Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Vaxtarletjandi garðyrkja
Fréttir 5. október 2023

Vaxtarletjandi garðyrkja

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Vonir garðyrkjubænda um að skilyrði verði sköpuð til vaxtar í greininni í nánustu framtíð voru blásnar út af borðinu með birtingu fjárlagafrumvarpsins nú á upphafsdögum Alþingis.

Þá varð ljóst að ekki ætti að auka stuðninginn við þennan hluta íslenskrar matvælaframleiðslu, þrátt fyrir að ítrekað hafi verið gefin út vilyrði um betri vaxtarskilyrði fyrir greinina.

Birtingarmyndir þessara vilyrða hafa verið margvíslegar á undanförnum árum. Í núgildandi búvörusamningum frá 2016 er tiltekið að markmið samkomulagsins sé að við endurskoðun hans árið 2023 hafi framleiðsla á íslensku grænmeti aukist um 25 prósent, miðað við meðalframleiðslu áranna 2017 til 2019. Á árunum 2020 og 2021 dróst heildarframleiðsla saman frá viðmiðunarárunum. Á síðasta ári varð aukning um þrjú prósent.

Endurskoðun búvörusamninga stendur nú yfir. Garðyrkjubændur hafa lýst yfir vonleysi um gang viðræðna um starfsskilyrði þeirra. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sérstaklega tiltekið að aukinni „... framleiðslu á grænmeti verður náð með föstu niðurgreiðsluhlutfalli á raforkuverði til ylræktar,“ sem er einmitt eitt af þeirra helstu áherslumálum við samningaborðið.

Sjá nánar í fréttaskýringu á bls. 20–21. í Bændablaðinu sem kom út í dag.

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...

Heitt vatn óskast
Fréttir 19. júní 2024

Heitt vatn óskast

Bláskógaveita, sem er í eigu sveitarfélagsins Bláskógabyggð, hefur óskað eftir t...

Minni innflutningur og meiri framleiðsla
Fréttir 19. júní 2024

Minni innflutningur og meiri framleiðsla

Um 300 tonn af nautakjöti voru flutt inn á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2024.