Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Óli Finnsson, eigandi og ræktunarstjóri í garðyrkjustöðinni Heiðmörk, heldur utan um verkefnið „Brautryðjendur í garðyrkju“.
Óli Finnsson, eigandi og ræktunarstjóri í garðyrkjustöðinni Heiðmörk, heldur utan um verkefnið „Brautryðjendur í garðyrkju“.
Mynd / Aðsend
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér stað í íslenskri garðyrkjuframleiðslu á undanförnum áratugum.

Deild garðyrkjubænda hjá Bændasamtökum Íslands mun á næstu vikum birta viðtöl við brautryðjendur í íslenskri garðyrkju. Óli Finnsson, eigandi og ræktunarstjóri í garðyrkjustöðinni Heiðmörk, heldur utan um verkefnið.

Dýrmæt þekking

Hann segir tilganginn að heiðra þá frumkvöðla sem gert hafa íslenska garðyrkju að þeirri þekkingargrein sem hún er í dag.

„Íslensk garðyrkja á sér stutta sögu miðað við annan landbúnað hér á landi. Fyrir hundrað árum síðan, eða árið 1924, hófst ræktun í fyrsta atvinnugróðurhúsinu í Mosfellsdalnum. Á síðustu fjörutíu árum hafa miklar tæknibyltingar átt sér stað sem hefur gert íslenskum garðyrkjubændum kleift að stunda heilsársræktun á grænmeti og blómum í gróðurhúsum og rækta harðgerðar garð- og skógarplöntur sem þrífast á Íslandi,“ segir Óli.

Hann segir þá garðyrkjubændur sem starfað hafa við greinina undanfarna áratugi búa yfir dýrmætri þekkingu sem honum og öðrum í stjórn deildar garðyrkjubænda þótti vert að skrásetja með viðtölunum.

Sjálfur tók hann við sinni garðyrkjustöð árið 2021. „Mikið hefur verið rætt um kynslóðaskipti og nauðsyn þess að fá inn ungt fólk í greinina. Þá hefur búum verið að fækka og þau sem eftir verða að stækka. Hver garðyrkjustöð hefur að sama skapi verið að sérhæfa sig og því mjög sérhæfð þekking sem byggist upp á hverju garðyrkjubúi. Þá er mjög mikilvægt fyrir nýliða í greininni að fræðast um þá sem ræktað hafa íslenska garðyrkju á undanförnum áratugum til að læra af þeim svo þeir geti gert betur fyrir komandi kynslóðir.“

Pálmi Jónasson.
Margir við það að hætta störfum

Pálmi Jónasson, rithöfundur og blaðamaður, tekur viðtölin og vinnur handritin fyrir vefinn en meðal viðmælenda eru garðyrkjubændur sem eru að hætta störfum.

Þeirra á meðal eru Bergvin Jóhannsson í Áshóli, Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir í Ártanga og Eiríkur Ágústsson og Olga Lind Guðmundsdóttir í Silfurtúni.

Þá má nálgast útdrátt úr viðtali við Hólmfríði Geirsdóttur í Jarðarberjalandi í Reykholti hér í blaðinu. Viðtölin má nálgast á vef búgreinadeildar garðyrkjubænda á bondi.is.

– Sjá nánar á síðu 26. í nýju Bændablaði

Skylt efni: Garðyrkja

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...

Brautskráning frá Landbúnaðarháskóla Íslands
Fréttir 18. júní 2025

Brautskráning frá Landbúnaðarháskóla Íslands

Þann 6. júní síðastliðinn brautskráðust nemendur frá Landbúnaðarháskóla Íslands ...