Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Verkefnin sem fengu úthlutað úr Loftslags- og orkusjóði.
Verkefnin sem fengu úthlutað úr Loftslags- og orkusjóði.
Mynd / Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Fréttir 15. ágúst 2025

Fjárfestingastuðningur við garðyrkjubændur

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Tíu garðyrkjustöðvum var í júlí úthlutað fjárfestingastyrkjum úr Loftslags- og orkusjóði til að innleiða LED-ljós í gróðurhúsunum, samtals að upphæð 118 milljónum króna.

Styrkveitingin kemur í kjölfar þess að Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ákvað í vor að gera breytingu á reglugerð um Loftslagsog orkusjóð og fela sjóðnum að veita garðyrkjubændum sérstakan fjárfestingastuðning í þágu bættrar orkunýtni og orkusparnaðar.

Mikill orkusparnaður

Gert er ráð fyrir að LED-lýsingin geti sparað garðyrkjubændum á bilinu 40–60 prósent í orkukostnaði. Stuðningurinn er því kærkominn, líka vegna þess að gert er ráð fyrir að gömlu HPS-ljósin verði bönnuð á næstu árum og fyrirsjáanlegt að garðyrkjubændur í ylrækt hefðu þurft að fara í slíkar fjárfestingar.

Í viðtali hér í blaðinu sem tekið var við Axel Sæland, formann garðyrkjudeildar Bændasamtaka Íslands, í apríl síðastliðinn, sagði hann að töluverð fjárfesting fylgdi innleiðingu á LED-ljósum, enda þurfi að setja upp sérstakar gardínur til að halda hitanum inni í húsunum þar sem nánast enginn hiti sé af þeim ljósum. Þá þurfi nýjan rakabúnað til að stýra rakanum og jafnvel stækka hitakerfin.

„Það er alveg ljóst að þessi innleiðing verður tekin í skrefum og þá erum við að tala um að taka jafnvel annað hvert ljós inn sem LED-ljós til að byrja með en nota HPS-ljósin á móti til að nýta hitann frá þeim,“ sagði Axel.

Orkusparnaður samsvarar notkun tvö þúsund heimila

Áætlað er að verkefnin sem hljóta styrk núna geti skilað áætluðum orkusparnaði upp á 8,3 GWst á ári, sem samsvarar raforkunotkun 2.029 heimila eða árlegri orkunotkun 2.774 rafbíla. Auglýstar voru 160 milljónir króna til úthlutunar en sótt var um styrki að fjárhæð 145 milljónir. Stefnt er að öðru umsóknarferli nú í haust.

Við úthlutun var lögð áhersla á verkefni sem skila mestum orkusparnaði fyrir hverja krónu í stuðningi og stuðla að betri rekstrarhagkvæmni í gróðurhúsum, auk þess sem þau nýtist sem fyrirmyndir fyrir aðra í greininni.

Fyrsta skiptið í áratugi

Í tilkynningu úr umhverfis-, orkuog loftslagsráðuneytinu er haft eftir Jóhanni Páli að um áherslumál ríkisstjórnarinnar hafi verið að ræða og þetta sé í fyrsta skiptið í áratugi sem stjórnvöld ráðist í skipulegan fjárfestingastuðning við framleiðendur garðyrkjuafurða.

Segir hann að styrkirnir muni skila sér í lægri orkureikningum fyrir bændur, bættri orkunýtni og aukinni framleiðni í greininni.

Skylt efni: Garðyrkja

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur
Fréttir 30. janúar 2026

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur

Evrópusambandið og Indland hafa lokið tuttugu ára samningaviðræðum um víðtækan f...

Hvatningarverðlaun skógræktar
Fréttir 30. janúar 2026

Hvatningarverðlaun skógræktar

Óskað hefur verið eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna í skógrækt sem verð...

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri
Fréttir 30. janúar 2026

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri

Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM)...

Nýta mætti afurðir hreindýra betur
Fréttir 30. janúar 2026

Nýta mætti afurðir hreindýra betur

Formaður Hreindýraráðs Austurlands segir að mun betur megi nýta veidd hreindýr e...

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest
Fréttir 30. janúar 2026

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest

Samkvæmt nýbirtum niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins mjólkuðu kýrnar...

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...