Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Á nýloknu Búnaðarþingi 2023 lagði stjórn Bændasamtaka Íslands (BÍ) það fyrir þingið að yfirfara og uppfæra stefnumörkun samtakanna sem samþykkt var á Búnaðarþingi 2022 og hefur yfirskriftina „Framsýnn landbúnaður“. Skipaðar voru fimm starfsnefndir sem unnu að þessum markmiðum og er afraksturinn ný heildarstefnumörkun samtakanna.