Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Garðyrkjuskóli Íslands stofnaður
Mynd / HKr.
Fréttir 12. ágúst 2020

Garðyrkjuskóli Íslands stofnaður

Höfundur: Ritstjórn

Stofnað hefur verið félagið Garðyrkjuskóli Íslands af starfandi fagfólki í garðyrkju sem flest hefur verið eða er í forsvari fyrir hagsmunafélög í greininni. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að tilgangur félagsins sé að standa að faglegri og vandaðri fræðslustarfsemi á sviði garðyrkju og tengdra greina.

„Forsvarsfólk félagsins hefur óskað eftir viðræðum við menntamálaráðherra í því skyni að leita samninga um grunnnám í garðyrkju með svipuðum hætti og gert hefur verið varðandi nám á framhaldsskólastigi, svo sem í Kvikmyndaskóla Íslands, Ljósmyndaskóla Íslands, Fisktækniskóla Íslands og Tækniskóla Íslands.

Félagið leggur áherslu á að fræðsla og formleg menntun í garðyrkju verði framkvæmd í sem bestu samstarfi við atvinnulífið og starfandi aðila á viðkomandi sviði. Markmiðið með fræðslu og menntun skal vera að búa nemendur sem best undir fjölbreytt störf á sviði garðyrkju og tengdra greina eða áframhaldandi nám.  Jafnframt miðar starfsemi félagsins, fræðslan og námið að því að efla almennan áhuga, þekkingu og þátttöku í ræktun og skyldri starfsemi með víðtækum hætti.

Ætlunin er að halda félagsfund og bjóða starfandi garðyrkjufólki til þátttöku þegar aðstæður leyfa, vegna smitgátar.“ segir í tilkynningunni.

Nánari upplýsingar veita eftirfarandi stjórnarmenn Gunnar Þorgeirsson, Berglind Ásgeirsdóttir og Heiðar Smári Harðarson.

Skylt efni: Garðyrkja | garðyrkjunám

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.