Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Vorverkin í garðyrkjunni
Á faglegum nótum 22. mars 2024

Vorverkin í garðyrkjunni

Höfundur: Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur

Fram undan er páskahátíðin og dágott páskafrí hjá allflestum landsmönnum. Nú er orðið bjart frá morgni til kvölds og marga klæjar í fingurna að komast í garðverkin enda er tilvalið að nota þessa frídaga í garðastúss.

Garðyrkjustöðvar eru stútfullar af páskablómum sem bíða þess að prýða híbýli landsmanna auk þess sem sumarblómin eru á hraðri leið með að verða klár í sumarvertíðina. Skrúðgarðyrkjumenn landsins klippa tré og runna í gríð og erg þessa dagana, enda er vorið tími vaxtarmótandi trjáklippinga, áður en plönturnar hafa laufgast og ekki sést í greinarnar fyrir laufskrúði.

Garðeigendur eru einnig komnir í vorgírinn og farnir að snyrta garða sína, klippa limgerði og trjáplöntur og sá fyrir þeim plöntum sem hugurinn girnist þetta árið. Þeir sem búa svo vel að eiga gróðurhús hafa þar forskot á hina en frést hefur að einstaka aðili fylli hreinlega stofur og eldhús af plöntum, öðru heimilisfólki til mismikillar gleði.

Páskablómin

Páskarnir eru einnig tími páska- skreytinganna. Blómaframleiðendur og blómaskreytingafólk vinna núna myrkranna á milli við páskaundirbúninginn því blóm eru ómissandi hluti páskanna. Guli liturinn er táknrænn fyrir páskana enda er sól að hækka á lofti og fátt minnir meira á hlýja og sólríka sumardaga en gulur litur. Gul blóm streyma í hillur blómaverslana, svo sem páskaliljur, gulir túlípanar, gulur krýsi og ástareldur, allt í anda páskanna.

Náttúrulegt hráefni í páskaskreytingar

Fyrir þá sem vilja útbúa sínar eigin páskaskreytingar er tilvalið að hafa augun hjá sér þegar garðurinn er klipptur og nyrtur. Birki- og víðigreinar sem falla til við vorklippingar er hægt að taka inn í hlýjuna, setja í vasa með vatni og jafnvel blómanæringu og viti menn, eftir nokkra daga fara brumin að lifna, ljósgræn og ilmandi birkiblöð veita okkur forskot á sumarið og gulir víðikettlingar, blómbrum víðiplantnanna líta út eins og örlitlir páskaungar á greinunum. Aðrar trjá- og runnategundir geta vissulega hentað vel í páskaskreytingar en einhverra hluta vegna hafa sígrænar plöntur ekki slegið í gegn sem páskaskraut, þær virðast fráteknar fyrir aðra stórhátíð.

Mosi úr grasflötinni getur sett náttúrulegt yfirbragð á páskaskreytingarnar enda minnir mjúkur mosinn okkur á hreiðurgerð fugla og hægt að gera skemmtilegt undirlag undir páskaegg, einkum og sér í lagi af súkkulaðitaginu. Einnig getur komið vel út að sjóða egg og nota skurnina í skreytingarnar, egg eru jú nátengd páskunum, rétt eins og guli liturinn.

Vorið í Garðyrkjuskólanum

Nemendur blómaskreytingabrautar við Garðyrkjuskólann á Reykjum hafa unnið margvíslegar páskaskreytingar undanfarna daga og er skólinn óðum að komast í páskabúning, auk þess sem vorið er komið í garðskálann og fyrstu plönturnar í fullum blóma. Það minnir okkur á að hátíðardagur garðyrkjunnar, sumardagurinn fyrsti, er rétt handan við hornið. Starfsfólk og nemendur njóta þess svo sannarlega og óska landsmönnum gleðilegra páska og hlakka til að taka á móti gestum og gangandi á opnu húsi á sumardaginn fyrsta.

Skylt efni: Garðyrkja

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...