Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Haustlitirnir eru yndislega fallegir.
Haustlitirnir eru yndislega fallegir.
Fréttir 1. október 2021

Haustgróðursetning

Höfundur: Guðríður Helgadóttir

Margir standa í þeirri kolröngu trú að þegar haustar eigi að forðast garðvinnu eins og heitan eldinn.
Það er af og frá. Haustið er einmitt tíminn þegar fagfólk í garðyrkju fer á stúfana og gróður­setur alls konar plöntur enda er þetta fagfólk, veit sínu viti og framkvæmir eftir því.

Græða marga daga

Haustgróðursetning plantna getur farið fram allt þar til jörðin er orðin svo gaddfreðin að ekki er nokkur einasti möguleiki á að stinga niður skóflu. Ýmsir kostir eru við það að koma plöntum í jörðina á haustin. Plönturnar, sem annaðhvort eru komnar í haustlit eða búnar að fella blöð, eru komnar í dvala og það skiptir þær ákaflega litlu máli hvort dvalartíminn fer fram inni í gróðrarstöð eða úti í garði.

Síðustu hlýju daga haustsins nýta plönturnar til að setja út rótakerfi og undirbúa sig þannig fyrir næsta sumar en ræturnar geta haldið áfram vexti á meðan jarðvegurinn er hæfilega hlýr. Næsta vor lifna þær samviskusamlega um leið og frost fer úr jörðu og sólin tekur að hækka á lofti og ef plönturnar eru þá á beði ná þær að koma sér vel fyrir og jafnvel hefja vöxt, áður en garðeigandinn er kominn í gróðursetningarstuðið. Þannig græða þær marga daga og jafnvel nokkrar vikur á endanlega vaxtarstaðnum og geta glatt garðeigandann enn lengur en ella.

Um að gera að nýta sér haustið

Það fer nú varla framhjá nokkrum manni að haustið er gjarnan votviðrasamt, miklu blautari árstíð en vorið og upphaf sumars og er það mikill kostur fyrir nýgróðursettar plöntur því ekki þarf að hafa áhyggjur af vökvuninni, veðurguðirnir sjá um það fyrir ræktendur.

Ungar plöntur sem gróðursettar eru að vori eiga oft erfitt uppdráttar vegna þurrkatíðar og vökvunarskorts. Með haustgróðursetningu er vökvunarþátturinn ekki eins krítískur. Að sjálfsögðu þarf að útbúa haustgróðursettar plöntur með áburði eins og aðrar plöntur og er best að setja vel af búfjár­áburði eða moltu með plöntunum.

Sá áburður brotnar hægt niður yfir veturinn en með hækkandi hitastigi að vori hefst niðurbrotið og áburðurinn verður aðgengilegur plöntunum. Um vorið má líka alveg skvetta nokkrum áburðarkornum með plöntunum ef garðeigandinn telur þörf á því, miðað við jarðvegsgerð og plöntutegund.
Garðyrkjustöðvar eru oft með opið hjá sér langt fram eftir haustinu og um að gera að nýta sér þennan möguleika, skutla niður í garðinn nokkrum runnum, trjám eða fjölæringum um leið og haustlaukarnir eru settir niður. Það er ávísun á að næsta sumar verði litríkt og blómlegt.

Skylt efni: Garðyrkja | Haustlitir

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...