Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Frá fundi nemenda Garðyrkjuskólans á Reykjum með Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra þar sem nemendur afhenda ráðherra bréf þar sem  þeir lýsa áhyggjum sínum af stöðunni sem komin er upp í Garðyrkjuskólanum og vangaveltur um framtíð garðyrkjunáms á Íslandi.
Frá fundi nemenda Garðyrkjuskólans á Reykjum með Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra þar sem nemendur afhenda ráðherra bréf þar sem þeir lýsa áhyggjum sínum af stöðunni sem komin er upp í Garðyrkjuskólanum og vangaveltur um framtíð garðyrkjunáms á Íslandi.
Mynd / Helena Stefánsdóttir
Skoðun 12. mars 2021

Opið bréf til Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra

Höfundur: Nemendur Garðyrkjuskólans á Reykjum

Við nemendur Garðyrkjuskólans á Reykjum, sem teljum nú 140 manns, höfum áhyggjur af framtíð skólans okkar og skorum á ráðherra menntamála að tryggja framtíð garðyrkjunáms með öflugum Garðyrkjuskóla til framtíðar á grunni gamla Garðyrkjuskólans í Ölfusi.

Nú hefur verið ákveðið að færa garðyrkjunámið frá LbhÍ til FSu. Garðyrkjuskólinn var stofnaður 1939 og starfaði sjálfstætt þar til hann var sameinaður LbhÍ 2005. Hann var að drjúgum hluta byggður upp með gjöfum og aðstoð velunnara skólans, þar á meðal kennurum og nemendum. Við sameiningu skólans við LbhÍ fylgdu eignir skólans til sameinaðrar stofnunar og verður að segjast eins og er að eðlilegu viðhaldi á aðbúnaði garðyrkjunámsins hefur verið ábótavant síðan þá. Stöðugildum hefur fækkað og finna nemendur og kennarar vel fyrir því hversu mikið aðbúnaði og umgjörð námsins hefur hrakað. Nemar garðyrkjunáms hafa haft aðgang að fáum ræktunarhúsum sem fengið hafa lítið viðhald og öll uppbygging hefur verið í frosti undanfarin ár.

Eins má nefna að að 12 smásjár sem færðar voru Garðyrkju­skólanum að gjöf frá sambandi Garðyrkjubænda og dýrmætri múg­vél sem skólinn á ásamt fleiri mikilvægum tækjum hafa verið tekin frá nemendum Garðyrkjuskólans og færðir upp á Hvanneyri af stjórnendum LbhÍ svo dæmi séu tekin.

Á sama tíma er atvinnugreinin garðyrkja í miklum uppgangi og því eru mikil tækifæri framundan með nýrri sókn sjálfstæðs garðyrkjunáms á Reykjum, í góðum tengslum við FSu.

Garðyrkjan hefur sannað sig á Íslandi sem einn af vaxtarbroddum atvinnulífs, nýsköpunar og sjálfbærrar framtíðar búsetu hér á landi. Ráðamenn og pólitískir fulltrúar hafa verið duglegir að minna á greinina, vaxtarbrodda hennar og framtíðarmöguleika.

Því kom það nemendum garðyrkjunáms mjög á óvart þegar það kom í ljós að enginn fulltrúi Garðyrkjuskólans hvorki kennara eða nemenda, er í þeim hópi sem undirbýr flutning skólans til FSu. Meira að segja fulltrúar atvinnulífs garðyrkjunnar koma ekki að þessu ferli. Á fundi rektors LbhÍ með nemendum og kennurum Garðyrkju­skólans á dögunum kom bersýnilega í ljós að LbhÍ hefur hug á að slá eignarhaldi sínu á hluta af húsakosti og jarðnæði Garðyrkjuskólans sem kom okkur verulega á óvart. Varla er það til að auka á hagkvæmni reksturs LbhÍ að ætla að viðhalda rekstri á mörgum stöðum. Vegna þess hversu hornreka við upplifum garðyrkjunámið hafa verið innan LbhÍ óttumst við að allar skrautfjaðrir þess verði slitnar frá skólanum og skildar eftir í LbhÍ.

Við nemendur Garðyrkjuskólans á Reykjum skorum á mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur að gæta hagsmuna garðyrkjunáms á Íslandi, tryggja að fulltrúar þess fái að taka fullan þátt í yfirfærslu námsins til FSu og tryggja að allar eignir gamla Garðyrkjuskólans sem og tæki og þau tól sem skólinn átti fyrir sameiningu LbhÍ fylgi með náminu á nýjan stað svo unnt verði að tryggja öfluga uppbyggingu námsins til framtíðar. Það er að auki nauðsynlegt vegna fyrri reynslu að auka aftur sjálfstæði og fjárræði Garðyrkjuskólans og ráða fagstjóra eða annars konar stjórnanda þó að hann verði staðsettur innan FSu. Með því er hægt að forðast endurtekningu og tryggja það að í framtíðinni fái skólinn það frelsi og rými sem hann svo sannarlega þarf til að vaxa og dafna á nýjan leik

Virðingarfyllst
Nemendur Garðyrkjuskólans á Reykjum

Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum
Skoðun 1. ágúst 2023

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og í grein Ragnars Jóhannssonar, ranns...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Göngur og góður reiðtúr
13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Bændur selja Búsæld
13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Gerum okkur dagamun
13. september 2024

Gerum okkur dagamun