðríður Helgadóttir, fagstjóri garðyrkjubrauta í Garðyrkjuskólanum – FSu.

Dagana 16.-18. mars næstkomandi fer fram í Laugardalshöllinni Íslandsmeistaramót iðn- og verkgreina og kynning á námi framhaldsskóla í landinu undir yfirskriftinni Mín framtíð.

Að sjálfsögðu verða allar garðyrkjugreinar sem kenndar eru í Garðyrkjuskólanum kynntar á staðnum og að auki verður keppni í skrúðgarðyrkju.

Keppni í iðn- og verkgreinum?

Íslandsmeistaramót iðn- og verkgreina hefur verið haldið um langt árabil og hefur skrúðgarðyrkjan verið með í keppninni nánast frá upphafi og einnig hefur verið keppt í blómaskreytingum í nokkur skipti. Nú kann einhver að velta fyrir sér hvort raunverulega sé hægt að keppa í iðngreinum og svarið er já, svo sannarlega. Keppendur fá ákveðið verkefni sem þeir þurfa að leysa á ákveðnum tíma og af ákveðnum gæðum.

Í tengslum við kynningu skógræktarbrautarinnar verður hægt að sjá hvernig viður úr skógi er nýttur í húsasmíði.

Skrúðgarðyrkjunemar þurfa þannig að búa til ofurlítinn garðreit og nota til þess það handbragð sem þeir hafa nú þegar lært í námi. Í þessum garði er þá til dæmis hellulögn, vegghleðsla, landmótun og gróðursetning og fá gestir á mótinu að fylgjast með framvindu verkefnanna á verktímanum. Miðað er við að keppendur fái þrjá daga til að ljúka keppni og eru dómarar að störfum allan þann tíma við að fylgjast með verklagi og árangri keppendanna. Á sama tíma er verið að keppa í fjölmörgum öðrum iðngreinum í Laugardalshöllinni og er mjög áhugavert að ganga á milli keppnissvæða og sjá hvað mismunandi iðngreinar eru að fást við.

Garðyrkjugreinar

Keppnishluti Minnar framtíðar er vissulega mjög áhugaverður en samhliða keppninni er verið að kynna fjölmargar iðn- og starfsgreinar sem ekki eiga fulltrúa í keppninni sjálfri. Aðrar garðyrkjugreinar en skrúðgarðyrkja verða einmitt kynntar rækilega fyrir gestum og gangandi.

Blómaskreytinganemar verða á staðnum og sýna handbragð sitt, auk þess sem hægt verður að finna blómaskreytingar hér og þar á svæðinu og fólki verður boðið að koma og prófa að sýsla við blómin. Eitt af verkefnum blómaskreytingabrautarinnar er að setja upp blómum skrýddan myndaramma þar sem gestir geta stillt sér upp og látið taka af sér myndir fyrir samfélagsmiðla. Án efa verða fjölmargir spenntir fyrir því að eiga mynd af sér í blómahafi.

Garð- og skógarplöntubraut, ylræktarbraut og námsbraut um lífræna ræktun matjurta verða með kynningu á sínum verkefnum á staðnum, meðal annars verður sett upp sýnishorn af jarðarberjaræktun þar sem hægt er að sjá hvernig þessi ljúffengu ber eru framleidd í gróðurhúsum. Garð- og skógarplöntunemendur sýna mismunandi afurðir í sinni grein, allt frá litlum sáðplöntum yfir í fullvaxin tré og nemendur í lífrænni ræktun verða með sýningu á því hvernig lífrænt efni, sem fellur til í eldhúsinu heima við, verður að frjósamri ræktunarmold. Gestum gefst færi á að sá grænmetisfræi í litla potta og taka þau með sér heim.

Braut skógar og náttúru, skógræktarbrautin, verður einnig með kynningu á sínum viðfangsefnum. Þar verður meðal annars hægt að sjá hvernig rafmagnskeðjusagir og önnur verkfæri tengd skógrækt eru notuð við viðarvinnslu og skógarhögg og gestir geta fengið að spreyta sig á því að telja árhringi og meta þannig aldur trjáa. Í tengslum við kynningu skógræktarbrautarinnar verður hægt að sjá hvernig viður úr skógi er nýttur í húsasmíði, en hún er ein af þeim iðngreinum sem hægt er að læra innan Fjölbrautaskóla Suðurlands, en Garðyrkjuskólinn starfar einmitt undir stjórn FSu. Jafnframt verður FSu með kynningu á öllu öðru námi sem fram fer innan skólans.

Mikil fjölbreytni í iðn- og verkgreinum

Fimmtudaginn 16. mars og föstudaginn 17. mars munu um 8.000 nemendur í efri bekkjum grunnskóla mæta í Laugardalshöll til að kynna sér framhaldskólanám og iðn- og verkgreinar og laugardaginn 18. mars er húsið opið fyrir almenningi. Þá er tilvalið að bregða sér í heimsókn í höllina og kynna sér þá ótrúlegu fjölbreytni sem býr í iðn- og verkgreinum í landinu og síðast en ekki síst, gleðjast með garðyrkjunni, þar er framtíðin svo sannarlega björt.

Skylt efni: Garðyrkja

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...