Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Væntingar eru um góða uppskeru útiræktaðs grænmetis í haust vegna hagstæðra veðurskilyrða fram til þessa.
Væntingar eru um góða uppskeru útiræktaðs grænmetis í haust vegna hagstæðra veðurskilyrða fram til þessa.
Mynd / bbl
Fréttir 14. ágúst 2025

Útiræktað grænmeti dafnaði vel í sumar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Uppskera útiræktaðs grænmetis gæti orðið með besta móti og miklu betri en í fyrra ef fer sem horfir.

„Það er allt gott að frétta af uppskeruhorfum í útiræktuninni,“ segir Helgi Jóhannesson, garðyrkjuráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Vegna hins hlýja vors og passlega mikillar vætu í sumar hafi öllu farið vel fram og horfur séu á góðri uppskeru í sumar og haust. Næturfrost gæti þó stoppað vöxtinn í kartöflunum en mjög góð uppskera er að fást í þeim það sem af er. Tíðindi bárust einmitt af næturfrosti á Þingvallasvæðinu og Sandskeiði í vikunni og ekki á vísan að róa með frostleysi alls staðar á ræktunarsvæðum eftir þetta. „Menn eru að taka upp fram í október, en megnið auðvitað í byrjun september, svo það getur allt gerst. En fram til þessa er útlitið gott,“ segir Helgi enn fremur.

Tölur um uppskeru í mismunandi tegundum útiræktaðs grænmetis koma svo í hús í vetrarbyrjun, eftir að skráningum garðyrkjubænda á uppskeru beint af akri lýkur.

Uppskeran í fyrra var víða léleg vegna kulda, í heildina um 2.500 tonnum minni en árið áður, sem var þó einnig heldur lélegt ræktunarár. Þar af var gulrótauppskeran um helmingi minni, en athygli vakti þó að spergilkál hélt velli.

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.