Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Grænmetisuppskera var í meðallagi í ár. Með aukinni sérþekkingu hefur náðst aukinn árangur í gæðum vörunnar. Raforkuverð er ein helsta hindrunin.
Grænmetisuppskera var í meðallagi í ár. Með aukinni sérþekkingu hefur náðst aukinn árangur í gæðum vörunnar. Raforkuverð er ein helsta hindrunin.
Fréttir 17. nóvember 2022

September skipti sköpum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Eftir óhagstætt sumar kom mikill kippur í vöxt grænmetis í byrjun hausts.

Uppskera garðyrkjubænda var heilt yfir í meðallagi í flestum tegundum, fyrir utan smá aukningu í gulrótum. Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna, segir þekkingu lykilatriði til að ná árangri í greininni.

Gæði vörunnar sem garðyrkju­bændur framleiða eru sífellt að verða betri og betri. Með því að sækja bestu mögulegu þekkingu að utan hefur náðst mikill árangur bæði í að auka uppskeru, gera hana tryggari og að viðhalda ferskleika lengur. Fyrir ekki svo löngu síðan var ekki hægt að geyma íslenskar gulrætur mikil lengur en fram yfir áramót. Nú sér Gunnlaugur fram á að garðyrkjumenn nái að halda gulrótum ferskum fram í maí.

Annað grænmeti sem Gunnlaugur kallar geymslutegundir heppnuðust sérlega vel í ár. Tegundir sem falla undir þessa skilgreiningu eru til að mynda gulrófur, hvítkál og áðurnefndar gulrætur. Hann segir að neytendur geti séð að íslenska varan sem boðið er upp á í verslunum er afburðafalleg. Þarna skipti veðráttan í september höfuðmáli.

Búið er að taka upp mest allt grænmeti, nema eitthvað af grænkáli sem á eftir að fara á markað.

Þekking bjargaði uppskeru

Fyrir norðan stefndi í óefni þar sem miklu næturfrosti hafði verið spáð. Helgi Örlygsson, bóndi á Þórisstöðum, sá fram á að missa alla sína uppskeru vegna þessa. Þarna segir Gunnlaugur að Helgi hafi getað sótt ráðgjöf hjá dönskum ráðunauti, sem lagði til að hann myndi úða kalí á akurinn. Með því myndaðist annað frostmark í plöntunum og blöðin á kartöflugrösunum féllu ekki. Með þessari sérfræðiþekkingu tókst að lengja vaxtartíma jarðeplanna og heppnaðist uppskeran mjög vel.

Í fyrra lék mygla kartöflubændur grátt og spillti uppskeru í kartöflugörðum víða. Í sumar varð myglunnar ekki vart, nema í einu tilfelli.

Hátt raforkuverð hamlar uppbyggingu í dreifbýli

Gróðurhúsaræktunin gengur heilt yfir mjög vel. Varan sem garðyrkjubændur bjóða upp á, eins og gúrkur og tómatar, sé af sömu gæðum og gerist annars staðar í Evrópu. Gunnlaugur segir áburðinn hafa nærri tvöfaldast í verði og koltvísýringur sem er nauðsynlegur í lýsingaræktun hefur einnig orðið dýrari.

Helstu áskoranir inni­ræktunarinnar er þó hátt raforkuverð. Gunnlaugur segir að Sölufélagið sé að berjast fyrir því að flutningskostnaður rafmagns í dreifbýli verði leiðréttur þannig að hægt sé að fara í atvinnuuppbyggingu. Þetta snerti ekki ekki einungis garðyrkjuna, heldur alla orkufreka starfsemi.

„Íbúar á landsbyggðinni ætla ekki bara að búa þar – þeir ætla að gera eitthvað. Gjaldskráin gerir ráð fyrir bara íbúum og búsetu, en ekki neinni atvinnuuppbyggingu,“ segir Gunnlaugur um raforkuverðið.

Skylt efni: Garðyrkja | uppskera

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...