Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Vaxtarletjandi garðyrkja
Fréttir 5. október 2023

Vaxtarletjandi garðyrkja

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Vonir garðyrkjubænda um að skilyrði verði sköpuð til vaxtar í greininni í nánustu framtíð voru blásnar út af borðinu með birtingu fjárlagafrumvarpsins nú á upphafsdögum Alþingis.

Þá varð ljóst að ekki ætti að auka stuðninginn við þennan hluta íslenskrar matvælaframleiðslu, þrátt fyrir að ítrekað hafi verið gefin út vilyrði um betri vaxtarskilyrði fyrir greinina.

Birtingarmyndir þessara vilyrða hafa verið margvíslegar á undanförnum árum. Í núgildandi búvörusamningum frá 2016 er tiltekið að markmið samkomulagsins sé að við endurskoðun hans árið 2023 hafi framleiðsla á íslensku grænmeti aukist um 25 prósent, miðað við meðalframleiðslu áranna 2017 til 2019. Á árunum 2020 og 2021 dróst heildarframleiðsla saman frá viðmiðunarárunum. Á síðasta ári varð aukning um þrjú prósent.

Endurskoðun búvörusamninga stendur nú yfir. Garðyrkjubændur hafa lýst yfir vonleysi um gang viðræðna um starfsskilyrði þeirra. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sérstaklega tiltekið að aukinni „... framleiðslu á grænmeti verður náð með föstu niðurgreiðsluhlutfalli á raforkuverði til ylræktar,“ sem er einmitt eitt af þeirra helstu áherslumálum við samningaborðið.

Sjá nánar í fréttaskýringu á bls. 20–21. í Bændablaðinu sem kom út í dag.

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...

Hver á Ísland?
Fréttir 7. febrúar 2025

Hver á Ísland?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stendur að átaksverkefni við að áætla eignarmörk ...

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni
Fréttir 7. febrúar 2025

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni

Meirihluti bænda telur stuðningskerfi landbúnaðar flókið en aðeins tæp 14% telja...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f