Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Brúsastaðir í Vatnsdal og Efstidalur II í Bláskógabyggð hlutu landbúnaðarverðlaunin
Fréttir 2. mars 2015

Brúsastaðir í Vatnsdal og Efstidalur II í Bláskógabyggð hlutu landbúnaðarverðlaunin

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra afhenti landbúnaðarverðlaunin 2015 á setningarhátíð búnaðarþings. Að þessu sinni hlutu Brúsastaðir í Vatnsdal og Efstidalur II í Bláskógabyggð verðlaunin. Er þetta 19 árið sem verðlaunin eru afhent.

Við afhendingu verðlaunanna sagði Sigurður Ingi meðal annars. „Verðlaunin voru í upphafi hugsuð sem viðurkenning til aðila sem á einn eða annan hátt tengjast íslenskum landbúnaði og hafa sýnt með verkum sínum áræðni og dugnað, þannig að þau eru til fyrirmyndar. Í anda þessa hefur síðan verið unnið. Þau má túlka sem þakklætis og virðingarvott frá landbúnaðarráðherra til landbúnaðarins, þeirrar atvinnugreinar sem svo margir byggja afkomu síðan á. Beint eða óbeint.“

Fjölmargir eiga verðlaunin skilið
„Val á verðlaunaþegum hefur í senn verið auðvelt en einnig nokkuð snúið, fjölmargir eiga verðlaunin skilið en fáir útvaldir í hvert skipti. Þrátt fyrir þetta hefur þannig til tekist að allir hafa verið sammála um að viðkomandi verðlaunaþegar eigi viðurkenninguna sannarlega skilið.

Um allt land eru starfandi duglegir og metnaðarfullir bændur sem sinna búum sínum, af hvaða toga svo sem þau eru af miklum myndarskap, jafnt hvað umhirðu og góðan árangur búgreinarinnar varðar en jafnframt og ekki síður hvað ytra umhverfi og ásýnd búsins varðar. Eftir því er tekið.

Íslenskur landbúnaður er fjölbreyttur og íslensk bændastétt þess verðug að henni sé sómi sýndur. 

Hjónin á Brúsastöðum,  Gróu  Margréti Lárusdóttur og Sigurð Eggerz Ólafsson og hjónunum í Efstadal II,  Björgu Ingvarsdóttur og Snæbjörn Sigurðsson er veit Landbúnaðarverðlaununum 2015.“

Brúsastaðir í Vatnsdal
Búskapnum á Brúsastöðum hefur ár eftir ár hefur býlið verði fremstu röð hvað varðar mjólkurframleiðslu og á síðasta ári var búið með hæstu meðalafurðir landsins. Skiluðu kýrnar að jafnaði um 7.900 kílóum af mjólk eða í heildina um 390 þúsund kíló.

Efstidalur 2 í Laugardal
Búið er með 40 kýr og á annað hundrað nautgripi og um 40 hross. Búskapurinn í Efstadal II er þannig margvíslegur, hrossarækt, kúabúskapur, fjölbreytt ferðaþjónusta og heimavinnsla matvæla. Slíkur rekstur krefst aukins mannafla og gefur möguleika á mildum kynslóðaskiptum þar sem allir hafa hlutverk og tekjur af búrekstrinum.

Verðlaunagripirnir í ár eru hannaðir og unnir af listakonunni Sigríði Helgu Olgeirsdóttur. Steinleirsskúlptúr á stöpli úr íslensku birki.
 

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...

40 þúsund notendur í 24 löndum
Fréttir 4. júlí 2025

40 þúsund notendur í 24 löndum

Smáforritið HorseDay fagnaði þriggja ára afmæli í síðasta mánuði en forritið hef...

Búgreinar misháðar loftslagsbreytingum
Fréttir 4. júlí 2025

Búgreinar misháðar loftslagsbreytingum

Hitabylgjan hér á landi í maí hefði ekki orðið jafnmikil og raun bar vitni nema ...

Ný stefna um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 3. júlí 2025

Ný stefna um líffræðilega fjölbreytni

Í Samráðsgátt stjórnvalda eru nú til umsagnar drög að stefnu um líffræðilega fjö...