Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Vaxtarletjandi garðyrkja
Fréttir 5. október 2023

Vaxtarletjandi garðyrkja

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Vonir garðyrkjubænda um að skilyrði verði sköpuð til vaxtar í greininni í nánustu framtíð voru blásnar út af borðinu með birtingu fjárlagafrumvarpsins nú á upphafsdögum Alþingis.

Þá varð ljóst að ekki ætti að auka stuðninginn við þennan hluta íslenskrar matvælaframleiðslu, þrátt fyrir að ítrekað hafi verið gefin út vilyrði um betri vaxtarskilyrði fyrir greinina.

Birtingarmyndir þessara vilyrða hafa verið margvíslegar á undanförnum árum. Í núgildandi búvörusamningum frá 2016 er tiltekið að markmið samkomulagsins sé að við endurskoðun hans árið 2023 hafi framleiðsla á íslensku grænmeti aukist um 25 prósent, miðað við meðalframleiðslu áranna 2017 til 2019. Á árunum 2020 og 2021 dróst heildarframleiðsla saman frá viðmiðunarárunum. Á síðasta ári varð aukning um þrjú prósent.

Endurskoðun búvörusamninga stendur nú yfir. Garðyrkjubændur hafa lýst yfir vonleysi um gang viðræðna um starfsskilyrði þeirra. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sérstaklega tiltekið að aukinni „... framleiðslu á grænmeti verður náð með föstu niðurgreiðsluhlutfalli á raforkuverði til ylræktar,“ sem er einmitt eitt af þeirra helstu áherslumálum við samningaborðið.

Sjá nánar í fréttaskýringu á bls. 20–21. í Bændablaðinu sem kom út í dag.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...