Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Væntingar eru um góða uppskeru útiræktaðs grænmetis í haust vegna hagstæðra veðurskilyrða fram til þessa.
Væntingar eru um góða uppskeru útiræktaðs grænmetis í haust vegna hagstæðra veðurskilyrða fram til þessa.
Mynd / bbl
Fréttir 14. ágúst 2025

Útiræktað grænmeti dafnaði vel í sumar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Uppskera útiræktaðs grænmetis gæti orðið með besta móti og miklu betri en í fyrra ef fer sem horfir.

„Það er allt gott að frétta af uppskeruhorfum í útiræktuninni,“ segir Helgi Jóhannesson, garðyrkjuráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Vegna hins hlýja vors og passlega mikillar vætu í sumar hafi öllu farið vel fram og horfur séu á góðri uppskeru í sumar og haust. Næturfrost gæti þó stoppað vöxtinn í kartöflunum en mjög góð uppskera er að fást í þeim það sem af er. Tíðindi bárust einmitt af næturfrosti á Þingvallasvæðinu og Sandskeiði í vikunni og ekki á vísan að róa með frostleysi alls staðar á ræktunarsvæðum eftir þetta. „Menn eru að taka upp fram í október, en megnið auðvitað í byrjun september, svo það getur allt gerst. En fram til þessa er útlitið gott,“ segir Helgi enn fremur.

Tölur um uppskeru í mismunandi tegundum útiræktaðs grænmetis koma svo í hús í vetrarbyrjun, eftir að skráningum garðyrkjubænda á uppskeru beint af akri lýkur.

Uppskeran í fyrra var víða léleg vegna kulda, í heildina um 2.500 tonnum minni en árið áður, sem var þó einnig heldur lélegt ræktunarár. Þar af var gulrótauppskeran um helmingi minni, en athygli vakti þó að spergilkál hélt velli.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...